Faxi - 01.10.1986, Side 11
reikninginn, heldur láti það eins
og annað hvíla á þessari fátæku
sókn.“ Fyrir bragðið er okkur t.d.
ókunnugt um nafn þess manns er
vann trésmíði og snikkaraverk.
Innri-Njarðvíkurkirkja stóð með
sóma og prýði, vel hirt fram til
1917, er hún svo að segja orða-
laust var lögð niður og sóknin
sameinuð árið eftir Keflavíkur-
sókn. Þegar tímar liðu gátu Njarð-
víkingar auðvitað ekki unað því
að kirkja þeirra hin góða sæti í
sútum. l>að mun hafa verið upp-
haf fimmta tugs þessarar aldar að
heimamenn tóku að hreyfa endur-
reisnarmálum. Árið 1942 var haf-
ist handa um viðgerð á kirkjunni
og hún vígð 24. september 1944.
Töluverðar breytingar voru
gerðar á hússinu. Nýr turn ann-
arrar gerðar var reistur, skífa fjar-
lægð af þaki og bárujárn sett á í
staðinn, gluggum breytt, steinskil
fengu breið múrbönd, timburgólf
fjarlægt, kór minnkaður og veggir
klæddir asbest plötum. Altari,
predikunarstóll, bekkir og hvelf-
ing í framkirkju fengu að halda
sér og auðvitað megingerð húss-
ins. Enginn vafi er þó á því að
þetta framtak bjargaði þessu
merka húsi ffá falli. Innri-Njarð-
víkurkirkja er fyrsta steinkirkja
hérlendis sem byggð er úr al-
höggnum steini. Hún er ásamt
Hvalsneskirkju eina guðshús
sinnar tegundar á íslandi, auk
þess að vera í hópi örfárra stein-
kirkna yfirleitt. Hvernig sem á er
litið verður þessi blessaða kirkja
að teljast eitt af merkustu verkum
íslenskrar byggingarlistar frá 19.
öld. ,,Hún ber“ eins og Guð-
mundur A. Finnbogason orðar
það, sá maður sem mest og best
hefur kynnt sér sögu Njarðvíkur,
, ,steinsmiðnum, hleðslumeistara
sínum Magnúsi Magnússyni vitni
meðan stendur.“ Njarðvikingar,
jafnt sem landsmen allir, standa í
þakkarskuld við listamenn á borð
við Magnús. Því ber okkur að
hlúa að verkum þeirra og gæta
þess að þeim sé ekki spillt með
annarlegum viðbótum. Við
i>:«
-------\
krukkum ekki í verk skálda okk-
ar. Því miður hafa íslendingar
ekki alltaf áttað sig á því að húsa-
meistarar eru skáld forma, vídda
og stærða. Að vísu er erfiðara að
gæta bókar en húss. Engu að síð-
ur leggja flestar menningarþjóðir
alla list að jöfnu og verja miklum
fjármunum til verndunar henni í
hvaða mynd sem er. Gætið að því
góðir áheyrendur að við erum
mun fátækari af sjónlistarlegum
verkum en nágrannaþjóðir. Líkja
má arfi okkar í þeim efnum við
gróður landsins, hann er næstum
örfoka. Því er okkur brýnna en
öðrum að snúa vörn í sókn,
vemda þær andlegu gróðurvinjar
er enn ber fyrir augu í gervi fornra
merkilegra húsa og leggja af þeim
stilkinn til nýrra stofna.
í dag er haldin hátíð til að minn-
ast þess að Innri-Njarðvíkur-
kirkja er aldargömul. Vil ég nota
tækifærið og árna heimamönnum
heilla í því tilefni. í hugum okkar
húsafr iðunarmanna er einnig öðr-
um áfanga náð. Sóknarnefnd
Innri-Njarðvíkurkirkju féllst á ár-
ið 1980 að kirkja þeirra fengi þann
búning sem henni ber að
okkar mati og er í samræmi við
þau verndunarsjónarmið sem ég
lýsti áðan. í dag er formlega fyrstu
lotu í þeirri áætlun náð. Stein-
kirkjan þeirra góða stendur nú að
ytra búningi svo sem eins og
meistari hennar Magnús Magnús-
son skildi við hana. Þetta er okkur
mikið gleðiefni, og vonandi
Njarðvíkingum einnig. Að lokum
vil ég svo þakka samstarfið við
sóknarnefnd, einkum formanni
hennar Helgu Óskarsdóttur, sem
hefur verið vakin og sofin um vel-
ferð kirkju sinnar og stýrt verk-
legum þáttum viðgerðarinnar af
miklum dugnaði, sóknarpresti
séra Þorvaldi Karli Helgasyni,
sem ffá upphafi hefur sýnt endur-
Prestar talid frá vinstri: Séra Þorvaldur, Karl Helgason, séra Björn Jónsson,
séra Örn Bárður Jónsson, séra Guðmundur Örn Ragnarsson, séra Ólafur
Oddur Jónsson, séra Bragi Friðriksson, prófastur og séra Gunnþór Ingason.
Sóknarnefndin lét gera litlar postulínskirkjuklukkur, er eiga að minna á
kirkjuklukku kirkjunnar sem er frá 1725 og mun vera elsti gripur í Njarðvík.
Nokkrir aðilar voru heiðraðir með klukkugjöf. Á myndinni eru frá hœgri: Pró-
fasturBragi Friðriksson, frú Guðrún Guðmundsdóttir, ekkja séra Eiríks Brynj-
ólfssonar, frú Sveinbjörg Helgadóttir, ekkja Garðars Þorsteinssonar prófasts,
séra Björn Jónsson, séra Þorvaldur Karl Helgason og frú Helga Óskarsdóttir.
Guðmundur A. Finnbogason, frœðimaður samdi Ijóð oggafkirkjunni í tilefni
afmœlisins og var það skrautritað. Séra Björn Jónsson flutti kvœðið. Aðrir á
myndinni eru Helga Óskarsdóttir, formaður sóknarnefhdar ogséra Þorvaldur
Karl Helgason, en hann var vcislustjóri.
Margargjafir bárust kirkjunni. HérerOddurEinarsson, bœjarstjóri íNjarðvik
að afhenda Helgu Óskarsdóttur sóknarncfndarformanni gjöf frá Njarðvíkur-
bœ.
FAXI 215