Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1986, Side 5

Faxi - 01.10.1986, Side 5
Sfdasta skólaslitarœða Jóns Böðvarssonar við skólaslit ájólum 1984. bæta eftir fremsta megni með auknu námsframboði og með nánara samráði við aðila úti í at- hafnalífinu. Má sem dæmi nefna að námsflokkarnir eru bein af- leiðing af slíku samstarfi við verkalýðsfélögin og ýmsa at- vinnurekendur. Þá hefur og verið leitast við að auka samstarf með iðnaðarmönnum um það iðnnám sem fram fer í skólanum. Má þar nefna að gott samstarf hefur tekist með rafvirkjum á svæðinu um rekstur rafiðnabrautar og hófst það samstarf sumarið 1985 að frumkvæði rafvirkja. Lýstu þeir sig fúsa til að hlú að rafiðnaðar- brautinni, sem hafði raunar setið undir gagnrýni frá sömu aðilum. Þetta samstarf hefur tekist með ágætum. En skólayfirvöld vilja fýlgjast með því sem er að gerast í atvinnulífinu og hjálpa til við að efla það. í þessu sambandi er rétt að geta þriggja nýrra námsbrauta, sem lið í þeirri viðleitni. Leyfi hef- ur fengist fyrir þessum brautum og er undirbúningur að kennslu á þeim þegar hafinn. Þar skal fyrst nefna námsbraut í fiskeldi, en eins og Suðurnesja- menn þekkja, þá er fiskeldi ört vaxandi iðnaður á Suðurnesjum og á eftir að vera þýðingarmikil grein í atvinnuuppbyggingu svæðisins. Þar skortir nú tilfinn- anlega fólk með faglega þekkingu á fiskeldi, því hér er um að ræða bæði viðkvæman rekstur og svo og að miklir fjármunir eru lagðir þar undir. Því er lífsnauðsynlegt til að þessi rekstur takist, að til staðar sé fólk með fagkunnáttu. I öðru lagi er stofnun fóstru- brautar í undirbúningi og er það kærkomið fyrir fjölmarga Suður- nesjamenn sem starfa sem fóstrur en geta ekki sótt slíkt nám inn til Reykjavíkur, aðstöðu sinnar vegna, en vilja gjarnan fá slík rétt- indi. í þriðja lagi er um að ræða sjúkraliðabraut, sem víst er að margir bíða eftir. Á þennan hátt reynir skólinn og reyndar telur það skyldu sína að fylgjast með öllum hræringum í mann- og at- vinnulífi Suðurnesja og koma þannig til móts við þarfir samfé- lagsins hverju sinni. Er þá komið að einni brennandi spurningu. Hvernig er hægt að búa þannig að skólanum að hann geti þjónað þessu hlutverki sínu? Aðbúnaður skólans Þegar skólinn tók til starfa fékk hann inni í húsnæði því sem Iðn- skóli Keflavíkur hafði átt, sem og er núverandi höfuðaðsetur skól- ans. Húsnæði þetta rúmaði vita- skuld ekki alla starfsemi skólans, hvorki þá né nú. Skólinn þurfti því strax í upphafi starfsemi sinn- ar að leigja húsnæði undir hinar ýmsu deildir víðsvegar í Keflavík og Njarðvík. Olli þetta ýmsum erfiðleikum í starfseminni, eins og gefur að skilja. Sumarið 1979 var svo byggt ofan á gamla Iðn- skólahúsið og kom sú viðbót í góðar þarfir því þá fyrst var unnt að hýsa allt bóknám undir sama þaki. Þó að málefnum bóknáms- ins væri þannig borgið í bili, þá bjó verknámið enn við afar þröng- an kost og verkleg kennsla fór fram á um þrem stöðum fyrir utan skólahúsnæðið við Sunnubraut. Nokkur bót varð þó á sumarið 1980 þegar núverandi verknáms- hús Fjölbrautaskólans að Iðavöll- um 3 var keypt. Þetta leysti þó að- eins vanda Fjölbrautaskólans til bráðabirgða, því nemendum fjölgaði ört og sótti því í sama farið aftur. Þó svo að segja mætti að að- búnaður Fjölbrautaskólans hafi komist í viðunandi horf með kaupum á verknámshúsinu að Iðavöllum, þá var þetta og gat ekki verið annað en bráðabirgða- lausn. Því til stuðnings skal nefna að þetta kemur sér illa, jafnt við nemendur, kennara og þá sem semja stundaskrár að hafa starf- semi skólans á fleiri en einum stað. Einnig skal nefna að eigi skólinn að geta náð þeim mark- miðum sínum að gera bóknámi og verknámi jafnt undir höfði, þá er þetta ekki rétta leiðin. Veturinn 1985—86 voru húsnæðismál skól- ans orðin verri en nokkurn tíma fyrr í sögu hans. Nemendum hafði fjölgað gífurlega og starf- semin aukist þannig að skólinn hafði sprengt utan af sér allt það húsnæði sem hann átti. Alls fór kennsla þann vetur fram á 8 mis- munandi stöðum í Keflavík. Eins og fyrr getur kemur slíkt sér illa við nemendur jafnt sem kennara og hlýtur að koma niður á allri starfsemi skólans þegar til lengri tíma er litið. Því var ljóst að til ein- hverja öþrifaráða yrði að grípa til hið snarasta ef ekki ætti að koma til inntökutakmörkunar á nem- endum og lengingar skóladags og jafnvel taka upp kennslu á laugar- dögum. Nú er ljóst að þegar þetta er ritað að til þessara ráðstafana þarf ekki að grípa nú því bráða- birgðalausn hefur verið fundin, en hún felst í viðbyggingu við nú- verandi húsnæði við Sunnubraut og þá í átt að Sunnubraut. Þarna er unnt að ná fram sjö til átta kennslustofum og ætti sú viðbót að leysa brýnasta vandann í bili. Þess skal geta að þetta er þó ein- ungis bráðabirgðalausn, því eftir sem áður er aðstöðuleysið mikið. Bæði er að vinnuaðstaða nem- enda er slök, mötuneytisaðstaða bágborin, félagsaðstöðu vantar al- gerlega, svo og samkomusal og einnig er aðstaða fyrir nemendur á göngum í frímínútum afleit. Er það íhugunarefni að lítið hefur verið vandað til skólabygginga á Suðurnesjum fyrr og síðar, yfir þeitn er lítil reisn og Suðurnesja- mönnum til lítils sóma. Því ættu Suðurnesjamenn að sameinast um það að gera skólann sinn, Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem best úr garði og byggja yfir starf- semi hans veglega, þannig að það sé jafnt skólanum sem og Suður- FAXI 209

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.