Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 6

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 6
að þeir ætluðu að fara að standa í „stór- meistaranum", en hann átti ávallt ráð und- ir hverju rifi og lumaði þá á leikfléttum, sem gerðu út um taflið í fáum leikjum, líkt og atómsprengja hefði fallið á herbúð- ir óvinarins. I öðru sæti, en efstur Suður- nesjamanna, varð Helgi Olafsson, með 4 vinninga, og hlaut hann þarna í fyrsta sinn titilinn „Skákmeistari Suðurnesja“, en Helgi hefur, þrátt fyrir ungan aldur, oft verið nærri því að hreppa hann, en alltaf misst af strætisvagninum þar til nú. Þótt sigur Helga sé naumur, er hann vel að honum kominn, því Helgi er, að öðrum ólöstuðum, sá skákmaður hér syðra, sem mest gerir sér far um að auka kunnáttu sína. Hann hefur því ekki erfiðað til einsk- is, þótt enn skorti hann öryggi. I þriðja sæti kom svo Borgþór H. Jónsson, með 3!4 vinning og stóð hann, eins og oft áður, í eldlínunni, þótt hann ætti við veikindi að stríða, meðan á mótinu stóð. Páll G. Jóns- son, sem teflt hefur í landsliðsflokki, og lagt þar að velli marga af landsins beztu skákmönnum, mátti þarna muna sinn fífil fegri, því að hann hafnaði í fjórða sæti, með 3 vinninga, enda æfingalítill, sökum mikilla anna. Þótt Páll hafi ekki synt mik- ið í sér vígtennurnar á þessu móti, trúir enginn sem til þekkir, að blómaskeiði hans við skákborðið sé lokið. Lestina í þessum fámenna hópi rak svo Hörður Jónsson með 2 vinninga, og sýndi eins og honum reynd- ar hættir mjög til, misgóða taflmennsku, en hann er einn af þeim skákmönnum, er getur verið hinum öflugri skeinuhættur, en hinum veikari auðveldur. I I. og II. flokki var teflt sameiginlega og voru keppendur 19 og var þar notað hið svonefnda Monrad-kerfi og tefldar 7 um- ferðir. Þar urðu jafnir að vmningatölu þeir Sigfús Kristjánsson og Olafur Björns- son og hlutu þeir 5!4 vinning hvor, en þar sem stigatala Sigfúsar reyndist vera hærri, hlaut hann sigurinn og flytzt jafnframt upp í meistaraflokk. Þriðji varð Magnús Haraldsson. Af öðrum keppendum mætti nefna hinn áhugasama Sigurð Daðason, er enn teflir af miklu æskufjöri, þrátt fyrir háan aldur, og svo fulltrúa kvenþjóðarinn- ar, Vilborgu Auðunsdóttur, sem enginn skyldi vanmeta að skákstyrkleika, ef um- hugsunartími hennar er nægur, en sem góðri skákkonu er tímahrakið hennar versti óvinur. Hraðskákmeistari Suðurnesja varð Helgi Olafsson. Skákmót Keflavíkur var svo haldið á miðjum vetri og voru þátttakendur 46. Til að auðvelda framkvæmd mótsins var tekið það ráð að steypa öllum flokkum saman og tefla eftir Monrad-kerfinu 9 umferðir, þótt ekki þætti það beint vinsælt. Einnig átti með notkun þess að reyna að koma í veg fyrir ýmsa annmarka, sem verið hafa fylgifiskar fyrri móta, en því miður tókst það ekki sem skyldi. Þó ber að fagna því, að mótið tók áætlaðan tíma og er það stórt spor í framfaraátt. Urslit mótsins urðu þau, að þar bar hinn ósigrandi Lárus Johnsen sigur úr býtum og hlaut hann 8 vinninga, en þar sem hann tefldi þarna einnig sem gestur, varð hann eigi titlaður, svo skákmeistari Kefla- víkur varð öllum á óvænt, nýgræðingur- inn í meistaraflokki, Sigfús Kristjánsson, og skaut hann