Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 7

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 7
EFTIRMINNILEG SÖNGFÖR TIL FÆREYJA Nú fer starfsári Karlakórs Kefla- víkur senn að ljúka og má segja að það hafi verið með viðburðaríkara móti. Fyrst afmæliskonsert síðan alfabrenna þá konsert í Stykkis- hólmi, síða tveir vor konsertar, svo samsöngur 1. maí, og síðast ferð hl Færeyja, sem er tilefni þessara skrifa minna. Strax eftir áramót var farið að ræða um hvert halda skyldi í söngferðalag í vor. Nokkrir staðir komu til greina og eftir að Færeyjar urðu fyrir valinu var ekki að sökum að spyrja, okkar rögg- sami formaður Jóhann Líndal setti allt í gang, því mikið verk var fyrir höndum að undirbúa og skipu- *eggja ferð rúmlega 100 manna. Eftir að vera búinn að hringja og hafa samband við marga í Færeyj- um, rak Sævar Halldórsson fyrrum Keflvíkingur, og kórfélagi nú bú- settur í Vági á Suðuroy, á fjörur Jóhanns og þar má segja að málið hafi að mestu verið leyst, slík voru viðbrögð Sævars við óskum okkar. Sævar vann mikið og óeigingjamt starf fyrir kórinn bæði fyrir ferðina og eins á meðan á ferðinni stóð, eins og fram kemur seinna. Loks rann upp brottfarardagur 31/5 með sínum föstu liðum, eins og flugi seinkað og svo framvegis. Var flogið í tveim flugvélum til Egilsstaða, síðan ekið í rútu niður á Seyðisfjörð, þar var gengið um borð í Norröna, og vom menn fegnir að komast úr rigningunni. Brottför Norröna átti að vera kl. 1 e.h. en seinkaði um 1 klukku- stund, vegna veisluhalda í tilefni 10 ára afmælis Smyrilline. Ferðin frá Seyðisfirði til Þórshafnar gekk vel, þó bræla hafi verið alla leiðina og sjóveiki hafi gert mörgum lífið leitt. Höfð var æfing um daginn og síðan var sungið fyrir farþega um kvöldið, í næturklúbb skipsins. Komið var til Þórshafnar snemma um morgun, og biðu rútur á bryggjunni, til að flytja fólkið upp að Hotel Foruam. Nokkur bið var eftir herbergjum, gerði fólk sér ýmislegt til dundurs meðan beðið var. Klukkan 2 var böðað til fund- ar, þar var mættur Sævar Halldórs- son, afhenti hann öllum dagskrá sem hann útskýrði síðan í smá- atriðum. Dagskrá þessi var að öllu leyti undirbúin og samin af hon- um. A umræddum fundi var einnig mættur Hjörleif Kuperg, lýsti hann landi og lifnaðarháttum í stuttu máli. Fór hann síðan með eig- inkonur kórmanna um Þórshöfn. Að sögn þeirra var ferðin mjög fróðleg. Var skoðaður elsti hluti Þórshafnar, einnig var skoðaður staður sem Tinganes kallast og var þingstaður til foma, ennfremur var skoðuð 30 ára gömul bruna- rúst, eftir mestu íkveikju sem framin hefur verið í Þórshöfn, þá var einnig kveikt í Hotel Foruarn- ar og brann þar fjöldi manns inni. A meðan konumar vom í skoð- unarferðinni var æfing hjá karla- kómum á hótelinu. Einnig var æfing í Norræna húsinu með fær- eyskum karlakór, sem heitir 8. mars en þá var kórinn stofnaður. Stjómandi þess kórs var Ólafur Hátún. Um kvöldið var sungið í Nor- ræna húsinu fyrir troðfullu húsi og sungum við þar sem gestir á kór- móti Færeyinga. Var okkur vel tekið og þurfti kórinn að syngja mörg aukalög. Á sunnudagsmorg- un fórum við með rútu frá hotel- inu, að Smyrli sem flutti okkur til Klakksvíkur. Nokkur veltingur var vegna straums á milli eyja. Með Smyrli í þessari ferð var mikið af kappróðrabátum og áhöfnum þeirra, því keppa átti í róðri í Klakksvík, og er það áfangi í landskeppni, sem haldin er víðs vegar um eyjamar allt sumarið, og vinnur sú sveit sem hefur flest stigin eftir sumarið. Þennan dag vom há- tíðarhöld í Klakksvík, sem vom áþekk Sjómannadeginum hér, en er hann kallaður Vordagur hjá þeim. Klakksvík er nokkuð stór fiski- mannabær, og má segja að hann sé SOFLENS BAUSCH & LOMB GlerougnQverslun KGflQvíhur bvður upp á hinar viðurkQnndu SOFLENS linsur frá Bousch Si Lomb GieRRUGNRVeRSlUN KeFLfiVÍKUR HflfNHRGÖTU 17 — K6FIAVÍK FAXI-175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.