Faxi - 01.10.1986, Page 6
nesjum til sóma. Skólann ætti að
reisa á nýjum stað, þar sem land-
rými er meira og stækkunar-
möguleikar eru fyrir hendi. Má
nefna sem dæmi svæðið vestan
við Samkaup í Njarðvík.
Annar aðbúnaður skólans svo
sem tækjakostur var lengi vel fá-
brotinn, en hefur aukist til muna
nú síðustu ár. Þessu er að sjálf-
sögðu peningaleysi um að kenna,
en skólinn hefur einmitt búið við
óeðlilegt fjársvelti undanfarin ár,
þar sem ríkið hefur ekki staðið við
skuldbindingar sínar. Brautirnar
eru þó mis vel tækjum búnar.
Verknámsbrautimar s.s. tréiðna-
og málmiðnabrautimar búa við
einna besta tækjakostinn, en bók-
námið hefur hins vegar setið á
hakanum og búið við slakar að-
stæður. Þess má geta að bókasafn-
ið býr við þröngan kost og
kennsluaðstaða í raungreinum
s.s. aðstaða til tilrauna í efna-
fræði, eðlisfræði og líffræði var
lengi vel svo frumstæð að undmn
sætti, en úr hefur þó ræst nokkuð
síðustu tvö ár. Ekki hafa heldur
verið til lágmarks kennslutæki
s.s. myndvarpar nema í örfáar
stofur og hefur það valdið kenn-
umm miklum óþægindum. Þó
hefur skólinn reynt af veikum
mætti að halda í við tækniþróun-
ina og má nefna að fyrir tveim ár-
um eignaðist skólinn mynd-
bandstæki, sem nýtt er í æ ríkara
mæli til kennslu og einnig hefur
tölvukostur skólans eflst mjög,
sem reyndar er frekar einstakling-
um, félögum, og fyrirtækjum að
þakka en opinberum aðilum,
þannig að í dag má segja að skól-
inn sé það vel búinn tölvum að
hann skari fram úr öðrum skólum
landsins á því sviði. En betur má
ef duga skal.
Hvers vegna áfangakerfi?
Fyrir um 20 árum var íslenskt
skólakerfi orðið staðnað. Litlar
breytingar höfðu orðið í áratugi og
velflesta framhaldsmenntun varð
að sækja til Reykjavíkur eða Ak-
ureyrar. Þá voru menntaskólarnir
tveir í Reykjavík, einn á Akureyri
og einn á Laugarvatni. Einn versl-
Skólakór FS veturinn 1985—86
Skrúðganga við upphaf starfsdaga í febrúar 1984.
Allt í skólann
fyrir alla aldursflokka
Allar skólavörur, ritföng,
skólatöskur, skjalatöskur,
allar kennslubækur, ritvélar
og margt fleira.
— NESBÓK —
Hafnargötu 54 - Sími 3066
unarskóli í Reykjavík. Auk þeirra
voru nokkrir sérskólar s.s. iðn-
skólar, sjómannaskólar, svo að
nokkuð sé nefnt. Það gefur auga
leið að þeir sem bjuggu í stóru
þéttbýliskjömunum eins og
Reykvíkingar og Akureyringar
áttu mun greiðari aðgang að fram-
haldsmenntun en aðrir lands-
menn, sem oft og iðulega urðu að
leggja frekara nám á hilluna vegna
of mikils kostnaðar. Gárungarnir
sögðu í þá tíð að aðeins tveir há-
skólamenntaðir menn byggju fyr-
ir sunnan Straum, þ.e. presturinn
og apótekarinn.
Það var svo á seinnihluta 7. ára-
tugsins sem hugmyndir komu
upp um að setja á stofn skóla, sem
byggðir væm upp á eininga- eða
áfangakerfi. Slíkir skólar vom og
eru mjög útbreiddir um vestur-
lönd og víðar. Hugmyndirnar,
sem að baki lágu vom fyrst og
fremst a) að auka fjölbreytnina í
íslenska skólakerfinu, sem var
bæði einhæft og að mörgu leyti
staðnað, b) íjölga námsleiðum
nemenda, c) tengja saman bók-
nám og iðnnám og reyna þannig
FRAMHALD Á BLS. 224
210 FAXI