Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 9

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 9
hlið þær frú Pálínu Þorleifsdóttur, Ný- lendu og frú Guðfinnu Jónsdóttur, Meiða- stöðum, sem báðar eru búnar að starfa i kórnum í mörg ár. Oska ég og vona, að sönglífið í Utskálakirkju mætti alltaf verða með glæsibrag, og gera guðsþjónusturnar hátíðelgri og viðhafnarmeiri. Við, sem eldri erum, vitum og finnum, þegar við lítum yfir liðið líf, hvað við eig- um guði mikið að þakka, að við stöndum í stórri þakkarskuld við hann — skuld, sem við aldrei getum greitt. Góð söngrödd er ein af náðargjöfum guðs. Þeim, sem slík náðargjöf er gefin, ætti að vera það ljúft, að geta látið þakklæti sitt fá útrás, meðal annars í góðum söng og geta túlkað í tón- um þakklæti sitt, Guði til lofs og dýrðar. Eins og að líkum lætur, hafa margir starfað við Utskálakirkju á þessu tímabili hennar. Fyrsti hringjarinn, sem ég man eftir hér, var Sveinbjörn Sigurðsson, bóndi í Presthúsum, þá Einar Sveinsson, Útskál- um, síðar í Presthúsum, Benedikt Þorláks- son, Akurhúsum, Guðlaugur Oddsson, Efra-Hofi, Þorlákur Benediktsson, Jón Ei- ríksson, Meiðastöðum. Núverandi hringj- ari er Guðlaugur Oddsson. Fyrsti meðhjálparinn, sem ég man eftir hér, var Einar Sigurðsson, bóndi í Vörum, þá Finnbogi Lárusson, kaupmaður í Gerð- um, Þorleifur Kláus Guðmundsson, Garð- bæ, Isak Sigurðsson, vitavörður, Garð- skaga, Olafur Olafsson, Móakoti, nú í Reykjavík, og þá núverandi meðhjálpari, Sigurbergur Þorleifsson, hreppstjóri, Garð- skaga, sem tók við af Olafi árið 1926, og er því búinn að vera meðhjálpari í Út- skálakirkju í 35 ár. Eg fer ekki náið út í, hvernig sóknar- nefndir voru skipaðar hér; minnist aðeins á tvær konur, er lengi störfuðu í sóknar- nefnd, þær frú Kristínu Þórðardóttir, Skeggjastöðum og frú Laufeyju Jónsdóttir, Nýjabæ. Mér er sérstaklega minnisstætt, hvað þær stunduðu báðar þetta starf sitt af mikilli alúð og samvizkusemi. Hafði frú Kristín um mörg ár reikningshald kirkj- unnar. Núverandi sóknarnefnd skipa: Sig- urbergur Þorleifsson, Garðskaga, Jón Ei- ríksson, Meiðastöðum og Jóhannes Jóns- son, Gauksstöðum. Er það happ fyrir Ut- skálasókn að hafa þessa menn í starfinu, því svo mjög hafa þeir látið heill og heiður kirkjunnar sig miklu varða. Þó að þeir hafi skipt með sér störfum, hafa að sjálf- sögðu framkvæmdir allar og bókhald hvílt mest á herðum formanns sóknarnefndar- innar, Sigurbergi. I vissum skilningi má Útskálakirkja 100 ára A 12. nóvember 1961 Guðs með hjálp og góðra manna glæst hér höfum reist á ný, veglegt hús og viljum sanna að víst er drottins mundin hlý, er ’hún hátt til himinssala héðan lætur verkin tala. Helga stund hér oft við áttum eintal flutt í bæn og trú, tállaust drottni treysta máttum, týndist aldrei vissan sú, að huggun veittist hrelldri sál, hér þá flutt var bænarmál. Þung oft voru þrautasporin þeim, er reyndu sorg og neyð, í húsi þessu hrein fram borin heitust bæn, á grýttri leið, og guðleg náð gaf gleði á ný, svo gjörvöll hurfu sorgarský. Hér athvarf finnur ellimóður, er hann leitar skjóls í þraut, nú finnur hann hve guð er góður, er gladdi hann á jarðlífsbraut og ávallt hélt í hendi hans í helgidómi skaparans. Hér bundust margir kærleikskransar, Nú biðjum guð, um blessun þína, er karl og svanni festu heit, og ástin glöð, sem aldrei stanzar, æðri hugsjón marga leit. Því ást og trúin megna má að magna gleði flestum hjá. bæn sú mun á ýmsa lund. Geislar kærleiks skært oss skína, skal oss treinast vaxtað pund. Byggðarlagið blessun hljóti, bænheyrslunnar sérhver njóti. Þórður Einarsson. <>^>0<>4><><><><><><><><>3><><><><><><><><><><><><><><?<><><><><><><><><><><><><><><><><><>^^ segja, að Útskálakirkja sé hans annað heimili. Umhyggjusamur heimilisfaðir, er vill að heimili hans og næsta nágrenni þess líti vel og snyrtilega út, getur ekki gert það betur en Sigurbergur hugsar um Út- skálakirkju, bæði með fyrirhyggju og snyrtimennsku. A sama hátt er bókhald hans allt viðvíkjandi kirkjunni leyst af hendi af hans alkunnu reglusemi og ná- kvæmni. Um leið hlýt ég að minnast frú Ásdísar, konu hans, hvað hún er manni sínum samhent með að kirkjan mætti ávallt líta sem bezt út, og þrátt fyrir annarík hús- móðurstörf heima fyrir, lagt á sig og gefið sér tíma til að vera manni sínum til að- stoðar í þessu efni. Er það mikið bapp fyrir þetta byggðarlag að eiga hjónin á Garðskagavita fyrir íbúa hér, ekki aðeins viðvíkjandi Útskálakirkju, heldur á mörg- um fleiri sviðum, sem þau eru þessu byggð- arlagi til sóma. Að endingu vil ég fyrir hönd Útskála- sóknar þakka öllum, sem ég hef minnzt á hér að framan og mörgum fleiri, sem ég hef ekki nafngreint, en hafa starfað í þágu kirkjunnar, þakka þeim öllum, bæði lífs og liðnum, og bið þeim öllum blessun- ar Guðs. Vörubílastöð Keflavíkur vill vekja athygli viðskipta- manna sinna á því, að gjald- dagar akstursreikninga eru 10. og 25. hvers mánaðar. ◦•◦•oao«o«o«o«o«o«5*o*oéo«o«owu«o*o*09<~' §s •• KENTAR rafgeymar með ársábyrgð í bifreiðar og báta. ss i SS •. ss ss ss Smurstöð Aða I s töðy a r i n n a r Sími 1515. •0*0*0«0«0«0*0«0«0*0*0«0*0*0*( ss ss ss 1 I I o*o«o«o*o*o»o F A X I — 93 L

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.