Faxi - 01.10.1984, Síða 25
ámaðheilla.... ámaðheilla.... ámaðheilla.... ámaðheilla.... ámað
Tómas Tómasson
forseti
bæjarstjómar
sextugur
Tómas Tómasson forseti bœjar-
stjórnar Keflavíkur varð 60 ára 7.
júlí s.l. Þó það sé ekki ýkja hár
aldur, þá hefur Tómas lagt að baki
langan starfsaldur að málefnum
Keflavíkurbœjar.
Hann var fyrst kjörinn í bœjar-
stjórn fyrir Sjálfstœðisflokkinn árið
1954, þá tæplega þrítugur. Hann
tók strax virkan þátt í starfi bœjar-
stjórnar og var kjörinn í bœjarráð
og á fyrsta fundi þess var hann
kjörinn formaður þess.
Hann sat síðan bœjarstjórn og
bœjarráð til 1962 er hann lét af
störfum. A þessum árum var póli-
tík á Islandi með nokkuð öðrum
hœtti en nú er. Þá voru návígi all-
hörð og hvergi hlíft. Það var því
ekkifyrir hvern sem er að taka þar
þátt í. Það þurfti einlæga sannfær-
ingu og trú á eigin málstað og ekki
sakaði að hafa góða menntun að
styðjast við.
Tómas er einn af fáum lang-
skólagengnum mönnum, sem sest
hafa að á Suðurnesjum. Stúdent
varð hann frá Menntaskólanum á
Akureyri 1943 með 1. einkunn og
cand. juris frá Háskóla Islands
1950, einnig með 1. einkunn. Það er
svo sem ekki að undra þó Suður-
nesin hafi togað í manninn. Hann
er fæddur í Grindavík, sonur hjón-
anna Tómasar Snorrasonar, kenn-
ara og útvegsbónda sem þá bjó á
Járngerðarstöðum í Grindavík og
konu hans Jórunnar Tómasdóttur.
Tómas hefur alla tíð litið á Suð-
urnes sem eina byggð. Hans
áhugamál er að byggðirnar verði
eitt sveitarfélag og þegar hann held-
ur rœður um málið, mætti halda að
þar vœri trúboði á ferð, eða templ-
ari, svo mikill er sannfæringar-
krafturinn.
En Tómas er hvorki trúboði né
templari í eiginlegum skilningi, þó
aldrei hafi ég heyrt nokkurn mann
tala jafn sannfærandi fyrir bindindi
og hann og sannarlega er hann trú-
maður góður.
Tómas hefur öðlast margbrotna
lífsreynslu. Hann var eins og flestir
unglingar á Islandi á hans ungl-
ingsárum alinn upp við sjósókn og
störf sem unnin voru hörðum
höndum, en gekk þó til mennta.
Að námi loknu vann hann við al-
menn lögfræðistörf og fasteigna-
sölu og gegndi ritstjórnarstörfum
við blaðið íslending á Akureyri
árin 1950-51 og var fulltrúi hjá
Bæjarfógetaembættinu í Keflavík
frá 1954-61. Fram til ársins 1974
rak Tómas lögfrœðiskrifstofu og
fasteignasölu auk annarra starfa
svo sem fyrir Aðalstöðina í Kefla-
vík o.fl.
Hinn 1. maí 1974, var Tómas
ráðinn Sparisjóðsstjóri í Keflavík
ásamt Páli Jónssyni og hefur hann
starfað þar til þessa dags. I því
starfi hefur Tómas aflað sér verð-
skuldaðrar virðingar og vinsœlda
hjá íbúum á Suðurnesjum. Undir
forystu þeirra félaga, hefur sú
stofnun eflst og er hún stærsta
peningstofnun á Suðurnesjum og
Sparisjóðurinn í Keflavík er nú
stærsti sparisjóður landsins.
En þrátt fyrir jxid hefur Tómas
tnarkað sín dýpstu spor í málefnum
Keflavíkur með þátttöku sinni í
stjórnmálum. Kannski fæddist
hann með þessa áráttu. Það er ekki
ólíklegt, en allavega er það víst að á
sínum háskólaárum er Tórtias farinn
að taka opinberan þátl í pólitík og
hann var formaður stúdentaráðs
1947-48. Eflaust hafa ,,málin verið
rædd“ þegar fjölskylda Tómasar
kom saman því ekki eru allir þar af
sama , ,sauðahúsi“ í pólitík. Tómas
er einlgæur sjálfstæðismaður fylgj-
andi frelsi einstaklingsins en harð-
ur andstæðingur einrœðis og of-
stjórnar. Árið 1970 velst Tómas á
ný til starfa í bœjarstjórn Keflavík-
ur fyrir Sjálfstœðisflokkinn og þá
sem leiðtogi flokksins. Undir for-
ystu hans hefur fylgi flokksins í
Keflavík vaxið. Fullvist er að þar
hafa hinar persónulegu vinsældir
Tómasar átt stóran þátt í. A fyrsta
fundi bæjarstjórnar, að afloknum
kosningum 1970, var Tómas kjör-
inn forseti bæjarstjórnar og það
hefur hann verið alla tíð síðan og er
enn. Forseti bæjarstjórnar er kos-
inn árlega og oftast hefur Tómas
verið kjörinn með öllum greiddum
atkvæðum. S.l. 14 ár hefur hann
einnig setið í bœjarráði. Allt of
langt mál er að telja upp hér þau
veigamiklu mál sem Tómas hefur
leitt eða stutt til sigurs, en þau eru
mörg.
