Faxi - 01.10.1986, Page 28
Jón A. Skúlason, póst- og símamálastjóri 70 ára
Viðburðamk og farsæl starfcævi
Jón Skúlason, póst- og símamálastjóri varð 70 ára 22. ágúst
sl. Þegar þessi áhrifaríku tímamót nálguðust baðst hann
lausnar úr embætti eins og lög gera ráð fýrir og óskaði eftir að
eftirmaðm' hans tæki við embættinu 1. september.
Jón á langa og farsæla starfsbraut að baki og síðustu 15 árin
í einu viðamesta embætti þjóðarinnar.
Jón var fæddur 22. ágúst 1916 í Keflavík sonur hjónanna
Guðrúnar Jónsdóttur og Skúla Högnasonar, byggingameist-
ara. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 1937. Hélt þá um haustið til háskólanáms í Kaupmanna-
hafnarháskóla og nam þar rafmagnsverkfræði, með síma- og
radíóverkfræði sem sérgrein og lauk þar námi í janúar 1943.
Þá höfðu Þjóðverjar hemumið Danmörku og var Jón meðal
margra Islendinga, sem ekki komust heim af þeim sökum.
Störf hans eftir heimkomuna varða alla landsbyggðina, en
þar sem Keflavík eignar sér æsku hans og uppvöxt taldi Faxi
sér skylt að fá þann ágæta mann til að gera Suðumesjafólki
nokkra grein fyrir viðburðaríkri starfsævi.
borð í Gautaborg og steig í land í
Reykjavík 9. júlí 1945.
Þá hefur þú farið að leita fyrir
þér um starf?
Já, ég sneri mér strax til Lands-
síma Islands. Ræddi við Gunn-
laug Briem yfirverkfræðing. Þá
var kominn þar til starfa Þorvald-
ur Hlíðdal bekkjarbróðir minn.
Mér var vel tekið og ég var ráðinn
til L.í. í júlí 1945, fáum dögum
eftir að ég steig á land.
Þar hefur þú svo unnið alla tíð
síðan?
Já. Eina frávikið var kjaradeila
Verkfræðingafélagsins 1954. Þá
kenndi ég stærðfræði einn vetur í
MR.
Sástu fyrir þá miklu tæknibylt-
ingu og þenslu hjá L.Í., er þú
hófst nám og gerðir símaverk-
fræði að sérgrein?
Eg held að enginn lifandi maður
hafi getað séð hana fyrir, til þess
hefði þurft mikið hugarflug. Það
er þó gaman að minnast þess að
strax á bamaskólaaldri og á
æskudögum heima í Keflavík
hafði ég hug á verkfræði, fannst
að þar hlyti að vera skemmtilegt
og mikið verksvið sem biði mín.
Það er eiginlega eina framtíðar-
sýnin sem ég hef séð. Stærðfræði
var mér alltaf töm og kann það að
hafa ráðið einhverju um náms-
braut mína. Þegar ég hóf verk-
fræðinám var margt alveg óþekkt,
sem nú er samgróið lífsformi
okkar.
Dæmi um það?
T.d. tölvur. Þær voru óþekktar
fyrir stríð. Nokkru eftir að ég kom
heim komu þær fyrstu til íslands
og vom þá mjög ólíkar því sem nú
tíðkast. Smátölvur, sem nú geta
nánast verið hvers manns eign,
fylltu stór herbergi er þær komu
fyrst á markað og vom fokdýrar.
Hver var staða okkar í síma- og
annarri fjarskiptaþjónustu, borið
saman við Norðurlönd, þegar þú
Þegar þú laukst námi í Kaup-
mannahafnarháskóla í ársbyrjun
1943 var þýskur her í Danmörku
og engar samgöngur við ísland og
höfðu ekki verið frá því að Esja
kom frá Petsamó 16. október 1940
með 258 íslendinga, sem dvalist
höfðu á Norðurlöndum en ekki
komist heim vegna stríðsátaka,
fyrr en með þessari ævintýraferð.
Þér hefur ekki fundist fært að
hætta námi og halda heim með
Esjunni haustið 1940?
Þegar Þjóðverjar hemámu Dan-
mörku var ég langt kominn með
mitt nám og taldi því ekki rétt að
fara heim. Margir skólafélagar
mínir og vinir tóku sömu afstöðu
enda reiknuðum við ekki með að
stríðið stæði lengi. Það reiknaði
enginn með að það gæti staðið í 5
ár.
Hafði stríðið áhrif á kennslu eða
skólahald?
Nei, ekki varð maður var við að
það gerði það beinlínis — það
kann að hafa gert það óbeint.
Já, þú hélst þínu striki og laukst
námi 1943 í janúar. Hvað tók þá
við hjá þér?
Ég fékk strax vinnu við verk-
fræðistörf í Danmörku og nokkr-
um mánuðum fyrir stríðslok tók
ég við starfi vinar míns og skóla-
bróður, sem kallaður var í herinn,
sem sérfræðingur í, ,elektro-aku-
stik“ við Konunglega ftkniska
Högskolan í Stokkhólmi. Þegar
svo stríðinu lauk fékk ég far heim
með fyrstu ferð Esjunnar, fór um
SUÐURNESJAMENN
Nú fer í hönd sá árstími
þegar allra veðra er von.
Almannavarnanefnd Suðurnesja hvetur húseigendur
og umsjónarmenn fasteigna til þess að ganga sem
best frá öllu utan dyra sem fyrst, og draga þannig
úr hættu á óveðurstjóni í haust og vetur.
Almannavarnarnefndir
á Suðurnesjum
Jón A. Skúlason.
232 FAXI