Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 26

Faxi - 01.06.1962, Blaðsíða 26
Keflvíkingar! Gardínuefni Sængurveradamask Léreft 140 cm Léreft 90 cm Léreft 80 cm Náttfataefni Flónel í litum Sumarkjólaefni Blússuefni Skyrtuefni Telpnabuxnaefni Kaki í mörgum litum Blátt nankin Kápupoplín Kvennpeysur Telpnapeysur Herrapeysur Skyrtur hvítar, mislitar Kaupfélag Suðurnesja V ef naðarvörudeild. þessa keppni og koma hér glefsur úr þeim: Vísir: „Urval höfuðborgarinnar hafði lida yfirburði yfir 2. deildar lið. Sanngjörn úrslit hefðu verið 3:2 eða 4:2.“ Þjóðviljinn: „Verður Keflavík næsta stórlið utan Reykjavíkurr“ (Fyrirsögn). Morgunblaðið: „Keflvíkingar skutu Reykvíkingum skelk í bringu.“ Alþýðublaðið: „Reykjavík vann Kefla- vík í jöfnum leik. . . . Sigur Reykjavíkur var sanngjarn, en markamunurinn var of mikill.“ Tíminn: „Keflavíkurliðið kom á óvart með kröftugum og hröðum leik og eftir hann verða þeir taldir líklegastir til að hljóta sæti í 1. deild. . . . Þetta er í fyrsta skipti, sem bæjakeppni milli þessara staða fer fram, en vonandi verður það ekki f síð- asta skiptið — og eins og staðan er nú eru Keflvíkingar verðugir keppinautar.“ H. G. Nokkur hluti fermingarbarna 1962 í Keflavíkurkirkju. — Myndina tók Heimir Stígsson. Fermingarbörn gefa út blað Nú er fermingum nýlega lokið hér á Suðurnesjum og stór og mannvænlegur hópur ungmenna hefur staðfest skírnar- heit sitt. Nokkru áður en fermingar hófust að þessu sinni í Keflavíkur prestakalli, gekkst sóknarpresturinn fyrir því, að láta ferm- ingarbörnin gefa út sérstakt blað, helgað fermingunni. I tilefni af útkomu blaðsins brá ég mér á fund sr. Björns Jónssonar og spurðist fyrir um þessa starfsemi. — Hver er tilgangurinn með þessari blaðaútgáfu ? — Frá mínu sjónarmið er hann a. m. k. þríþættur. I fyrsta lagi er um að ræða öflun tekna í ferðasjóð fermingarbarnanna, í öðru lagi, að einhver hluti teknanna renni til þess að styrkja gott málefni, eftir því sem sóknarprestur og ritstjórn koma sér saman um hverju sinni. Eg hef lengi verið mótfallinn því, að það sem gert er fyrir börnin verði óbeint til þess að ala upp í þeim sjálfselsku og eigingirni og taldi því hyggilegt, að fjáröflunin væri ekki ein- göngu miðuð við þeirra eigin stundar- hagsmuni, heldur fengju aðrir að njóta góðs af henni um leið, sem er uppeldislega þroskandi fyrir börnin. I þriðja lagi gæti slík blaðaútgáfa, ef rétt væri á málum haldið, orðið til þess að skapa meiri festu í sjálfan fermingarundirbúninginn, t. d. með meiri heimavinnu, sem hefði í för með sér sjálfstæða íhugun barnanna á námsefninu, sem reyndar verður alltaf aðalatriðið. — Hvernig hefur svo þessi tilraun heppnazt ? — Mjög vel. — Að vísu hafa heyrzt hneykslunarraddir, en þær eru fáar og hjáróma. Flestir tóku blaðinu vel og marg- ir luku á það lofsorði. — Og hver varð svo hinn áþreifanlegi hagnaður? — Blaðið seldist vel og hagnaðurinn varð kr. 8.730,75. I þessu sambandi vil ég sérstaklega þakka auglýsendum velvild þeirra í garð þessa fyrirtækis og svo almenningi fyrir viðtökurnar. — Lögðu börnin sjálf til mikla vinnu? — Ahugi þeirra og samstarf við mig var eins gott og bezt verður á kosið, enda var hér um að ræða mjög góðan og sam- stilltan hóp fermingarbarna. — Hyggstu halda þessari starfsemi áfram ? — Já, áreiðanlega, enda vænti ég já- kvæðs árangurs meðal barnanna og vax andi skilnings hinna eldri fyrir góðu og þroskavænlegu starfi. H. Th. B. 110 — F a x i

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.