Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 14

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 14
Við borðhaldið annaðisl Guðmundur Björgvin kynningu œttmenna. Við hlið hans stendur kona hans Guðrún Lovísa Magnúsdóttir. Ljósm. J. T. og kynnast innbyrðis, og reyna að glöggva sig á því, hverjir voru for- feður okkar og formæður, síðan að standa augliti til auglitis við af- komendur þeirra, sem nú eru hér samankomin og gera sér grein fyrir því, hver sé hvað. En það verður gert síðar í dag, þar sem persónu- kynning verður í samkomuhúsinu í Sandgerði, meðan setið verður við kaffiveitingar. Að sjálfsögðu verður að tak- marka upptalningar ættingja aftur í tímann, um uppruna þess, þó nóg sé af að taka, því við höfum ætt Einars í Endagerði allt aftur til árs- ins 700, og þar með Danakon- unga. En það sem hér á eftir verður kynnt, er hvorki sett fram sem ætt- artal eða niðjaskrá, því til þess er ég ekki nægilega kunnur um nöfn, tímasetningar eða tölur, fremur verður gerð tilraun til að stikla á stærstu atriðum sem máli skipta og standa okkur næst. Eg bið velvirð- ingar á því, ef nöfn og ártöl eru ekki rétt að mati þeirra sem betur vita, en það er þá af því að ég veit ekki betur. Einar Jónsson frá Endagerði, afi og langafi þeirra tveggja ætt- liða, sem hér eru, en þar sem Einar var tvíkvæntur, þá skiptist þessi hópur um sitt hvora ömmu og langömmu. Einar var f. 5. maí 1850, d. 26 sept. 1898 þá 48 ára að aldri. faðir hans var Jón bóndi, skipasmiður og hreppstjóri á Hópi í Grindavík f. 1816 að Kirkjuvogi í Höfnum, hans faðir Hafliði Sigurðsson í Kirkjuvogi. Kona Jóns Hafliðasonar var Gróa Þórðardóttir frá Jámgerða- stöðum í Grindavík. Þau giftust 16. nóv. 1843 og var það séra Geir Bachmann á Stað í Grindavík sem giftu þau. Gróa Þórðardóttir átti albróður Sveinbjöm stórbónda, er bjó í Sandgerði, hans kona var Margrét Guðmundsdóttir f. 1820, d. 8. júní 1862, börn þeirra vom 6, er upp komust, þar á meðal Einar f. 1860, tók við Sandgerði af föður sínum, en fluttist þaðan 1916 til Rvíkur d. 29. júlí 1937. Einar Sveinbjömsson í Sand- gerði b jó þar samtímis Einari Jóns- syni í Endagerði, og var því stutt bæjarleið í milli frændanna. Systir Einars í Sandgerði var Gróa Sveinbjamardóttir f. 1844 d. 14. ág. 1915. Um Gróu segir Gísli Brynjólfsson í Staðhverfingabók- inni „Mannfólk mikilla sæva“: ,,fs- leifur Einarsson prestur á Stað í Grindav. 1868-1871, kvæntist Karólínu Þorbjamardóttur 1869, og var hún 19 ára, en skamma stund naut Staðarprestur sinnar ungu konu, hún lést 3. okt. sama ár. Árið eftir kom ráðskona til séra ísleifs, Gróa Sveinbjamardóttir, hún var dóttir eins mesta auð- manns á Suðumesjum, Svein- bjöms Þórðarsonar í Sandgerði og konu hans Margrétar Guðmunds- dóttur, þau voru bæði ættuð úr Grindavík. Þegar Gróa tók að sér að standa fyrir hinu húsmóðurlausa heimili Staðarklerksins, var hún hin mesta myndarstúlka, forkur dugleg og fyrirhyggjusöm. Var þá ætlað að ekki hði á löngu áður en hún settist í maddömusæti í Grindavík. En svo varð ekki. Vorið eftir þ. 1. apr. 1871 ól Gróa bam, ísleifur var fað- ir þess. Fyrir þetta brot sitt hlaut hann að sleppa prestskap þetta sama vor, og fimm dögum eftir að dóttur þeirra Gróu var skírð í Staðarkirkju, var sr. ísleifur leyst- ur frá starfi. Hann fluttist til Reykjavíkur, og dóttirin sem hlot- ið hafði nafnið Karolína Margrét Sigríður fylgdi föður sínum, en ólst upp hjá Onnu föðursystur sinni og manni hennar Valgarði Breiðfjörð kaupmanni. Karóh'na giftist síðan prófessor Guðmundi Hannessyni, en það er af Gróu Sveinbjamardóttur að segja, að hún giftist Magnúsi Stef- ánssyni frá Stórugröf í Skagafírði. Þau bjuggu í Klöpp á Miðnesi. Eftir lát Magnúsar bjó Gróa þar við mikla rausn, dugnað og fram- sýni. Hún dó hjá Karóhnu dóttur sinni í Reykjavík 14, ágúst 1915,71 árs að aldri.