Faxi - 01.10.1986, Qupperneq 36
Sunnudaginn 30. ágúst s.l. hófust
vikulöng hátíðarhöld í tilefni af 100
ára afmæli Miðneshrepps.
Fyrirhugað var að setning hátíðar-
innar og fyrstu atriði hennar færu
fram á grænum bala sunnan undir
íþróttahúsinu, en vegna veðurs varð
að flytja þau inn í húsið, sem er
mjög rúmgott og myndarlegt bæði
úti og inni. Þar setti Guðjón Kristj-
ánsson, skólastjóri hátíðina með
stuttu ávarpi. Hátíðarræðuna flutti
síðan Ólafur Gunnlaugsson, odd-
viti. Kirkjukórinn, undir stjóm
Franks Herlufsen, söng því næst
nokkur lög. Næsti ræðumaður var
Jón Norðfjörð, forstjóri, en hann
flutti einnig Hátfdarljóð, sem Ingi-
björg Sigurðardóttir, skáldkona í
Sandgerði, hafði gert í tilefni af-
mælisins.
Síðan var farið að nýgerðu minnis-
merki er komið hefur verið fyrir á
Kötlu-Jóns hóli, sem er í suðaustur
jaðri byggðarinnar. Listaverkið af-
hjúpaði sjómannskonan Sveinlaug
Sveinsdóttir. Höfundurinn, lista-
konan Steinunn Þórarinsdóttir kall-
ar verkið ÁLÖG — álög sjómanna-
stéttarinnar að heyja ævarandi bar-
áttu við óblíð náttúmöfl — álaga-
ham hafsins sem kallar dáða drengi
til starfa við örðug skilyrði og tekur
drjúgan toll af þeirri vösku sveit.
Séra Guðmundur Guðmundsson,
sóknarprestur Miðnesinga, flutti
þeim hamingjuóskir og velfamaðar-
bæn.
Að svo búnu var gestum boðið til
samsætis, þeirra á meðal voru þing-
menn kjördæmisins, fomstumenn
sveitarstjóma á Skaganum og fleira
fyrirmanna. Aðrir fóru í Björgunar-
stöðina, en þar var sjóminjasýning
opnuð á sama tíma, hún var síðan
opin alla vikuna og þar fluttu erindi
Ásgeir Ásgeirsson, sagnfr. og Gils
Guðmundsson, rithöfundur. Heim-
ilisiðnaðar sýning var í Samkomu-
húsinu þar var einnig tónlistarflutn-
ingur, vísnakvöld og dansleikir. I
Gmnnskólanum var ljósmynda- og
myndlistarsýning. I Iþróttamiðstöð-
inni fóm fram íþróttir — leikir og létt
gaman.
Hátíðavikunni lauk með flugelda-
sýningu og dansleik.
ára
Listaverkid ÁLÖG e/tir Steinunni 1‘órarinsdótlur. Myndir J.T.
Miðneshreppur
Þrir sveitarstjórar voru viðstaddir við setningu hótídarhaldanna, Alfreð G. Alfreðs-
son, Jón K. Ólafsson og Stefán Jón Bjamason.
K* ' t
. W\' ■ ' ■JP
í> * ' *
Héreru þingmenn kjördœmisins ú fremsta bekk dsamt oddvita Miðneshrepps Ólafi
Gunnlaugssyni, Jórunni Guðmundsdóttur og syni þeirra. Margt jyrirmanna af
Skaganum mó einnig sjá ú myndinni.
Irigibjörg S igu röa rdótti r
Hátíðarljóð
Miðneshreppur minnist,
merkrar aldarsögu.
Hörð var lífsins glfma,
háð á sjó og landi.
Sigrar gáfu grósku,
og gull til stórra verka.
Afhugsjón fram til heilla,
hlýtt var tímans kalli.
Á merkum tímamótum,
minnst er hér í verki.
Hetjunnar, sem hefur,
hafið sótt um aldir.
Yfir brim og boða,
blœ kyrr sund og gullin.
Borið björg að landi,
betra mannlíf skapað.
Fylgi hverju fleyi,
fararheill og gœfa.
Er frá landi leggur,
lífsbjörg dýra að fanga.
Megi byggðin blómgast,
bruna fley um sundið.
Sjómannslíf og saga,
sigrar, fórn og dáðir.
240 FAXI