Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1986, Qupperneq 31

Faxi - 01.10.1986, Qupperneq 31
Fermiagarbörn að Útskálum fyrir arum Prests/rúin Steinvör Kristófersdóttir, Sigurdur Oddsson, Gudmundur Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðmann Grimsson og séra Guðmundur Guðmundsson. Á litlu mynditmi er Guðmunda Eggertsdóttir frá Kothúsum ein af gefendunum en Znín treysti sér ekki af heilsufars- ástœðum að fara til myndatöku í kirkjunni. Mynd J.T. Það var hvítasunnudagur, bjart- ur og hlýr, 16. maí 1916. Sextán böm gengu hamingjusöm og glöð upp að altarinu í Útskálakirkju til að fá síðustu leiðsögn og kristilega handleiðslu ástsæls prests sem var að kveðja söfnuð sinn. Séra Kristinn Daníclsson hafði verið ráðinn til annars hlutverks í Reykjavík og voru þetta síðustu fermingarböm hans í Útskála- sókn. Flest þeirra eru nú látin, en nokkur lifa, sum við góða heilsu. Þau halda mikið upp á töluna sextán, enda kom hún mikið við sögu á fermingardag þeirra — þann dag sem flestum ungmenn- um verður minnisstæðastur sök- um þess að hann er hlið milli bernsku og manndóms, þar sem þau lofa því við altari kirkjunnar, frammi fyrir presti og söfnuði að stunda kristilegt siðgæði og bregðast vel við hverjum vanda sem að höndum ber svo að fram- tíðin megi verða þeim björt og far- sæl. Fimm þessara fermingarsystk- ina, búsett á Suðurnesjum, af- hentu séra Guðmundi Guð- mundssyni á Útskálum kr. 16.000.- við hátíðarguðsþjónustu á hvítasunnudag s.l., með eftirfar- andi bréfi: Til Útskálakirkju. Við undirrituð fœrum Útskála- kirkju þessa gjöf í tilefni þess að sjötíu ár eru liðin frá því, að við vorum fermd í Útskálakirkju, sem var á hvitasunnudag 1916. Guðmunda Eggertsdóttir frá Kot- húsum, Guðrún Guðmundsdóttir, Bala M iðnesh reppi ,Guðmundur Guðmundsson, Bala Miðnes- hreppi, Guðmann Grímsson frá Sandgeiði, Suðurgötu 12 Keflavik, Sigurður Oddsson, Ásabraut 14, Sandgcrði. Færði sóknarprestur gefendum innilegar þakkir kirkju og safnað- ar fyrir gjöfina. J.T. HVAÐA FOLK ER ÞAÐ? I síðasta blaði Faxa var sagt frá glæsilegri sýningu hjá Baðstoíu- fólki. Nokkrar spumingar hafa blaðinu borist varðandi þetta Bað- stofufólk, þar sem í umræddri grein er sagt að 30 úr hópnum hafi sýnt 240 myndir, en aðeins fárra getið. Við lok sýningarinnar var því meðfylgjandi mynd tekin af hópnum, svo það yrði fremur í minnum haft hvaða snillingar stóðu að þessari frábæm sýningu áhugafólksáSuðumesjum 1986, ummyndlistoghverjirvomhin- ir ágætu leiðbeinendur þess. Fremsta röð frá vinstri: Steinar Geirdal, Elsa Hertertvig, Ásta Ámadóttir, Eiríkur Smith, Jón Gunnarsson, Sigríður Rósinkars- dóttir, Jón Agúst Pálmason, I>ómnn Guðmundsdóttir. Miðröð frá vinstri: Sigfrið Rögnvaldsdóttir, Anna María Guðlaugsdóttir, Halla Gísladóttir, Oskar Pálsson, Soffía Þorkelsdóttir, Halldóra Ottósdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Ólína Siguijónsdóttir, Hrefna Einarsdóttir, Sigurdfs Pétursdóttir, Þórður Kristjánsson, Vilhjálmur Grímsson. Aftasta röð frá vinstri: Ingunn Sigurðar- dóttir, Gréta Fjeldsted, Gréta Eiríksdóttir, Skúli Óskarsson, Grét- ar Ellertsson, Ólöf Anna Guðjónsdóttir, Bjötgvin Hreinn Guð- mundsson, Guðmundur Maríusson, Gísli Garðarson, Kristín Sæmundsdóttir, Jófríður Jónsdóttir. Á myndina vantar Ilelgu Sif Jónsdóttur, Sólveigu Björk Granz, Önnu Þ. Þorbergsdóttur. FAXI 235

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.