Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 17

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 17
Jónsmessunótt í Hælavík í júní fyrir rúmum sextíu árum fór ég með kærasta mínum frá Efri-Miðvík í Aðalvík, norður á Strandir í fugl eins og þá var kallað. Hann vildi endilega að ég færi líka svo hann bæri meira úr býtum, fengi tvo hluti, þegar til skiptanna kæmi. Þótt ég væri ófrísk, — komin á fimmta mánuð, lét ég það ekki aftra mér. Við fórum sjö saman og var ég eina konan. Fyrsta spölin var farið á hestum, frá Efri- Miðvík að Látrum, sem er um einnar stundar ferð. Þar bættist stór hópur af fólki við og var farið þaðan á fjórum bát- um og haldið af stað til Hælavíkur, en þangað var ferðinni heitið. Þetta voru allt saman árabátar og urðu karlmennirnir að róa mest alla leiðina, því byr fengum við ekki svo talizt gæti. En ferðin gekk samt ágætlega og vorum við rúma sex tíma á leiðinn. Þegar til Hælavíkur kom, tjölduðum við og sváfum þar um nóttina. Daginn eftir gengum við á bjargið. Það er nokkuð löng leið að fara, út alla Hæla- vík, mig minnir að við værum þrjá tíma á þessari morgungöngu þar til við kom- um á ákvörðunarstaðinn, í festaskörð, efst í bjarginu. Þá var numið staðar í hvylft nokkurri, þaðan er vítt og fagurt útsýni til lands og sjávar t. d. sér yfir allan Húna- flóa, svo eitthvað sé nefnt. Ur festaskörð- um, sem ég gat um áðan sigu karlmenn- irnir fram af fimmtíu faðma bjargi niður á silluna — en eftir henni gengu þeir út í Gránefin, þar sem þeir snöruðu fuglinn og fluttu síðan til Hælavíkur. Það var á Jónsmessunótt sem við vorum þarna. Veðrið var unaðslegt og sólin gekk ekki undir um lágnættið. Hefi ég aldrei séð fegurri sýn né áhrifa meiri, enda sofnaði ég ekki dúr þessa ógleymanlegu júní nótt. En tíminn leið óðfluga og ég hlaut að yfirgefa þessa paradís mína. Fuglatekjan hafði gengið vel og allir komu heilir til baka, og nú var búist til heimferðar. Þá kom það á daginn, sem reyndar var fyrir- fram vitað, að fuglinn þurfti sitt rúm í bátnum, og urðu einhverjir að víkja fyrir honum. Þótti þá heppilegast að við stúlk- urnar, sem voru sjö að tölu færum gang- andi heim og skyldum við fá einn karl- mann með okkur, til trausts og halds. Til að stytta okkur gönguna vorum við flutt á bát að Búðum. Þangað komum við síðla Þórunn Þorbergsdóttir. dags og var þá auðséð að veðrið var að breytast til hins verrra. A Búðum fengum við ágætar viðtökur Konan, sem bjó þar hét Sigríður Kjart- ansdóttir, hún var systir Guðna Kjartans- sonar móðurafa Þorleifs Bjarnasonar rit- höfundar, en móðir Þorleifs og ég erum þremenningar. Þegar að við héldum af stað um kvöld- ið hafði veðurútlitið versnað til muna. Ekki var þó um það fengizt, en lagt af stað fram Kjartansvíkina, sem er nokkuð löng, og óhikað lagt á brattann upp í Kjartansvikurskarðið, en það er hár fjall- garður milli Búða og Hesteyrar. Þegar við komum upp í skarðið var skollið á versta veður. Skarahríðin og veðurofsinn var svo mikill að við gátum ekki haldið hópinn, en hrökkluðumst sitt á hvað, og reyndum að stöðva okkur með því að ná í steinnýpur, sem stóðu upp úr snjónum hér og þar. Að lokum komumst við þó yfir skarðið og lögðum á heiðina hinu megin. Var þá veðrið orðið svolítið hæg- ara. Snjórinn var allsstaðar í kálfa og undir hné. Það voru þreyttir fætur, sem báru okkur 'heim þennan morgun eftir tólf tíma göngu í ófærð og illsku veðri. Eg var yngst af stúlkunum, sem tóku þátt í ferðinni, aðeins seytján ára gömul, en furðu létt á fæti eftir ástæðum. Við vorum allar í ullarsokkum og skinnskóm og vel klæddar að öðru leyti, enda reynd- ist þess full þörf á heimleiðinni. Ég hef oft hugsað um það síðan og undrast, að ég skyldi halda fóstrinu eftir þessa erfiðu ferð. En sonurinn, • sem ég bar yfir fjallgarðinn forðum, fárviðris- nóttina í júní, lifir enn og er fullra sextíu ára að aldri. Þessi endurminning er að- eins örlítið sýnishorn af erfiðleikum þeirra er búa í strjálbýli á vegalausum útkjúlka. — Hingað til Keflavíkur fluttum við hjónin fyrir tæpum nítján árum og hér hefir okkur liðið vel. Mér finnst ég lifa í öðrum heimi við það sem áður var. Hér hef ég allt, sem gerir lífið þægilegt. Og ef maður þarf að bregða sér í ferðalag er nóg af bifreiðum og öðrum vélknúðum farartækjum, sem flytja menn hvert sem vera skal. Þórunn M. Þorbergsdóttir. <3*3x><^<><c><2xt>0\><3x-x><><3x-x><c><3>0<><^<><^<^<^<><^<^<> Utgerðormenn! Dragnóta tó nýkomið. | Mjög hagstætt verð. f, Kaupfélag Suðurnesja | Járn og skip. | F A XI — 101

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.