þarna aftur fyrir sig mönn- um eins og Ragnari Karlssyni, sem tekið hefur fram taflborðið að nýju og Helga Olafssyni, en mesta athygli vakti hin frækilega frammistaða Vilborgar Auðuns- dóttur, sem varð meðal þeirra efstu. Að mótslokum var svo haldin hraðskákkeppni og bar Helgi Olafsson sigur úr býtum og sannaði svo að ekki verður um villzt, að hann er um þessar mundir sterkastur Kefl- víkinga í þeirri grein. Um miðjan aprílmánuð fór fram hin árlega keppni SK við tafldeild Hreyfils í Reykjavík, en SK hefur um nokkurra ára skeið haft vinsamleg samskipti við þá. — Hreyfilsmenn sigruðu nú með miklum mun, eða 12!4 vinningi gegn 6/2. Teflt var á 19 borðum og þótti þetta stóra tap SK mikil tíðindi og ekki spá góðu fyrir Kefl- víkinga i þeirri keppni, sem fram undan var, en það var keppnin um „Sýslubikar- inn“. En þegar útlitið er svartast, er oft árangurinn beztur, því SK bar sigurorð af báðum keppinautum sínum, sem voru sveitir frá Kópavogi og Sandgerði, í keppn- inni um bikarinn, og fengu hann til eign- ar, þar sem þetta var í þriðja sinn í röð, sem SK vinnur hann. Eins og ég gat um í upphafi, var áhugi hinna eldri og reyndari kappa félagsins mjög lítill — svo lítill, að það er orðið aðal- vandamál þess, hve mót meistaraflokks eru illa sótt og eins líka, hve illa gengur að fá menn til keppni við önnur félög. Orsak- irnar fyrir því tel ég helzt vera þær, að framkvæmd móta er í ýmsu ábótavant. T. d. er næði á keppnisstað alls ekki nægi- legt, þegar verið er að tefla og hefur það mjög truflandi áhrif á keppendur, og svo eru það hinar hvimleiðu frestanir á kapp- skákum, sem miklum erfiðleikum valda og mörgum hafa gert gramt í geði, vegna hinnar auknu fyrirhafnar, sem af þeim leiðir. Það var að vísu gert í góðum tilgangi einum, þegar skákfélagið hóf starf sitt að nýju árið 1956, eftir nokkurra ára hlé, að reyna að hliðra örlítið til fyrir þeim mönn- um, sem vildu sækja mót, en gátu það ekki vegna vinnu sinnar, nema því aðeins að þeir fengju frest með að tefla sumar skákir sínar. En með árunum hefur þessi tilhliðrunarsemi verið svo ofnotuð, með því að taka öll forföll gild, að nú er svo komið, að fleiri skákir meistaraflokks eru tefldar utan mótsstaðar en innan, enda hefur sú litla „stemning", sem yfir mótun- um ríkti, rokið út í veður og vind, og þeir áhorfendur, sem töldu vel þess vert að eyða einni og einni kvöldstund í sölum skákfé- lagsins, eru fyrir löngu búnir að missa þolinmæðina. Ef SK ætlar að halda styrk- leika sínum, svo ég tali nú ekki um, að auka hann verður að taka mótin fastari tökum og bera í brestina, því ef það tekst, er ekki að efa, að meira líf muni færast í hinn vankaða meistaraflokk, með aukinni keppendatölu, sem auðvitað leiðir af sér harðari og skemmtilegri keppni, og þá er tilganginum náð. m. £XÍX><cXcX-><X><cX-X;XX><X<XcX<XcX<XcXcX-XcXc V % A Margar stærðir af Reiðhjólum Og Þríhjólum Reiðhjólaverkstæði MARGEIRS JÓNSSONAR Keflavík . Sími 1130. <■> /> é 6 6 é é é é é é é é <■> é é é é I Bæjarins mesta og bezta úrval af gluggatjaldaefnum. VERZLUN SIGRÍÐAR SKÚLADÓTTUR — Sími 2061 — 'XcXJxZxXXcxXXcXc^OOOOOO^ixe^íXXcXXXXXX^Oí? 90 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.