Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 17

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 17
¥i\>a Útgefandi: Málfundafélagið Faxi. Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sírni 1114. Ritstjóri: Jón Tómasson. Blaðstjórn: JónTómasson, Ragnar Guðleifsson. Kristján A. Jónsson. Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf. Filmu- og plotugerö: Myndróf Prentun og bókband: Prentstofa Ci. Bcnediktssonar HELGIHÓLM: Landsmót UMFÍ haldiö í Keflavík — Njarövík Þessa dagana halda ungmennafélögin í sameiningu LANDSMÓT. Landsmót ÚMFÍ eru fyrir löngu búin að vinna sér veglegan sess, bæði sem stórkostleg íþróttahátíð og sem útivistar- og fjölskylduhátíð. Það hefur verið skemmtilegt, að fylgjast með þeim framkvæmdum sem unnið hefur verið að á undanfömum mánuðum. Bæirnir og íbúar þeirra vilja allt til vinna, að gestir fari frá mótinu með minningu um skemmtilega og snyrtilega bæi. Ég efast ekki um, að það mun takast. íþróttamannvirki eru sjaldnast byggð til einnar náttar. Svo verður þó með sundlaug í Njarðvík, því svo vel vill til, að nægilega góða keppnis- laug má setja upp fyrir mót sem þetta. Önnur íþróttamannvirki sem upp hafa risið og munu þjóna íbúunum í framtíðinni, eru t.d. búnings- klefar við íþróttavöllinn í Njarðvík, hlaupabrautir íþróttavallarins í Keflavík og áhorfendapallar í íþróttahúsinu í Keflavfk. Ahugi fólks á íþróttum er æði mismikill. Til eru þeir sem finnst lítið til íþrótta koma og gera góðlátlegt grín að þeim sem þær stunda. Virðast þeir halda, að íþróttir séu eitthvað sem menn hafi fundið upp á síðustu tímum. Því fer nú alls fjarri. Iðkun íþrótta er sennilega jafn gömul mannkyninu. Oft voru íþróttir og leikar fommanna bein æfing fyrir hið daglega líf og baráttuna við að afla sér og sínum viðurværis. I dag eru okkur íþróttir nauðsynlegar af nokkuð öðrum orsökum. Aldur fólks fer sífellt hækkandi, tómstundir aukast, kyrrseta eykst. Svona mætti lengi telja. Ein besta vöm við ótímabærri hrömun líkamans er hæfileg líkamsæfing, þ.e. að stunda íþróttir. í dag eru íþróttir fyrir alla. Spéhræðsla fólks kemur ekki lengur í veg fyrir, að það láti sjá sig á götum úti í trimmgalia. Lofsvert er framtak þeirra, er hafa staðið fyrir íþróttaiðkun aldraðra, t.d. leikfimi og sundi. Og í dag taka þeir þátt í íþróttum af h'fi og sál, sem áður voru ekki taldir liðtækir sökum fötlunar. Ég vil hér að lokum nefna einn veigamikinn þátt úr starfi íþróttafé- laga, þ.e. að laða áhorfendur að mótum sínum. í skemmtilegri keppni er keppendanum nauðsynlegt að hafa áhorfendur í kring um sig. Það hvetur hann til dáða og áhorfandinn á oft hrífandi stund. Þeir geta ekki án hvors annars verið. Ég vil óska ungmennafélögunum og bæjarbúum til hamingju með LANDSMÓT UMFÍ 1984. Á góðri stund. Karl Guðjónsson og Ragnar Guðleifsson rœðast við. síðar Leikfélag Keflavíkur. Frá þessu tímabili minnist ég þess að ég lék í leikritinu Kjarrtorka og kvenhylli, sem við fórum m.a. með í leikför til Færeyja og hef ég séð einstaklega góða leikdóma úr þeirri för. Það síðasta sem ég lék var svo í leikriti, sem Stefán Bald- ursson setti á svið fyrir okkur og hét Rœtur. í því leikriti lék ég gamlan mann, sem hét Stan Man. Var það skemmtilegt hlutverk. Hann var dálítið drykkfelldur karl- inn og einhverju sinni þegar hann var á heimleið úr heimsókn hjá kunningja sínum þá dó hann á leiðinni. Karlinn virtist hafa verið ansi vel liðinn í sínum heimahög- um, því fólkið hrósaði honum mik- ’ö eftir að hann var dáinn og hugs- aði ég þá með mér: Ja, margur er góður þegar hann er genginn. Þá sat ég skellihlæjandi niðri í kjallara °g hlustaði á mín eigin eftirmæli. Talstöðvar og talstöðvaviðgerðir Eg byr jaði að gera við talstöðvar strax og þær fóru að tíðkast í bát- unum. Var það í óleyfi Landssím- ans, því öllum óviðkomandi hon- um var bannað að vera að fikta við shkt. Ég hugsa að fyrstu talstöðvarnar hafi komið hér í bátana einhvem tíma í kringum árið 1935 og mig minnir að fyrsta talstöðin, sem ég gerði við, hafi verið í m/b Ambimi Ólafssyni hjá Einari Guðbergi. Kom svo að því, að það var orðin svo mikil aðsókn til mín, að fram- kvæma þessar viðgerðir, að ég sagði útgerðarmönnunum, að ég treysti mér ekki til að standa í þessu lengur, nema fá leyfi Lands- símans til þess. Ég væri með þessu að brjóta lög og reglur, sem Landssíminn hefði sett og ég gæti ekki staðið svona í þessu lengur. Þá tóku þrír góðir útgerðar- menn sig saman um að fara til Reykjavíkur, til að athuga þetta mál, því þeir vildu ekki missa við- gerðirnar héðan. Þannig vildi til að þegar þeir komu inn eftir þá var ég þar líka og þegar þeir em að fara upp í Landssímahús til Einars Páls- sonar, sem þá var skrifstofustjóri hjá Landssímanum, þá mæti ég þremenningunum og hvetja þeir mig til að koma með sér. Ég maldaði í móinn og sagði að ég hefði ekkert að gera með þeim, en þeir gáfu sig ekki svo ég lét til leiðast. Svo hitta þeir Einar á skrifstof- unni og segja honum að þá langi til að hafa viðgerðarmann í Keflavík. Spyr hann þá hvort þeir hafi ein- hvern ákveðinn í huga. ,,Já,” segja þeir og benda á mig. ,,Það er einmitt það,” segir hann og hugsar sig um dálitla stund og segir svo að hann skuli athuga þetta mál og fái þeir að heyra frá sér seinna. Ætla ég FRAMHALD Á BLS. 214 FAXI-185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.