“ Þannig segist Gísla Brynjólfssyni í áðumefndri Stað- hverfmgabók. Einar Svinbjömsson bróðir Gróu, átti 5 böm: Guðrún, Magnea, Jónína, Ingibjörg og Sveinbjörn, sem dmknaði ungur, og öll em þessi systkin látin. Ein þeirra systranna var þekkt í Kefla- vík undir nafninu Guðrún í Bakar- íinu, var tengdamóðir Hélga S. Jónssonar alþekkts listamanns hér á Suðumesjum (nú látinn). Kona Hafhða Sigurðssonar og amma Einars í Endagerði, var Iðunn Hafliðadóttir frá Kirkju- vogi í Höfnum. Hafhði og Iðunn giftust í Kirkjuvogi 16. des. 1816. Til gamans má geta þess að svara- maður hjónaefnanna var Hákon Vilhjálmsson lögréttumaður í Kirkjuvogi, og sá hinn sami, sem fékk konungsbréf Jömndar hundadagakonungs, til að fá að giftast annarri konu, að hinni hf- andi og án skilnaðar við hana, og var hann því löglegur eiginmaður beggja. Við þetta má einnig bæta, að sonur Hákonar, Vilhjálmur Há- konarson dannibrogsmaður varð fyrir því 1870, að dóttir hans Anna var numin á brott sem brúðarefni, af séra Oddi Gíslasyni síðar presti á Stað í Grindavík, sem var um margt einn merkilegasti prestur á Suðumesjum á sinni tíð. Iðunn og Hafhði bjuggu fyrst í Kirkjuvogi í 3 ár en fluttu síðan um 1819 að Kotvogi í Höfnum, þar til þau fluttu að Hópi í Grindavík 1828. Eitt þeirra 5 bama var Jón faðir Einars í Endagerði, og var hann elstur, næst honum var Neríður, hún giftist 23. des. 1846 Jóni Magnússyni Bergmann, og þeirra sonur var Magnús Berg- mann síðar hreppstjóri á Miðnesi í áratugi. Þetta er sama Bergmanns- ættin, sem en er í Fuglavík í Mið- neshrepp, einnig Keflavík og víð- ar. Onnur börn Iðunnar og Hafliða vom, Katrín og Þómnn og yngstur var Sigurður, og mun hann hafa verið fyrir búi móður sinnar eftir að faðir hans Hafliði dó 1844, þar á Hópi dó einnig Iðunn 24. sept. 1881 70 ára að aldri. En þá voru tekin við búi þar Jón Hafliðason og Gróa Þórðardóttir. Þau Jón og Gróa eignuðust tvo syni Einar og Hafhða. Hafhði gift- ist Guðrúnu Þórhallsdóttur 30. okt. 1871 og byrjuðu þau þá bú- skap að Hópi. Sagt er að Hafliði hafi gefið konu sinni 80 ríkisdali í morgungjöf, og þótti það rík- mannlegt af ungum manni í þá daga. Einar giftist Sigríði ísleifsdóttur 10. okt. 1872, en Sigríður kom vinnukona að Hópi árið áður, þá 19 ára, og kvæntist Einari ári síðar. Einar byrjar búskap á Hópi ásamt bróðir sínum, og 1873 eru foreldrar þeirra komin í homið til þeirra eins og kallað er, þ.e. hætt að búa, og er Gróa hjá Hafhða syni sínum og Jón hjá Einari. Árið 1874 flyst allt þetta fólk frá Hópi til Suðumesja, Gróa fór með Hafliða, sem fór að Gauksstöðum í Gerðahrepp, en síðan að Húsa- tóftum í sama hrepp og þar lést Gróa Þórðardóttir26. jan. 1897,77 ára að aldri. En Jón fylgdi Einari syni sínum, sem settist að fyrst í Norður-Tjamarkoti og síðar að Endagerði í Miðneshreppi. Einar Jónsson var tvíkvæntur eins og áður segir, fyrri kona hans var Sigríður ísleifsdóttir f. 20. júm' 1852 að Efri-Mörk á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu, þau eignuðust 5 böm, tvö dóu ung en þrjú er upp komust, þau voru: Gróa Bjamey f. 6. nóv 1873, d. 5. des. 1936 bjó í Norðurkoti í Miðneshrepp, henn- ar fyrri maður Gestur og seinni maður Guðmundur Gíslason. Jón Einarsson f. 8. jan. 1875, d. 30. jan. 1920, bjó á Brunnastöðum í Vatnsleysustrandarhreppi, hans kona Margrét Pétursdóttir. FRAMHALD Á BLS. 218 182-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.