Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 19

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 19
 1 Lóðabyssa í ks. 130 w kr. 513 Lóðabyssa 100 w kr. 368.00 BORSTATIV SMERGLAR Hjólsög 6" Stingsög — Kr. 2580,00 -- Kaupfélag^gj Hjóisog 7" Suðurnesja Járn- og skipavörudeild. RAFMAGNSHANDVERKFÆRI Viðurkennd vara. Hagstætt verð. Borvél %" Sjómannadagurmn í Keflavík Klukkan 1 var safnazt saman við barna- skólann. Lúðrasveit Keflavíkur lék undir stjórn Herberts Hriberscheck. Kl. 1.30 hófst skrúðganga niður að höfn með lúðrasveit í fararbroddi. Kl. 2 fór frain guðsþjónusta inn við höfn, sr. Björn Jónsson prédikaði. Þá minntist hann drukknaðra sjómanna, en að því loknu var mínútu þögn og lagður blóm- sveigur á hina votu gröf. Lúðrasveitin lék. Kl. 3 ávarp dagsins flutt af Guðfinni Sigurvinssyni. Kl. 3.20 fór fram kappróður og stakka- sund ásamt reiptogi. Kl. 5 fór fram knattspyrna milli skip- stjóra og vélstjóra ásamt stakkaboðhlaupi á íþróttavellinum. Kl. 10 hófust dansleikir í 3 samkomu- húsum: Aðalveri (gömlu dansarnir), Sam- komuhúsi Njarðvíkur (nýju dansarnir) og Ungmennafélagshúsinu (gömlu dansarn- ir). Merki dagsins voru seld allan daginn. Urslit í hinum ýmsu keppnisgreinum dagsins urðu sem hér segir: Kappróður. Atta svetir kepptu þar af tvær unglingasveitir. Unglingasveit Njarðvíkur sigraði, stýri- maður Magnús Sigmundsson. I kappróðri karla sigraði sveit Harðar Falssonar. Róðrarsveit karla úr Njarðvíkum lagði blómsveig á sjóinn til minningar um þá bræðurna Einar og Sævar Þórarinssyni og frænda þeirra, Eggert Karvelsson, sem fórust að kvöldi hins 3. maí s. 1. með mb. Maríu frá Njarðvíkum. I stakkasundi sigraði Karl Guðfinnsson. I reiptogi á milli bryggja sigraði sveit Harðar Falssonar, í boðsundi sigraði sveit Björns Jóhannessonar. I knattspyrnu urðu vinningar jafnir, en skipstjórar hlutu bik- arinn með hlutkesti. Afreksbikar dagsins hlaut að þessu sinni Ingólfur Falsson. Segja má, að dagskráratriði Sjómanna- dagsins færu vel fram, þrátt fyrir óhagstætt veður, sem eðlilega dró nokkuð úr þátttöku almennings. Verðlaunaafhending fór fram kl. 10 um kvöldið í Ungmennafélagshús- inu. Sjómannadagsráð hefur beðið blaðið að koma á framfæri þakklæti sínu til allra, sem tóku þátt í hátiðahöldum dagsins og á einn eða annan hátt veittu nefndinni að- stoð sína. F A X I — 103 I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.