Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 10

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 10
Páll H. Jónsson: SLÓÐIN Höfundur þessarar fallegu sögu er Páll H. Jónsson, [yrrum kennari að Laug- um, en núverandi for- stöðumaður fræðsludcild- ar Sambands íslenzkra samvinnufclaga. Eftir Pál hafa komið út tvær ljóða- bækur og einnig nokkrar smásögur og greinar hafa birzt í blöðum og tímarit- um. — Páll H. Jónsson er mikill smekkmaður á íslenzkt mál og ræður yfir mikilli frásagnargleði, eins og þessi litla saga, sem hér birtist, ber með sér. Vegna góðs kunningsskapar, fór ritstjóri Faxa þess á leit við Pál, að hann sendi blað- inu sögukorn til birtingar, og varð hann vin- samlega við þeim tilmælum. „Hvernig lízt þér á veðurútlitiS?“ spurSi ég mann af næsta bæ, sem tekiS hafSi aS sér gegningarnar og forsjá heimilisins fyrir pabba, á meSan hann sjálfur og mamma voru ekki heima. Hann var aS koma frá morgunverkunum og ég mætti honum á leiS minni kringum bæinn, þegar ég var sjálfur aS athuga útilitiS og gá til veSurs í öllum áttum. Hann leit til lofts óvitandi um þá miklu ábyrgS, sem orSum hans fylgdi. „Eg sé ekkert viS þaS aS athuga. ÞaS er engin augljós veSrabreyting í nánd.“ Eg sneri í skyndi inn í bæinn og til- kynnti ráSskonunni, aS ég færi hiS bráS- asta á dorg, og þyrfti skjótan heimanbún- aS. ViS engan var aS ráSgast um ferSalag- iS — aS ég taldi. Mér hafSi fyrir löngu verið lofaS þessari ferS. Ég hafSi leyfi pabba til þess aS fara hana á meSan hann væri ekki heima, aS því til skyldu, aS veSur væri einsýnt. ÞaS átti aS verSa mér eins konar sárabætur á meSan pabbi og mamma, sem ég þoldi illa án aS vera, voru fjarverandi. Um ferSina hafSi mig dreymt í vöku og svefni undangengnar vikur. Eg hafSi rifjaS upp allar þær veiSimannasög- ur, sem ég kunni, enda orSiS mér úti um ýmsar nýjar, og fyrir sjónum mér blöstu nótt og dag dökkbleikar silungakippur, og ég fann svo greinilega, hvernig kippt var í færiS í hendi mér jafn skjótt og öng- ullinn kom í vatniS. ÞaS var meira aS segja ekki örgrannt um, aS ég hefSi æft mig svolítiS í kyrrþey, þegar enginn sá til, og rennt færi mínu í fjósstampinn eSa þá aSeins fram af stigapallinum viS baSstofu- dyrnar. Allt slíkt varS hins vegar aS fara fram meS mikilli leynd — eins og raunar allur hernaSarundirbúningur. Annars gat þaS kostaS aShlátur, sem í öllu falli var óþægilegur, og svo litu sumir svo á, aS slíkar æfingar meS hárbeittan silungsöngul inni í bæ væri hættulegur glannaskapur. Nú hafSi mér hugkvæmzt aS láta ferS- ina ekki lengur undir höfuS leggjast, og í þá daga var því svo variS — og er raunar enn — aS þegar ég hafSi áformaS eitthvaS eirSi mér illa aS slá því á frest. Veigalítil mótmæli orkuSu því engu, og eftir litla stund var ég stiginn á skíSinn meS lítinn mal bundinn á bak mitt, og þreytti göng- una upp Kvíahólinn. Ég vissi fyrir víst hvar vatniS var — á sumrin. Eg þekkti hvern ás, hvert sund, hvern mýrarfláka. Eg gat taliS á fingrum mér hvert leiti og hverja lægS, allt frá því aS fyrsta Bæjarásnum sleppti og til þess er Vatnsáshlíðinni lauk, lítinn spöl frá stargrónum bakkanum — á sumrin. Ég hafði að vísu sjaldan komið alveg að vatn- inu. Það lá utan þess hrings, sem ég smal- aði kvíaánum kvölds og morgna, eða gætti þeirra fyrst eftir fráfærur. En ótal sinnum hafði ég séð það inn á milli ásanna, eins