Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 45

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 45
Frá hátíðarguðþjónustunni í Keflavíkurkirkju 17. júní. Á myndinni eru Böðvar Pálsson meðhjálpari, skátinn Lárus F. Guðmundsson, sem ásamt öðrum skáta onnaðist ritningarlestur og séra Agnes Sigurðardóttir œskulýðsfulltrúi þjóðkirkj- unnar, sem annaðist messugjörðina. Stœrsti fáni á íslandi. Keflvíkingar telja sig eiga stœrsta fána á landinu. Hér bera skátar hann frá kirkju að 17. júní stönginni en þar blaktir hann aðeins á þjóðhátíðar- daginn. Ljósm. Heimir. 17. JÚNÍ í KEFLAVÍK Þjóðhátíðarhöldin í Keflavík hófust að venju með guðsþjónustu í Keflavíkurkirkju kl. 13. Séra Agnes Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar messaði og mun það vera í fyrsta skipti sem kona messar í Keflavíkurkirkju. Frá kirkju gengu skátar að venju með þjóðhátíðarfánann í farar- broddi skrúðgöngu í Skrúðgarðinn. Þar dró Margeir Jónsson útgerðar- maður þjóðhátíðarfánann að húni. Formaður þjóðhátíðamefndar Svanlaug Jónsdóttir, setti hátíðina með ávarpi, Ingólfur Halldórsson aðstoðarskólameistari flutti ræðu dagsins og Guðný Bachmann ávarp fjallkonunnar. Meðal annarra skemmtiatriða var söngur Karlakórs Keflavíkur, undir stjórn Steinars Guðmundssonar með undirleik Ragnheiðar Skúladóttur og Steinn Erlingsson söng einsöng við undirleik Unu dótt- ur sinnar. Kynnir hátíðardagskrárinnar var eins og undanfarin ár Ámi Ólafs- son. ÞJÓÐHÁTÍÐARRÆÐAINGÓLFS HALLDÓRSSONAR Áhrifin frá lýðveldisstofnuninni árið 1944 eru mér ennþá mjög í minni, þó að ég væri aðeins 16 ára unglingur þá. Þjóðin fagnaði innilega fengnu sjálfstæði, hún hafði rétt úr kútn- um fjárhagslega, jafnvel safnað gjaldeyrissjóðum, veðursæld var SEMI Gagnkvæm tillitssemi allra vegfarenda, akandi, hjólandi, ríö- andi og gangandi, er veiga- niikið atriði í vel heppnaðri ferð. UMFÉROAR RÁO einstök nær allt sumarið, síldveið- ar sem og aðrar veiðar gengu mjög vel og allir höfðu næga atvinnu. Menn voru fullir bjartsýni og það var vorhugur yfir íslenskri þjóð. En víkjum að heimabyggð okk- ar, Keflavík. — Árið 1944 voru íbúar hér aðeins 1616 talsins og Keflavík dæmigerður fiskibær. Lífsbjörgin var einkum sótt til sjávarins á litlum fleytum að vísu vélknúnum, en vinnuálagið var mikið, nánast allt unnið með höndunum án hjálpar þeirrar vél- tækni sem við þekkjum í dag. En menn undu yfirleitt glaðir við sitt, þekktu ekki annað. Á næstu áratugum var mikil gróska og mikið um atvinnu í Kefla- vík og árið 1960 hafði íbúafjöldinn nær þrefaldast á aðeins 16 árum, orðinn 4700 manns. Hér hafði ver- ið reist myndarlegt sjúkrahús og nýr barnaskóli byggður, stofnaður gagnfræðaskóli, reist íþróttahús við barnaskólann og fleira og fleira. Við þessa gífurlegu út- þenslu bæjarins jókst gatnakerfið mjög, en engar götur voru þá með varanlegu slitlagi. Með aukinni Ingólfur Halldórsson. bílanotkun voru göturnar oft í heldur ömurlegu ástandi, pollóttar og forugar. í lok sjötta áratugarins var hafist handa um malbikun fyrstu götunnar í Keflavík, Hafn- argötunnar, og var það mikil breyting. Bátamir höfðu stækkað og aðbúnaður allur á þeim batn- að. Þá var algengt að meðal afli þessara báta á vetrarvertíð væri 8-9 tonn í róðri og fjöldi þeirra fimm- tíu til sextíu. Fyrir kom í aflahrot- unum að fiskur stæði út úr fullum móttökuplássunum og unnið væri fram til þrjú að nóttu jafnvel dag eftir dag. Þá var mikið h'f og fjör í kringum þessi athafnarsvæði bæði í frystihúsunum og saltfiskverkun- arstöðvunum. Samhliða þessu efldist ýmis þjónustuiðnaður og verslun. Og áfram hélt þróunin. í umhverfismálum höfum við náð þeim árangri að nánast allar götur bæjarins em með varanlegu slit- lagi, opin svæði og einkalóðir snyrtar og skreyttar og er bærinn sífellt að taka á sig hlýlegri og feg- urri blæ. Sterkur þáttur í þróun mála hér á Suðurnesjum á síðustu árum er hið mikla samstarf sem tekist hefur með sveitarfélögunum við lausn ýmissa sameiginlegra hagsmuna- mála. Ég nefni sem dæmi heilsu- gæslumál, skólamál, bmnavamir, sorpeyðingu, hitaveitu og fleira. — Það er hreint ekki sjálfgefíð að ná samstarfi um slík mál milh sjö sveitarfélaga með ólík sjónarmið. Slíkt samstarf er næsta óþekkt ann- arsstaðar á landinu, þó að reynt sé að koma því á. Að þessu leyti hafa FAXI-213
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.