Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1984, Side 10

Faxi - 01.01.1984, Side 10
ATVINNA Skrifstofu- starf Skipaafgreiösla Suöurnesja óskar eftir starfskrafti á skrifstofu frá og meö 6. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 3260. Skriflegar umsóknir berist til skrifstofu Skipaaf- greiöslunnar í Saltsöluhúsinu, fyrir 1. febrúar n.k. Skipaafgreiðsla Suðurnesja sf. PRJÓNAKONUR, ATHUGIÐ Opnum aftur lopavörumóttöku okkar að Iðavöllum 14b. Kaupum eingöngd: Lopapeysur, hnepptar, allar stæröir. Heilar i stæröum extra small og small, XS og S. Móttaka frá kl. 10-12miðvikudagana1., 15. og29. febrúarn.k. ÍSLENZKUR MARKAÐUR HF. ttgsfiaaEff ORDSENDING til launagreiðenda í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu Hér meö er þess krafist af öllum þeim, sem greiða laun starfsmönnum, búsettum hér í umdæminu, að þeir skili nú þegar skýrslu um nöfn starfsmenna, nafnnúmer og heimilisfang. Þá er vakin athygli á skyldu launagreiðanda að tilkynna, er starfsmaður hættir að taka laun hjá honum og einnig þeirri ábyrgð, sem launagreiðandi ber, ef hann vanrækir ofangreint, eða vanrækir að halda eftir af launum starfsmanna upp í þinggjöld samkv. kröfu innheimtumanns. í þessum tilvikum er hægt að innheimta gjöldin hjá launagreiðendum, svo sem um eigin skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu, 10. janúar 1984. FAJCI Utgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 1114. Ritstjóri: Jón Tómasson. Blaðstjórn: Jón Tómasson, Ragnar Guðleifsson, Kristjan A. Jónsson. Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf. Filmu- og plötugerð: Myndróf. Prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar. Ólafur Bjömsson: Vandamál sjávarútvegs- ins hrikaleg Það er ekki nýtt að nokkurrar óvissu hafi gætt í málefnum sjávar- útvegsins á íslandi við áramót, nú eru vandamálin með öðrum hætti en áður og tvímælalaust hrikalegri en nokkru sinni fyrr. Með síaukinni sókn samfara óhagstæðum skilyrðum í hafinu kring- um landið er svo komið að þorskstofninn er nánast hruninn. Samtímis eru flestir nyt jafiskstofnamir mjög veikir svo ekki verður málum bjargað með aukinni sókn í þá. Auk þess getur ekkert komið úr sjó til þess að bæta fyrir þorskinn, sh'ka yfirburði hafa þroskafurðir á mörkuðum. Helst mætti vænta aukins kolaafla og kemur þá að góðu gagni, að nokkur þróun hefur orðið í kolaveiðum síðustu ár og mikil framför í vinnslunni. Vafasamt hlýtur þó að teljast að ætla að taka annað eins stökk í þeim efnum og stjómvöld áætla. Ekki kemur öllum á óvart að þorskstofninn hefur nú látið undan, lengi er búið að vara við gegndarlausri aukningu togaraflotans og miskunnarlausu smáfiskadrápi. Enginn kostur er góður eins og nú er komið og i eins konar óðagoti hefur orðið allgóð samstaða um að grípa til veiðikvóta á öll skip og nær allar fisktegundir og miða við afla síðustu þriggja ára. Það er tiltölulega einfalt að setja aflakvóta á togaraflotann, en að heimfæra slíka reglu á allan bátaflotann er mikið flóknara mál og ekki eru þeir öfundsverðir af verkefninu, sem fengið hafa það til úrlausn- ar. Ljóst er að kvóti með þessu lagi mun bitna hastarlega á þessu svæði, sérstaklega hér fyrir innan skagann, því hér hefur afli verið hlutfalls- lega mjög lítill sl. þrjú ár, jafnvel 1981 þegar víða aflaðist vel miðað við seinni ár. 220 þús. tonna þroskafli mun ekki nægja til fullrar atvinnu, hvort heldur hann er tekinn með kvóta eða öðrum hætti. Fjárhagslega mun þessi staða bitna harðast á smærri stöðum sem lagt hafa í rándýr skipakaup og mikla uppbyggingu í vinnslustöðvum seinni ár. Þar munu jafnvel pennastrik duga skammt, nær lagi væri að tala um málningarrúllu til að þekja bókfærða skuldasúpuna. Undanfarin ár hafa stjómvöld með skipulögðum hætti verið að flytja veiðar og vinnslu frá þessu svæði. Ennþá eru þær þó undir- staðan í atvinnulífinu og nánast eina atvinnugreinin í Grindavík, Sandgerði og Garði. Keflavík og Njarðvík hafa hins vegar orðið í vaxandi mæli verslunar- og þjónustubyggðir, að ógleymdri fjöl- breyttri starfsemi á Keflavíkurflugvelli, sem sífellt fleiri hafa atvinnu af, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Það em því mestar líkur til að Suðurnesin, sem í reynd stóðu öðrum framar í að byggja upp fiskiðnaðinn í landinu megi í vaxandi mæli leita nýrra leiða í at- vinnumálum. Slíkt verður ekki gert með skjótum hætti, en við þessum stað- reyndum verður að bregðast og það hið fyrsta. Við erum svo lánsöm að svæðið býður upp á mikla og fjölbreytta möguleika, sem hægt er að nýta sé framtak og fjármagn fyrir hendi. S______________________________________________________/ 10-FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.