Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1976, Page 18

Faxi - 01.12.1976, Page 18
Elliheimilið í Garðinum, Garðvangur, var formlega tekið í notkun við hátíð- lega athöfn þann 13. nóv. s.l. að við- stöddum mörgum gestum. Meðal þeirra voru yfirmenn heilbrigðismála á land- inu og á Suðurnesjum, sveitastjórna- menn, læknar og forvígismenn samtaka um málefni aldraðra á Suðurnesjum. Haraldur Gíslason, sveitarstjóri í Gerða- hreppi, formaður samstarfsnefndar sveitarfélaganna um elliheimilismál, flutti ávarp og lýsti aðdragandanum að stofnun heimilisins og öðrum þáttum, og er það birt hér í hei Það var um haustið 1974, að fyrst komst til tals, að Gerðahreppur festi kaup á verbúð af hlutafélaginu Gríms- hól í Garði. Eigendur voru fiskverk- endur á staðnum. Húsið hafði þá staðið autt um langt skeið og var ekki sam- komulag um rekstur verbúðarinnar. Húseignin var auglýst til sölu og tókust samningar milli eigenda og kaupenda um veturinn. Hreppsnefnd Gerðahrepps ákvað þann 2. maí 1975 að festa kaup á húseigninni með það fyrir augum, að hugsanlegt væri að þetta gæti orðið aðstaða fyrir aldraða á Suðurnesjum. Var þegar leit- að álits hjá nærliggjandi sveitarfélögum um væntanlega þátttöku í slíkum rekstri yfirvalda fengist. Öllum er ljóst, að æskilegast er að aldraðir geti dvalist sem lengst á eigin heimilum, en sé það ekki fyrir hendi eru dvalarheimilin lausn á vandanum. Þó ber að ýta undir sjálfsbjargarvið- leitni fólks á slíkum stofnunum og efla aðstöðu þess að tómstunda og félags- starfa, annað hvort í heimilunum eða í nánum tengslum við þau. Við athugun á þörfinni fyrir slikar stofnanir var haft til hliðsjónar rit heil- brigðis- og tryggingarmálaráðuneytisins nr. 3/1973 varðandi vistunarþörf heil- brigðisstofnana, en þar er gert ráð fyrir, að þörf fyrir vistunarrými í dvalarheim- ilum á Suðurnesjum sé á tímabilinu 1980—1985, 35—39 rúm, eða staðall vistunarrýmis 322 rúm á 100.000 íbúa GARÐVANGUR — Nýtt elliheimili Vistmenn býð ég velkomna til nýrra heimkynna sagði HARALDUR GÍSLASON í ávarpi sínu við vígslu heimilisins Að máli hans loknu tóku til máls: Matthías Bjarnason heilbrigðismálaráð- herra; Jón Ölafsson formaður rekstrar- nefndar, Ólafur G. Einarsson alþingis- maður; Ingólfur Bárðarson frá Lions- klúbbnum Nirði í Njarðvík, sem afhenti gjöf til heimilisins, litasjónvarp; Þor- grímur Einarsson frá Kiwanisklúbbnum Brú á Keflavíkurflugvelli sem gaf reyk- og eldskynjunartæki o.fl.; Sigrún Odds- dóttir frá kvenfél. Gefn, sem gaf sex lampa; Elsa Líndal frá kvenfél. Njarð- víkur og færði að gjöf vegglampa og klukku; Sesselja Magnúsdóttir forstöðu- kona Hlévangs; Matti Ó. Ásbjörnsson form. Styrktarfél. aldraðra á Suðurnesj- um; Sigurbergur H. Þorleifsson hrepp- stjóri og einnig flutti Guðmundur Finn- bogason frumort kvæði aí*.þessu tilefni. Kvenfélögin á Suðurnesjum og Verka- kvennafél. í Keflavík og Njarðvík voru með kertasölu til ágóða fyrir elliheim- ilið. Við úttekt á húsinu kom í ljós, að húsið hafði verið tekið í notkun haustið 1972 og rekið sem verbúð í rúmt l'/o ár. Húsið var þó langt frá því að vera full búið og var ljóst, að miklar endurbætur þurftu að fara fram á húsinu, bæði utan og innan, til þess að gera það íbúðar- hæft fyrir dvalarheimili og fullnægja ströngustu reglum þar um. Húsið er þrjár álmur, sem mætast í kjarna, þar sem setustofa og borðstofa, samtals 532 ferm. að stærð,teiknað af Rögnvaldi Johnsen. í vesturálmu er nú heilsu- gæslustöð með inngangi og einnig eld- hús, þvottahús, geymslur og kynding. í austur- og suðurálmum eru 22 her- bergi auk skrifstofu og snyrtiherberga. Niðurstöður þessarar úttektar leiddu í ljós, að möguleikar voru á að breyta þessu húsi í dvalarheimili fyrir aldraða, sem væri sjálfbjarga í flestu tilliti, en gætu notið nauðsynlegrar þjónustu sem slíkar stofnanir veita, og árangurinn er sá, sem við sjáum hér í dag. Hér í þessu húsi eru í dag 24 vist- menn og í Keflavík 17, eða samtals 41 og nokkrir á biðlista. Ber því hér nokk- uð á milli í áætlunum um vistunarrým- isþörfina. Niðurstöður þessarar könnunar urðu þær, að húsnæðið mundi henta fyrir 24 —30 vistmenn með miklum stækkunar- möguleikum, ef þörf krefði. Málinu var síðan vísað til samstarfsnefndar sveit- arfélaga á Suðurnesjum, sem kynnti það sveitarstjórnarmönnum. Sveitarfélögin, sem sýndu þessu máli áhuga eru: Kefla- vík, Njarðvík, Miðneshreppur, Vatns- leysustrandarhreppur, Hafnarhreppur og Gerðahreppur. Ákveðið var að senda heilbrigðis- og tryggingarráðuneytinu bréf og óska eft- ir samþykki ráðuneytisins fyrir þessu máli. Bréfið var undirritað af öllum áðurnefndum sveitarfélögum. Hinn 30. júlí 1975 var haldinn fundur með full- trúum frá ráðuneytinu og formleg um- sókn um rekstrarleyfi fyrir dvalar- FAXI — 18

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.