Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1986, Side 19

Faxi - 01.10.1986, Side 19
minni Hafursfjarðar, en við urð- um hugfangnir af þessu, og innan skamms vorum við komnir áleiðis til Hafursíjarðar. Og þá hófst eitt skemmtilegasta tímabil, sem ég hefi lifað á sjó, og ég heid að sama haíi verið þeirra áiit, Gústa og Steina. Þama var reitingur af lúðu og yfirleitt væn, en þó aflabrögð væru allgóð, þá var þó fólkið sem bjó þarna á ströndinni enn eftir- minnilegra, sú hlýja og sú gest- risni sem okkur var sýnd var ein- stök. Fyrst er við komum þarna, var háflóð og ekki var eftir neinu að bíða og lögðum við 4 stubba, var ákveðið að draga ekki fyrr en á næsta flóði eftir 10-12 tíma. En þegar dró að fjöru tókum við eftir, að næstum þurrt var á dálitlum bletti, þar sem línan var. Þegar við gættum betur að sáum við sporða- köst á tveimur stöðum og var ekki um að villast, þar voríi lúður fast- ar á krókum við gátum ekki hreyft Tiausta hann flaut í smápolli á milli kletta. Við vorum að veiða fisk á þurru landi, þvílíkt ævin- týri. Með flóðinu breyttist þetta, þá flaut um allan sjó, og þama fengum við 5 lúður, nú kom að þvl að matur þraut en ekki gátum við haft samband við land því engan iéttbát höfðum við. En úr því rætt- ist seinna. Við lögðum þarna 3-4 lagnir, og aflinn var það mikill, að okkur fannst sjálfsagt að koma því á markað, og auðvitað í Reykja- vík. Allt varð að spara, og ekki síst oiíuna. Við vomm svo heppn- ir, að um það bil sem við lögðum af stað tii Reykjavíkur rann á með norðvestan kalda, þá var stoppuð vél og seglin hífð upp og á seglum fómm við alia leið í hafnarmynn- ið. Mig minnir að við væmm 3-4 tíma, en það eina sem við áttum nóg af var tími. Þegar við höfðum bundið bátinn við gömiu bryggj- una, var næsta verk að fara í Sænska frystihúsið og reyna að selja aflann, og að sjálfsögðu var það verk skipstjórans. Gústi sagði að annar okkar Steina skyldi koma með, og það lenti á mér, því Steini þurfti eitthvað að sinna vél- inni. Okkur var vel tekið í ,,sænska“ og þeir viidu óðir og uppvægir kaupa alla lúðu sem við áttum, líka þá sem var í Sand- gerði. Það er nú ekki alveg við næsta horn, 70 km í burtu Í40 km fram og til baka. Ég átti frænda sem var góður kunningi minn, hann átti vörubíl. Sagðist hann vilja fara fýrir ákveðið gjald, kr. 50 fýrir túrinn nema ef hlassið færi yfir 1 tonn, þá 5 kr fyrir hver 100 kg fram yfir. Það dæmdist á mig, að fara með bílnum suður eftir til Sandgerðis. Við vomm Matthías Hallmannsson. rúmar 4 klst. í túrnum og þótti vel af sér vikið. Nú var gengið frá öllu, allt viktað og gert upp og greitt. Og nokkur hundruð kg af saltfiski seldum við Hafliða Bald- vinssyni, ásamt 30-40 börðum af skötu. Ekki var um háar upphæð- ir að ræða, en við vorum ekki miklu vanir og sættum okkur við orðinn hlut. Ekki man ég ná- kvæmlega hvað innleggið var, þó rámar mig í að það hafi nálgast eitt þúsund krónur. Nú var ákveðið að fara einn túr enn að minnsta kosti. Gústi færði okkur þau tíð- indi eftir kunningja sínum, að mikil lúðumið og gjöful, væru á norðanverðum Breiðafirði, við svokallað Oddbjarnarsker, gaf hann Gústa gamalt og slitið sjó- kort af þessu svæði. Sú ákvörðun varð ofaná, að reyna fyrst við Ilvalseyjar. Við sáum gamlan gaflpramma, á bak við sænska húsið, og verkstjórinn sagði að við mættum taka hann ef við gætum notað hann. Við bár- um hann á milli okkar um borð, fengum okkur striga, tjöru og blásaum. Það var okkar verkefni, mitt og Steina, að gera við bátinn og eftir viðgerðina var hann pott- þéttur og lak ekki dropa, og