Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 10

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 10
nú stóð til ferð í heimabyggð Sævars í Vogur á Suðurey. Þegar snæddur hafði verið morgunverð- ur var ekið með rútum frá hótelinu niður að höfn, þar sem Smyrill beið tilbúinn að flytja okkur til Suðureyjar. Sú ferð gekk vel þrátt fyrir nokkurn velting, vegna straums á milli eyjanna. Þegar til Vogs var komið biðu nokkrar smárútur á bryggjunni tilbúnar að flytja okk- ur að íþróttahúsinu, sem stóð að- eins utan við bæinn. Hús þetta var mikið og skemmtilegt mannvirki. Þá beið okkar uppdekkað borð og virtist hvergi til sparað. Meðan menn sátu undir borðum kvaddi formaður sér hljóðs og þakkaði góðar móttökur, ennfremur til- kynnti hann að einn af meðlimum kórsins ætti afmæli þennan dag og það stæði meira að segja á tug. Þögn sló á hópinn, menn litu hver á annan. Þá gall einhver við að Sigrún væri 10 ára, en hún er dóttir Ragnheiðar Skúladóttur undir- leikara kórsins og Sævars Helga- sonar, sem syngur í öðrum bassa, ósjaldan stendur hún við hlið hans á æfingum og syngur með fullum hálsi. Eftir borðhald var farið í skoðunarferð um eyjuna, sem varð styttri en til stóð vegna tíma- skorts og slæms skyggnis. Nú fóru menn að undirbúa sig fyrir messu. En ákveðið hafði verið áður en við fórum frá íslandi að við sæum um allan söng við þessa messu. Dansk- ur biskup messaði og kom hann með organistan með sér. Ég tel að þessi stund í kirkjunni hafi verið hápunktur ferðarinnar. Ekki síst hvað söng sneti. Að lok- inni messu var ekið aftur að mikillar veislu í Vágsklubbu og var það samdóma álit manna að aðra eins veislu hefðu þeir ekki setið áður. Kunnugur maður sagði mér að stór hluti kvenþjóðar staðarins hefði lagt hönd á verkið. Stóð veislan fram undir morgun. Eftir veisluna var ekið til Tvor- eyrur, þar sem Smyrill beið okkar og átti fólkið frátekna klefa frá því fyrr um daginn og fór fólk almennt að sofa, þegar um borð kom. Þeg- ar við vöknuðum var Smyrill kom- inn til Þórshafnar. Eftir þessar ferðir var talið rétt að gefa fólki frí frá söng og fastri dagskrá, þar sem margir vildu fá að heimsækja vini og ættingja. Þó var sunginn kon- sert fyrir hótelgesti á mánudags- kvöldið. Þeir sem ekki fóru í heim- sóknir fóru í skoðunarferðir, sem hótelið bauð upp á. Það voru ánægðir ferðalangar sem lögðu af stað með Norröna frá Þórshöfn áleiðis til Seyðisfjarðar, og ekki spillti það heimferðinni hinn spegilslétti sjór alla leiðina. Kórinn kvaddi Þórshöfn með söng á þilfari. Fararstjórar virtust sjálfskipaðir í jjessa ferð, þeir Jóhann Líndal og Oli Þór Hjaltason, eiga þeir mikið þakklæti skilið fyrir röggsama far- arstjóm, sem lýsir sér kannske vel í því að er tæpur helmingur hópsins þurfti að bíða í 8 tíma á Egilsstöð- um eftir flugfari höfðu þeir tryggt okkur rútu, til að aka okkur í skoð- unarferð um Hérað og Borgar- fjörð eystri. Þessi ferð sannaði það einu sinni enn hvað söngur skapar heilbrigt andrúmsloft og tengir menn sterk- um böndum, þar sem hópur manna vinnur að sama verkefninu og allir gera sitt besta. Ég vil að lokum þakka öllum sem í ferðinni voru fyrir ánægjulega samfylgd, svo og Sævari Halldórssyni fyrir frábært skipulag og undirbúning. Ólafur B. Erlingsson Konsert í Klakksvík. Greinarhöfundur Ólafur R. Erlingsson til vinstri í breikdansi með félaga sínum Óla Þór; en 2. bassi sú gjarnan um skemmtiatriði milli þátta. íþróttahúsinu, þar sem sunginn var konsert að viðstöddu fjöl- menni. Voru undirtektir frábærar, varð kór og einsöngvarar að syngja mörg aukalög við mikinn fögnuð. Að konsert loknum var boðið til Sorpeyöingarstöö Suöurnesja Sorpeyðingarstöð Suðurnesja er opin sem hér segir: Mánudaga - föstudaga kl. 13 - 22. Laugardaga kl. 08-16. Lokað á sunnudögum. Að gefnu tilefni er rétt að brýna fyrir fólki, að bannað er að fleygja rusli við hlið stöðvarinnar. Umgengni lýsir innri manni. Sorpeyöingarstöö Suöurnesja 178-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.