og himinblátt auga í andliti heiðarinnar. Eg var því ekki í neinum vafa um, að mér mundi ganga greitt að finna það, þó fann- breiðan hyldi nú öll nánari kennileiti. Stórlátir veiðimenn myndu máske ekki vilja kalla þetta vatn, svo lítið sem það var og yfirlætislaust. En vatn var það og vatn hét það, meira að segja Arnarvatn, sem er göfugt nafn og stórt. Silungur var í því, smár og lítilsháttar að mestu, en þó ein og ein allvæn branda innan um. Það voru þær, sem ég ætlaði að veiða. Að vísu gerði ekki til þó þær litlu slæddust með. Þær voru svo til valdar aS auka töluna, þegar sagt yrði frá þessari eindæma veiði. Þær stóru og spretthörðu voru það hins vegar, sem ég fann svo greinilega nú þegar grípa girnilegan maðkinn og kippa í dorginn, sem enn, að vísu, var vafið innan í poka niður í mal mínum. Ég hélt leiðar minnar upp ásana og stik- aði stórum, eftir því, sem tólf ára veiði- maður getur stikað, sem þá líka er lágur í loftinu og þó, að tiltölu, enn grennri. Ég átti í fangið að sækja fyrst lengi vel, og þó skemmri hluta vegarins. Síðan tók heiðin við, með aflíðandi ásum og eggsléttum mýrasundum á milli. Hvergi sá á dökkan díl. Svo vandlega fól vetrarfönnin hverja laut og lækjardrag, að þeirra sáust engin merki. Fyrst höfðu haustfrostin lagt ís- breiður bárugarðanna á milli í hvern flóa, gjört haglegan svellbunka úr hverri lind- arseiru og hestís á hvert kviksyndi. Síðan höfðu fyrstu snjóar fyllt þúfnanna á milli í móunum. Þá hafði skafrenningurinn jafnað hvern slakka og hverja hvilft í ása- röðunum, fyrst af austri og síðan af vestri, til þess að gera báðum brekkum jafnt til. Síðast hafði ofanhríðin lagt loðfeld af mjallarbreiðu yfir allt saman. Leið mín lá þvert á alla ásna. Ahyggju- laus og glaður, fullur seiðandi eftirvænt- ingar og vissunnar um alveg óvenjulega veiði, knúði ég skíðin og sóttist vel. Upp brekkurnar hljóp mér kapp í kinn, niður í næsta sund naut ég hvíldarinnar og sval- ans, sem lék um brennheita vangana. Ég var hamingjusamur, eins og allir tólf ára drengir, sem unna skíðunum sínum og hvítum, dúnmjúkum snjó. Loks, eftir á að gizka eins tíma gang, stóð ég á síðasta ásn- um. Ég leit til baka yfir mjallarbreiðuna. Ormjó dökk rönd bugðaði sig yfir ásana, hvarf að baki eins þeirra, en kom í ljós að nýju á þeim næsta, eins og grannur þráður, sem lagður hefði verið um fannhvítt flos- ið. Það var skíðaslóðin — slóðin mín. Síðan renndi ég mér síðustu brekkuna niður á breiðuna fyrir fótum mér, sem hlaut að vera vatnið. Þetta litla heiðarvatn hafði einn ókost fyrir bæði silung og veiðimann. Því hætti til að botnfrjósa, mestum hluta þess, á hverjum vetri. Þó voru í því tvö upp- sprettuaugu, sem aldrei frusu og milli þeirra áll, sem ekki heldur botnfraus og sem lá út í ós lækjarins, sem úr vatninu rann. Til þess að nokkur von væri um veiði, varð að finna þessi uppsprettuaugu, því umhverfis þau og í álnum á milli þeirra varð hinn bráðfeigi, stóri silungur að halda sig — þessi, sem ferðin var gerð til að færa í búið. Eg fór því að svipast um eftir þeim. Um leið féllu fáein snjókorn rétt við nefið á mér. Hvað? Ekki ætlaði þó að fara að hríða? Eg leit til lofts, en það hafði ég ekki gert síðan ég hélt að heiman. Jú, það leyndi sér ekki. AS vísu hafði aldrei verið heiðskír himinn þennan dag, 94 — F A XI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.