svo hvolfdum við honum þvert yfir hnekkið, og bundum hann þar, og þá fannst okkur vænkast okkar hagur. Við fengum 2 pönnur af góðri beitusíld í ,,sænska“ sem við beittum strax og við komum vest- ur, og nú lögðum við lengra frá landi en áður. En nú kom nokkuð í ljós. Við áttum ekkert vatn, það hafði lekið niður, án þess við yrð- um þess varir. Nú var illt í efni, við áttum ekkert ílát, nema tank- inn sem tók 200 lítra, var það stáltunna og níðþung. En Gústi kom með uppástungu sem var samþykkt: Við förum 2 í land og fáum lánaðan mjólkurbrúsa, og tökum vatn úr bæjarlæknum. Nú urðum við að losa böndin á prammanum. Þá kom það upp úr kafinu að tjaran var blaut og við urðum löðrandi í tjöru á höndun- um, en við náðum því af með olíu, að mestu leyti. Það féll í hlut okk- ar Gústa að fara í land og biðja um vatn og fá lánuð ílát, til að koma því um borð. Þegar báturinn kenndi grunns, voru komin fáein börn í fjöruna að taka á móti okk- ur. Þetta mun hafa verið um kvöldmatarbil og þegar við höfum borið upp erindið var okkur boðið að setjast til borðs með heima- fólki. Þetta var mannmargt heim- ili og allt rausnarlegt að sjá, og átt- um við eftir að finna það betur. Það mun hafa verið fast liðið að miðnætti þegar við komum um borð með vatnið. Þá vaknaði Steini, og var hálf úrillur, en við vorum látnir fara með handa hon- um stóran skammt af mat. Mót- tökurnar voru svo hlýjar og góðar að við urðum furðu lostnir. Daginn eftir drógum við lóðim- ar, og var tregt í það sinn, en þó fengum við nokkrar góðar sprök- ur, og eina sem var mátuleg til að gefa fólkinu í landi. Ekki man ég hvað þessi bær hét en hann gæti hafa heitir,, Akrar“. Við fórum nú í land, og skiluðum brúsanum og ílátunum sem maturinn var í, sem Steina var sendur. Og þegar við buðum lúðuna var mikil gleði hjá fólkinu og gjald hlaut að koma fyrir, svo sem saltket í stóru fati og nýjar kartöflur, einnig mjólk í 3 flöskum. Þetta var veitult fólk. Daginn eftir ætluðum við að fara að kokka og sjóða saltketið, kom þá í ljós, að við höfðum gleymt að kaupa kol áður en við fórum frá FRAMHALD Á BLS. 242 Lögtaks- úrskurður Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýsla Það úrskurðast hér með, að lögtök geta farið fram fyrir van- goldnum þinggjöldum skv. þinggjaldaseðli 1986, er féllu í gjalddaga hinn 15. þessa mánaðar og eftirtöldum gjöldum álögðum árið 1986 í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gull- bringusýslu. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignaskattur, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, iðnaðargjald, iðn- lánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, slysatrygingagjald atvinnu- rekanda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar, lífeyristryggingagjald skv. 25. gr. sömu laga, atvinuleysis- tryggingagjald, launaskattur, skipaskoðunargjald, lesta- og vitagjald, bifreiðaskattur, slysatryggingagjald ökumanna, vélaeftirlitsgjald, skemmtanaskattur og miðagjald, mat- vælaeftirlitsgjald, gjald til styrktarsjóðs fatlaðra, aðflutn- ings- og útflutningsgjöld, skráningargjöld skipshafna, skipulagsgjald af nýbyggingum, gjaldföllnum en ógreidd- um söluskatti vegna fyrri ára, allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Ennfremur nær úrskurðurinn til skattsekta, sem ákveðnar hafa verið til rlkissjóðs. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxt- um og kostnaði eru að hefjast. Keflavík 5. september 1986. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu FAXI 223

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.