Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 13

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 13
Gagnfræðaskóla Keflavíkur nú varð það, sem áður var kvíðvænleg raun — að fylgja slóðinni — að skemmti- legum leik. Þarna hvarf hún undir skafl. Nú var um að gera að ganga beint til þess að hitta á hvar hún kæmi út undan hon- um aftur. Jú, það tókst, þarna var hún. Síðan hvarf hún, kom á ný í ljós, hvarf og kom. Það var því líkast sem hún væri í feluleik. Eða var hún táknmynd þess ör- lagagarns, sem nornirnar spinna? Var hún nálþráður einhverrar ógnarstórrar handar, sem þræddur var í gegnum mjallarbreið- una — þráðurinn, sem líf eins lítils drengs hafði leikið á — sem líf hans lék á, að heiman og heim? Veikur og haldlítill var hætt við hann væri þráðurinn sá. Gott var að koma heim. Ráðskonan hennar mömmu fagnaði mér vel — inni- lega vel. Hafði hún máske verið svolítið hrædd um mig? Hafði ég þrátt fyrir allt verið í lífshættu? Ég gaf henni gætur, svo ckkert bar á. Annars átti sú kona lag á því, að fagna þeim, sem umönnunar þurftu á þann hátt að því varð ekki gleymt. En það er önnur saga. Þegar ég hafði matazt og klæðzt í þurr föt var ég líka hvíldur og glaður. Ég gekk út og gáði til veðurs. Það var bjart og gott. Leikbróðir minn á hinu búinu var að koma úr fjárhúsunum. Ég gekk í veg fyrir hann. Hann mátti svo sem spyrja mig frétta, ef hann vildi. „Fórstu á dorg“ spurði hann um leið og hann stappaði af sér snjóinn. „Já.“ „Varstu nokkuð var?“ „Já.“ Ég stakk höndunum í buxnavas- ana. „Nú, veiddir þú þá?“ „Það var hvorki meira né minna en mokandi tekja á vatninu í dag, skal ég segja þér. Þær rifu í mig alveg vitlausar. Það gerði bara það ofláta veður, að ég hélzt ekki við.“ Svo spýtti ég um tönn langt út í skafl, um leið og ég renndi augunum ósjálfrátt upp eftir nýrri skíða- slóð niður Kvíahólinn. En vestur á heiðinni lágu nokkur frosin tár og báru þögult og ósýnilegt vitni þeirri sögu, sem ekki var sögð úr þessari veiði- ferð. Ef til vill hefur líka lítill drengur, þegar hann hafði lagt höfuðið á koddann um kvöldið og allt var orðið kyrrt og hljótt, rennt klökkum og þakklátum huga til þess, sem lét þokuna birta, hríðina slota og slóðina haldast, svo eftir henni yrði aftur ratað heim. var slitið í kirkjunni í Keflavík fimmtu- daginn 31. maí kl. 2. Athöfnin hófst með því, að sóknarpresturinn, séra Björn Jónsson, las ritningargrein og mælti síðan nokkur orð og flutti bæn. Þá flutti skólastjórinn, Rögnvaldur Sæmundsson, ræðu og afhenti prófskírteini. í skólann voru skráðir 270 nemendur. í 1. bekk 99, 2. bekk 74, 3. bekk 52, 4. bekk 45. Undir próf í 1. bekk gengu 97. Hæstu einkunnir hlutu: Guðbjörg Zakaríasdóttir, 1. A. 8.9G. Sæmundur Rögnvaldsson, 1. A 8,83. Hörður Ragnarsson og Ingunn Jakobsdóttir 8.63. Undir unglingapróf gengu 73. Hæstu einkunnir hlutu: Runólfur Skaftason 8.65. Sigrún Ragnarsdóttir 8.58. Guðrún Sigurðardóttir og Guðrún Einars- dóttir 7.69. I 3. bekk gengu 37 undir venjulegt 3ja bekkjar próf, en 14 undir landspróf. Hæstu einkunnir hlutu: Þuríður Sölvadóttir 8.27. Guðmundur Emilsson 7,85. Þorgerður Aradóttir 7.27. Urslit í landsprófi eru ekki kunn. I 4. bekk gengu 43 undir gagnfræðapróf. Hæstu einkunn hlutu: Margaret Anne Weidler 8.61. Reynir Sveinsson 8.50. Guðný Jónsdóttir 8.28. Margaret er skiptinemandi á vegum þjóð- kirkjunnar. Þessir nemendur hlutu bókaverðlaun: Verðlaun kennarafélagsins, hæstu einkunn á unglingaprófi, Runólfur Skaftason. Fyrir gott starf í þágu félagsmála skólans: Páll Valur Bjarnason, 3 L. Stefán Bergmann Matthíasson, 3 L. Þorgerður Guðmundsdóttir, 4 x. Fyrir frábæra stundvísi og prúða fram- komu: Sigríður Guðbergsdóttir, Rosmary Sigurðardóttir. Fyrir ástundun við nám og ágætan náms- árangur á gagnfræðaprófi: Margaret Anne Weidler. Skrifstofu- og verzlunarmannafélagið veitti verðlaun fyrir frábæran námsárangur í vél- ritun, bókhaldi og reikningi, Margaret Weidl- er hlaut verðlaunin. Félagið hefur ákveðið að veita verðlaun framvegis. Séra Björn veitti verðlaun fyrir ágætis- einkunn í kristinfræði og íslenzku í 1. bekk, er Bjarnfríður Jónsdóttir hlaut. Einnig færði hann Margarít Weidler Passí- sálmana að gjöf frá söfnuðinum í Keflavík. Hjörtur Jónsson veitti ein verðlaun fyrir framsækni í námi og prúða framkomu, þau hlaut Guðmundur Emilsson. Oskar Jónsson flutti ávarp og veitti Ólafi Hrafni Kjartanssyni verðlaun fyrir hæstu einkunn í eðlisfræði. Nemendur í 4 bekk gáfu Margaret mynda- bók af Islandi með nöfnum sínum til minn- ingar um þau. Gagnfræðingar færðu skólanum málverk að gjöf. KAUPUM FISK af dragnótar- og humarbátum. Selj um is. Hraðfrystihús Keflavíkur h.f. F A XI — 97 L

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.