Auk stjórnmálaafskipta hefur
Tómas tekið virkan fxitt í félagslífi
og umdœmisstjóri Lionshreyfing-
arinnará Islandi varhann 1960-61.
Það er sagt að baki farsæls
manns standi góð kona. Tómas
giftist 1952 Halldísi Bergþórsdóllur
sem hefur búið fx'irn hjónum hið
besta heimili sem er bœði látlaust
og einkar vinalegt. Þar hafa þau
hjón sinn griðastað, sem nauðsyn-
legur er öllum mönnum til að hvíl-
ast og safna kröftum til nýrra
átaka.
Þau hjónin eiga fjögur mann-
vænleg börn, Jórunni, Höllu,
Bergþóru og Tómas.
Sextugsafmæli Tómasar er tilefni
þessara skrifa, en einnig gott tœki-
fœri til að þakka honum góða við-
kynningu og traust.
Eg óska Tómasi og fjölskyldu
hans alls hins besta í framtíðinni.
Steinþór Júlíusson.
Tómas Tómasson forseti bœjar-
stjórnar Keflavíkur varð sextugur
hinn 7. júlí s.l. Tómas er Grindvík-
ingur að ætt og uppruna, fæddur á
Járngerðarstöðum. Menntun sína
sótti Tómas í Menntaskólann á
Akureyri, en að stúdentsprófi
loknu fór hann í lögfræði í Háskóla
Islands og útskrifaðist þaðan 1950.
Tómas hófungur afskipti afstjórn-
málurn, sat í stúdentaráði fyrir
Vöku og 1954 var hann kosinn í
bœjarstjórn Keflavíkur fyrir at-
beina Sjálfstæðismanna. Og þar
hefur hann setið, að vísu ekki óslit-
ið en með litlum hléum síðan.
Sparisjóðsstjóri í Sparisjóðnum í
Keflavík ásamt Páli Jónssyni hefur
Tómas verið síðan 1973. 1 störfum
sínum, hvort heldursem yfirmaður
stórrar peningastofnunar, ellegar
sveitarstjórnarmaður er Tómas
gætinn og tillögugóður og hefur
á umliðnum árum skapað sér
óvenjulegar vinsældir og traust.
Sem undirsáti bæjarráðs Keflavík-
ur hefi ég átt langt og gott samstarf
við Tómas og Hilmar Pétursson.
En eins og flestir bæjarbúar vita
hafa þeir setið í bæjarráði síðasta
áratuginn ásamt Olafi Björnssyni.
En það er líka á öðrum vettvangi
sem leiðir okkar hafa legið saman.
1 Keflavík er mikið og öflugt félags-
starf. Mörg þessara félaga byggja
eingöngu á frjálsu framtaki og
áhuga félagsmannanna. Við bakið
á þessum félögum hefur Sparisjóð-
urinn stutt beint og óbeint. Eg
minnist í því sambandi þegar ég var
formaður Leikfélags Keflavíkur og
átti í erfiðleikum með að greiða
dýrt Ijósaborð, hve þeir Páll og
Tómas litu mildum augum auglýs-
ingareikning Sparisjóðsins frá
Leikfélaginu, þar sem smurt hafði
verið verulega á umsaminn taxta.
Þetta er ef til vill smáatriði, en getur
eigi að síður skipt sköpum fyrir illa
stœð félög.
En síðast en ekki síst er þakkar-
verð afstaða Tómasar í áfengismál-
um. Þar hefur hann alltaf staðið
sem klettur gegn vaxandi þrýstingi
áhrifamikilla aðila, sem vilja auka
neyslu áfengis og annarra eitur-
lyfja. Fyrir þá afstöðu og það for-
dæmi hygg ég að Tómas eigi meira
hrós skilið en fram kom í fjölmörg-
um skálarœðum honum til heiðurs
á afmælisdaginn.
Hilmar Jónsson.
— _
— - — — — Osi ð í "li lc e< ]1|
i ÍM, * jii • VI'
WJ jn* *wm
'Qft ]
, /j V
n / 'Ql
Vtyi laiM r> Jy ,
%*rt i*. i 7»] JQIf
^ *3 WÖir r
r yQ' it. .
fCfÖ
0 ~w
m J OSS VY IA8' OE fc
ií ;l ,ril H íftn FtrlE | A
iS * IA
—H A,F NARG ítp jj; r9. K -A Ijl SÍMI 2£ 3C_
FAXI-249