Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1986, Side 13

Faxi - 01.10.1986, Side 13
Jón Tómasson: Ný sveitastjórnarforusta í síðasta blaði Faxa var gerð grein fyrir niðurstöðum sveitarstjómar- kosninga s.l. vor. Þar urðu miklar sviftingar og í kjölfar þeirra nokkrar skærar. Breytingar urðu veralegar um skipan manna í nefndir og for- ustu í sveitar- og bæjarstjómum. Nokkrir bæjarstjórar og sveitarstjórar höfðu sagt upp störfum af ýmsum ástæðum en aðrir vora fastir í sessi. í Keflavík sagði Steinþór Júlíusson upp bæjarstjórastarii eftir 6 ár, hann hafði verið 13 ár bæjarritari áður en hann varð bæjarstjóri. Stein- þór hefur nú tekið við skrifstofustjórastarfi á Glóðinni. Hreinn meirihluti Alþýðuflokksins réði strax Vilhjálm Ketilsson í bæjarstjórastarfið, en hann var annar maður á lista flokksins. Vilhjálmur var mjög vel liðinn sem skóla- stjóri Myllubakkaskólans — en þaðan hefur hann fengið íjarvistarleyfi án launa fyrst um sinn. Stað- gengill hans í skólastjóra- starfi er Kristján A. Jóns- son, yfirkennari. Vilhjálm- ur lauk kennaranámi 1974 og var þá ráðinn kennari að Myllubakkaskólanum (bamaskóla Keflavíkur) og skólastjóri varð hann 1978. Vilhjálmur er fæddur í Keflavík 13. apríl 1950. Kona hans er Sig- rún Ólafsdóttir og eiga þau 5 böm. Forseti bæjarstjómar er Guðfinnur Sigurvinsson og varaforseti Hannes Einarsson. Albert Karl Sanders bæjarstjóri í Njarðvík sótti ekki eftir endurráðn- ingu. Hann var sveitarstjóri í 2 ár og bæjarstjóri frá stofnun Njarðvíkur- bæjar 1976. Séra Oddur Einarsson hefur verið ráðinn í hans stað. Oddur er fæddur í Reykjavík 13.janúar 1953. Oddur varð stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur 1973. í Háskóla íslands nam hann guðfræði og var vígður til Höfðakaupstaðarprestakalls 13. desember 1981. Ásamt prestsþjón- ustu var hann skrifstofustjóri Höfðahrepps á Skagaströnd. Þar er blóm- legt athafnalíf og þekkir hann því vel til starfa að sveitarstjómamálum. Kona hans er Una Dagbjört Kristjánsdóttir og eiga þau 4 börn. Forseti bæjarstjómar er Ragnar Halldórsson og varaforseti Steindór Sigurðsson. I Sandgerði sagði Jón K. Ólafsson sveitarstjóri upp starfi eftir 7 ár og flytur til Reykjavíkur. Þangað hefur verið ráðinn Stefán Jón Bjamason. Hann er fæddur 30.9 ’48 á Húsavík Stefán var áður bæjarstjóri á Dalvík sem er álíka íjölmennt byggðarlag og býr við hliðstæður í atvinnumál- um. Kona hans er Þórdís Amgrímsdóttir og eiga þau 3 böm. Oddviti er Ólafur Gunnlaugsson. Vilhjálmur Grfmsson var ráðinn sveitarstjóri í Vogum. Hann er fædd- ur í Þórshöfn í Færeyjum 1942. Hann stundaði tækninám í Osló. Hann fluttist til Kefiavíkur 1967 og hefur verið þar bæjartæknifræðingur. Kona hans er Vigdís Pálsdóttir og eiga þau 4 böm. Ellert Eiríksson verður áfram sveitarstjóri í Garðinum. Oddviti þar er Finnbogi Bjömsson. Þórarinn St. Sigurðsson sveitarstjóri í Höfnum verður áfram sveitar- stjóri þar. Jóhann G. Sigurbergsson var kosinn oddviti. Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri var endurráðinn í Grindavík. For- seti bæjarstjómar Grindavíkur er Eðvarð Júlíusson og varaforseti Bjami Andrésson. Hin margvíslegu málefni bæjar- og sveitarfélaga era gjaman helstu umræðuefni fólksins, enda er það í allra hag að vel takist til í fjölbreyti- legum verkefnum, sem leysa þarf. Þarfir byggðarlaganna og íbúa þeirra era misjafnar. Margt er þó sam- eiginlegt og standa þau þá flest eða öll að lausn þeirra verkefna, s.s. Hita- veitu Suðumesja, Fjölbrautaskóla Suðumesja, sjúkrahúsinu í Keílavík, brunavömum og sorpeyðingu, svo það helsta sé nefnt. Margt af þessu hefði verið ógert, ef ekki hefði fundist samstarfsgrandvöllur, og allt hefur þetta bætt aðstöðu okkar til öraggari og betri afkomu. Margt bendir til að samvinna þéttbýlisins á Reykjanesskaganum verði nánari og meiri á næstu áratugum. Augljósar era breytingar í atvinnuháttum varðandi sjávarútveg og meðferð afl- ans sem í auknum mæli er sendur ferskur á markað erlendis, sem er rökrétt stefna og löngu kunn. Það þýðir hinsvegar vinnutap margra vinnufúsra handa. Kannske verður það eitt stærsta vandamál þjóðar- innar á næstu áram að afla þeim aftur verkefna. Þá era staðir eins og Reykjanesið ákjósanlegir dvalarstaðir vegna hinnar miklu orku sem svæðið getur nýtt og á eftir að virkja til margháttaðra framkvæmda, sem munu veita íjölda manns atvinnu. Við eigum að vísu ótalmargt ólært í þeim efnum, en við stönd- um vel að vígi. Við eigum reynslu fyrir því að samstarf byggðalaganna er mikilvægt, við eigum menntastofnun sem er vel á verði fyrir endur- bótum og nýjum leiðum til mannbóta og menningar, jafnt í bóklegum sem verklegum fræðum, við eigum bestu hafnaraðstöðu í landinu varð- andi loft og lagar hafnir og við eigum góða starfskrafta, sem vilja leggja hönd á plóginn til góðra verka. Félagsleg átök sem gerð hafa verið á und- anfomum áram og era að gerast, sanna þá skoðun mína, að hér sé gott og samtaka fólk. Skoðum t.d. íþróttamannvirkin í flestum byggðar- lögum skagans, sem hafa að mestu verið gerð af sjálfboðaliðum og stór- hýsi Karlakórs Keflavíkur, eða þá Mánagrand, stórt landsvæði þar sem melum og moldarflögum hefur verið breytt í falleg tún. Slíkt gerist ekki af sundraðum lýð. Það er hinsvegar áríðandi að samspil allra slíkra hópa sé gott við bæjar- og sveitarstjómir. Nú er það svo að allir sveita- og bæjarstjóramir era ungir og þjálfaðir í stjómunarstörfum og hafa sumir þeirra fengist við málefni sveitar- stjóma um árabil. Þeir munu því vera þakklátir fyrir hverja þá framrétta hönd sem jákvætt tekur í árina eða vekur upp góðar og gagnlegar hug- myndir, samfélaginu til heilla. Sumir era svartsýnir á framtíðina, óttast kreppuástand, atvinnuleysi og óáran, sem því fylgir. Það kann að reynast erfitt að stýra fram hjá þeim hættum, þó að bæjar- og sveitarstjórar haldi um stjómvölinn í umboði sveitarstjóma — og okk- ar — þá er það ekki síður undir okkur „ræðuranum” komið hvemig verja má skútuna áföllum, og koma henni klakklaust fram hjá blind- skerjum. Það þarf ríkan skilning milli aðila og einbeittan vilja á að ná góðum árangri. Það veit ég að allir umræddir stjórar hafi hug á að gera. Þegar kosningagleði eða kali vegna þeirra úrslita hefur fjarlægst, vilja allir byggðalagi sínu og samfélagi vel, en búa sig gjaman undir næstu kosn- ingaglímu. FAXI 217

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.