Faxi - 01.10.1986, Síða 34
vitað er um slík mál í nágranna-
löndum okkar á þeim tíma. Og
það merkilega er, að í hrepp-
stjómarmálum áttuðu forfeður
okkar sig á því, hve nauðsynlegt
var að sjá fyrir meðferð fram-
kvæmdavaldsins, þar sem hrepp-
stjóramir vom, en það var einmitt
þetta, sem þeim sást yfir í þjóð-
veldislöggjöf sinni — þeir höfðu
löggjafarskipan og dómsskipan,
sem var langt á undan sinni sam-
tíð, — en þeir gleymdu fram-
kvæmdarvaldinu — og í því lá sú
meinsemd, sem þjóðveldisskipu-
laginu varð að falli.
Landnámsöld og þjóðveldisöld
vom mikilfengleg blómaskeið í
sögu þjóðarinnar, þegar frjálsbor-
in fullvalda þjóð sat einörð og
stollt að kostum og gæðum lands
og sjávarafla. Á þessum ámm og
öldum skópust og í stærstu drátt-
um þau menningarverðmæti og
sú arfleifð, handritin, sem best
hafa dugað okkur í þeirri frelsis-
oglífsbaráttu, sem þjóðin háði um
aldaskeið. Það em sögumar,
dróttkvæðin og eddukvæðin, arf-
urinn frá Snorra Sturlusyni og
hans líkum, sem urðu aflvaki
skáldskapar, sem aldrei leið undir
lok, jafnvel ekki á mestu örvænt-
ingarárunum — og tryggðu þannig
að íslensk tunga og þar með ís-
lensk þjóðarmeðvitund lifði, þó
oft hafi hart sorfið að.
Einar Benediktsson kveður um
íslenskt mál:
,,Fegurra mál á ei veröld víd
né vardveitt betur á raunanna
tíð“
og hann bætir við:
,,Án þess týnast einkenni og
þjóðerni mannsins,
án þess glatast metnaður
landsins“
Og þjóðskáldið Matthías
Jochumson segir svo um íslenska
tungu í einu af sínum mörgu stór-
kvæðum:
,,Mál sem hefur mátt að þola
meinin flest, er skyn mágreina,
is og hungur, eld og kulda,
áþján, nauðir, svartadauða,
málið frœga söngs og sögu
sýnu betra guðavíni,
mál, er fýllir svimandi sœlu
sál ogœð, þótt hjartanu blœði“.
Islenska tungan er og hefur ver-
ið sá aflvakinn, sem tryggir okkur
þjóðemislegan tilverurétt.
Á miðöldum íslenskrar sögu
gekk þjóð okkar vissulega í gegn-
um marga raun — hún þoldi nátt-
úmhamfarir, hafi'sþök og kulda,
eldgos lögðu blómlegar byggðir í
auðn, drepsóttir felldu æ ofan í æ
stóran hluta þjóðarinnar, hungur-
ganga og vergangur urðu hörm-
ungarævikjör ótrúlega margra ís-
lendinga. En einnig var sorfið að
þjóðinni af mannavöldum. Stjórn-
aráþján og verslunareinokun kór-
ónuðu óblíð eymdarkjör lands-
manna.
En aldrei varð myrkur miðald-
anna svo algjört, að eigi lýstu sem
kyndlar í myrkviði hungurs og
nauða, andans menn, sem oss er
enn þann dag í dag hollt að minn-
ast, því þeim eigum við sem þjóð
margt að þakka. Ég nefni aðeins
örfáa.
Eysteinn munkur Ásgrímsson
orti Lilju, sem svo vel var gerð, að
allir vildu Lilju kveðið hafa. Sér-
stæð trúarljóð fyrir fegurðarsakir.
Séra Hallgrímur Pétursson, trú-
arskáldið sem ....kvað í heljar-
nauðum, heilaga glóð í freðnar
þjóðir“, en passíusálmar hans eru
enn þann dag í dag lesnir á fleiri
þjóðtungum en nokkur annar ís-
lenskur skáldskapur.
Jón biskup Vídalín, með sínar
þrumuræður.
Skúli fógeti Magnússon, sem
vekur með þjóðinni fyrsta vísi til
verklegra framfara, og lyftir
þannig örlítið því askloki, sem
byrgði landsmönnum sýn í bú-
skapar- og starfsháttum.
Endurreisnarmennirnir og stór-
skáldin í lok 18. aldar og á 19. öld,
Eggert Ólafsson, Bjarni Thorar-
ensen, Baldvin Einarsson, Fjöln-
ismennirniro.fi. o.fl., ogloks Jón
forseti Sigurðsson, sem leiddi
þjóðina fram til sigurs í þjóðfrels-
isbaráttunni.
Ég hef aðeins nefnt örfáa andans
vita af handahófi, en sleppt fjöl-
mörgum, sem eins hefði verið við
hæfi að nefna, til þess að sýna, að
á niðurlægingartímabilum risu
upp menn, sem blésu hver á sinn
máta þreki og þrótti í brjóst lands-
manna, og voru svo eðlisstoltir að
þeir létu aldrei bugast.
,,Mundi hjarn og kröm ogglóð
hœfa lítilsgildri þjóð?“
spurði Matthías Jochumson.
Já, það hefur verið sagt, að við
íslendingar horfum um of til liðna
tímans, til fornrar frægðar for-
feðra vorra. Vel má vera að nokk-
ur sannleikur sé í þessu fólginn,
en það er þá sitt hvað, að ánetjast
svo fornum frægðarljóma, að það
glepji fyrir í önn og erli dagsins,
og hitt að taka það mið af því, sem
forverar vorir hafa best gert í and-
legum og veraldlegum efnum, að
undirstaða verði þar fundin til
framtíðarathafna.
Stórskáldið Einar Benediktsson
segir:
,,Að fortíð skal hyggja, effrum-
legt skal byggja,
án frœðslu þess liðna sést ei
hvað er nýtt“
Ef þjóðmenning vor stendur
ekki föstum rótum í og sækir nær-
ingu sína til fornrar arfleifðar, og
vefur síðan vísindalega þekkingu
og verkmenningu í þá uppistöðu,
er hætt við að stormsveljandi og
umbyltandi flóðbylgjur nútímans
fari nöturlegum höndum um
þjóðlíf vort.
Já, fortíðin er einmitt uppistað-
an í þeim mannlífsvef sem við vef-
um í dag. Og það er undir því
komið, hvernig okkur tekst að slá
þann vef, hvernig lífskjör okkar
verða bæði andleg og veraldleg.
Þetta gerist vitaskuld að verulegu
leyti á vettvangi þjóðmála, en þó
ekki síður héraðsmála. Sveitarfé-
lögin, hreppamir, eru elsta stjórn-
sýslueining hér á landi, og er saga
þeirra um marga hluti stórmerki-
leg, þó sú saga verði ekki rakin
hér.
Að elska ekki landið — aðeins
þennan blett. Já það er mörgum
manninum ærið verkefni, að
helga sig þeim bletti, því svæði,
sem hann lifir og starfar á, og það
er sannfæring mín, að þeir sem
leggja sig ffam um að efla heima-
byggð sína, virða hana og elska,
hlúa að öllum þeim þáttum sem til
uppbyggingar mega verða, hvort
NJOTIÐ V/EITINGA I SERSTOKU UMHV/ERFI
CÖLÓÐIM er alhliða veitingahús í hjarta Keflavíkur.
Bjóðum upp á
allar weitingar
í ohhar sérstaka
umhverfi.
HAFIjARGOnJ 62
230 KEFLAVÍK
5ÍMI 1777
238 FAXI