Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 18

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 18
Elliheimilið í Garðinum, Garðvangur, var formlega tekið í notkun við hátíð- lega athöfn þann 13. nóv. s.l. að við- stöddum mörgum gestum. Meðal þeirra voru yfirmenn heilbrigðismála á land- inu og á Suðurnesjum, sveitastjórna- menn, læknar og forvígismenn samtaka um málefni aldraðra á Suðurnesjum. Haraldur Gíslason, sveitarstjóri í Gerða- hreppi, formaður samstarfsnefndar sveitarfélaganna um elliheimilismál, flutti ávarp og lýsti aðdragandanum að stofnun heimilisins og öðrum þáttum, og er það birt hér í hei Það var um haustið 1974, að fyrst komst til tals, að Gerðahreppur festi kaup á verbúð af hlutafélaginu Gríms- hól í Garði. Eigendur voru fiskverk- endur á staðnum. Húsið hafði þá staðið autt um langt skeið og var ekki sam- komulag um rekstur verbúðarinnar. Húseignin var auglýst til sölu og tókust samningar milli eigenda og kaupenda um veturinn. Hreppsnefnd Gerðahrepps ákvað þann 2. maí 1975 að festa kaup á húseigninni með það fyrir augum, að hugsanlegt væri að þetta gæti orðið aðstaða fyrir aldraða á Suðurnesjum. Var þegar leit- að álits hjá nærliggjandi sveitarfélögum um væntanlega þátttöku í slíkum rekstri yfirvalda fengist. Öllum er ljóst, að æskilegast er að aldraðir geti dvalist sem lengst á eigin heimilum, en sé það ekki fyrir hendi eru dvalarheimilin lausn á vandanum. Þó ber að ýta undir sjálfsbjargarvið- leitni fólks á slíkum stofnunum og efla aðstöðu þess að tómstunda og félags- starfa, annað hvort í heimilunum eða í nánum tengslum við þau. Við athugun á þörfinni fyrir slikar stofnanir var haft til hliðsjónar rit heil- brigðis- og tryggingarmálaráðuneytisins nr. 3/1973 varðandi vistunarþörf heil- brigðisstofnana, en þar er gert ráð fyrir, að þörf fyrir vistunarrými í dvalarheim- ilum á Suðurnesjum sé á tímabilinu 1980—1985, 35—39 rúm, eða staðall vistunarrýmis 322 rúm á 100.000 íbúa GARÐVANGUR — Nýtt elliheimili Vistmenn býð ég velkomna til nýrra heimkynna sagði HARALDUR GÍSLASON í ávarpi sínu við vígslu heimilisins Að máli hans loknu tóku til máls: Matthías Bjarnason heilbrigðismálaráð- herra; Jón Ölafsson formaður rekstrar- nefndar, Ólafur G. Einarsson alþingis- maður; Ingólfur Bárðarson frá Lions- klúbbnum Nirði í Njarðvík, sem afhenti gjöf til heimilisins, litasjónvarp; Þor- grímur Einarsson frá Kiwanisklúbbnum Brú á Keflavíkurflugvelli sem gaf reyk- og eldskynjunartæki o.fl.; Sigrún Odds- dóttir frá kvenfél. Gefn, sem gaf sex lampa; Elsa Líndal frá kvenfél. Njarð- víkur og færði að gjöf vegglampa og klukku; Sesselja Magnúsdóttir forstöðu- kona Hlévangs; Matti Ó. Ásbjörnsson form. Styrktarfél. aldraðra á Suðurnesj- um; Sigurbergur H. Þorleifsson hrepp- stjóri og einnig flutti Guðmundur Finn- bogason frumort kvæði aí*.þessu tilefni. Kvenfélögin á Suðurnesjum og Verka- kvennafél. í Keflavík og Njarðvík voru með kertasölu til ágóða fyrir elliheim- ilið. Við úttekt á húsinu kom í ljós, að húsið hafði verið tekið í notkun haustið 1972 og rekið sem verbúð í rúmt l'/o ár. Húsið var þó langt frá því að vera full búið og var ljóst, að miklar endurbætur þurftu að fara fram á húsinu, bæði utan og innan, til þess að gera það íbúðar- hæft fyrir dvalarheimili og fullnægja ströngustu reglum þar um. Húsið er þrjár álmur, sem mætast í kjarna, þar sem setustofa og borðstofa, samtals 532 ferm. að stærð,teiknað af Rögnvaldi Johnsen. í vesturálmu er nú heilsu- gæslustöð með inngangi og einnig eld- hús, þvottahús, geymslur og kynding. í austur- og suðurálmum eru 22 her- bergi auk skrifstofu og snyrtiherberga. Niðurstöður þessarar úttektar leiddu í ljós, að möguleikar voru á að breyta þessu húsi í dvalarheimili fyrir aldraða, sem væri sjálfbjarga í flestu tilliti, en gætu notið nauðsynlegrar þjónustu sem slíkar stofnanir veita, og árangurinn er sá, sem við sjáum hér í dag. Hér í þessu húsi eru í dag 24 vist- menn og í Keflavík 17, eða samtals 41 og nokkrir á biðlista. Ber því hér nokk- uð á milli í áætlunum um vistunarrým- isþörfina. Niðurstöður þessarar könnunar urðu þær, að húsnæðið mundi henta fyrir 24 —30 vistmenn með miklum stækkunar- möguleikum, ef þörf krefði. Málinu var síðan vísað til samstarfsnefndar sveit- arfélaga á Suðurnesjum, sem kynnti það sveitarstjórnarmönnum. Sveitarfélögin, sem sýndu þessu máli áhuga eru: Kefla- vík, Njarðvík, Miðneshreppur, Vatns- leysustrandarhreppur, Hafnarhreppur og Gerðahreppur. Ákveðið var að senda heilbrigðis- og tryggingarráðuneytinu bréf og óska eft- ir samþykki ráðuneytisins fyrir þessu máli. Bréfið var undirritað af öllum áðurnefndum sveitarfélögum. Hinn 30. júlí 1975 var haldinn fundur með full- trúum frá ráðuneytinu og formleg um- sókn um rekstrarleyfi fyrir dvalar- FAXI — 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.