Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1986, Qupperneq 38

Faxi - 01.10.1986, Qupperneq 38
•• Orbyrgð en ekki auður FRAMHALD AF BLS. 223 Reykjavík. Við tókum eftir því þegar við komum í fjöruna að mikið var þar af mori í flæðarmál- inu, fórum við nú í land, og báð- um um leyfi að tína morið. Það var velkomið, en helst vildi bóndinn láta okkur hafa mó í pokann, en við neituðum því með öllu. Þarna fengum við ágætan eldivið sem entist okkur marga daga, eða þangað til við komum næst til Reykjavíkur, og jafnvel lengur. Við fengum ís hjá ,,sænska“ í ijóra poka og vorum við hólpnir hvað það snerti. En nú kom til umræðu hvort fara skyldi strax vestur að , ,Oddbjamarskeri“ eða leggja 2 legur hér og fara svo til Reykjavíkur og enda úthaldið með túr í , ,Oddbjamarsker“ og það varð að ráði. Ekki man ég hvað margar lúðurnar vom sem við fómm með frá ,,Hvaleyjum“ síðasta túrinn. En mig minnir að þær væm eitthvað yfir 10 talsins. Um ferðina til Reykjavíkur og vest- ur aftur að , ,Oddbjarnaskeri“ er fátt að segja, en þar gerðust þeir atburðir sem settu sinn svip á út- haldið. Og enn þann dag í dag á ég bágt með að trúa að þetta hafi gerst, en sannleikur er það eigi að síður. Við byrjuðum á því að leggja 4 stubba og drógum það eftir nótt- ina, veiðin var treg, og lúðan smá umfram venju. Að því búnu lögð- um við 2 stubba og síðan ákváð- um við að stíma upp að byggðri eyju sem var þarna í mílu fjarlægð eða svo. Efir að hafa kastað kveðju á eyjaskeggja og sagt erindi okkar á þær slóðir, spurðum við hvort til væri mjólk á 2 flöskur eða svo. Því miður, ekki var það hægt. En hvað með harðfiskinn? Enginn harðfiskur var til, sem sagt allar bjargir bannaðar. Nú, þá var ekki um annað að gera en að koma sér burt, kvöddum við því næst heimamenn og héldum burt. Gústa kom þá allt í einu í hug að leyta frétta af lúðuafla og hvar væru mið þau er best væru. Þá ráku eyjaskeggjar upp hlátur tröllslegan, svo undir tók í björg- um og hömrum, svo auðheyrt var að þeir voru ekki til viðtals um sín lúðumið. Nú lögðum við 2 stubba skammt frá eynni, og héldum svo nokkru lengra frá og lögðum bjóð af fiskilínu. Kvöldið eftir um 7 leytið komum við þangað sem 2 stubbarnir voru lagðir nær eynni. En nú voru engir stubbar og engir belgir sjáanlegir. Okkur datt öll- um það sama í hug. Stubbunum hefur verið stolið., ,Það getur ekki verið,“ sagði Steini. Hann gat ekki ætlað mönnum svo ljótt. , ,Við för- um í land og leitum,“ Sagði Gústi, hann var kjarkmaður mikill. Við afréðum það að fara í land, þó það væri í sjálfu sér ábyrgðarhlutur, því við vorum með því að leita þjófaleit hjá þessum mönnum á eynni án heimildar. Við höfðum verið órétti beittir, og okkur svall móður í brjósti. Við þorðum ekki að spyrja hvort þeir hefðu stolið lóðinni. Þeir spurðu hvaða erindi við ættum í land í þetta sinn, við þögðum. Ekki fundum við neitt og fórum um borð við svo búið. Við leituðum enn um stund en án árangurs. Nú kemur sá þáttur þessarar sögu sem er hvorttveggja í senn ótrúlegur og ævintýri lík- astur, en sannur. Það er upphaf þessa þáttar að um miðjan júní mánuð 1965 var ég staddur í Reykjavík, nánar til- tekið í Austurstræti, á móts við Hressingarskálann. Éghafði tekið um hurðarhúninn og ætlaði inn að fá mér kaffi, enda því alvanur, en þá verður mér litið til vinstri útá gangstéttina, og þá sá ég mann sem mér fannst ég þekkja, og við nánari athugun reyndist þetta vera gamall kunningi, en 20 ár eða meira voru liðin síðan við sáumst síðast. Við höfðum verið vinir og félagar í Sandgerði á árunum kringum 1930. Ég bauð honum straxuppákaffi, enda veitingahús á næstu grösum. Okkur dvaldist í eina klst. yfir sopanum, því um margt var að ræða, meðal annars barst í tal hvað við hefðum unnið undanfarin ár. Þá kom uppúr kaf- inu að við höfðum unnið við sama starfið, við múrverk. Hann að öllu leyti, en ég að hálfu á móti fisk- vinnu. Hann sagði mér að nú væri hann að fara heim vestur á Bfldu- dal, og taka þar til við að múrhúða bamaskólahús sem búið væri að standa í nokkur ár fokhelt, vegna fjárskorts. En nú hafði raknað úr því, hann spurði hvort ég væri til í að koma og leggja hönd að þessu verki, sem hann taldi að taka mundi um 3 mánuði. Auðvitað var ég til í það, en ég varð að hafa þann fyrirvara að afturkalla það sem ég hafði lofað. Nú skildu leiðir í bili, en í end- aðan júní sendi ég boð, að ég kæmi 2. júlí. Þá hafði Pálmi Magnússon ferðir úr Reykjavík og vestur á Patreksfjörð og Bfldudal með alls konar vaming, og með honum fékk ég far. Klukkan 2 e.h. þann 1. júlí lögð- um við af stað. Klukkan 9 f.h. þann 2. júlí komum við á Patró. Við Pálmi vorum kunningjar, búnir að vera 3 vertíðir saman í Sandgerði og þola þar sætt og súrt. Pálmi var karlmenni og drengur góður. Mér varð mikið um þegar ég heyrði látið hans. Þegar ég hafði komið mér fyrir, fór ég að spranga um plássið og skoða mig um. Ég þekkti þarna mann sem ég hafði verið með á vetrarvertíð á Suðurlandi, og var nú að huga að honum. Þá mæti ég yfirmúraranum, oghann tilkynn- ir mér að ég sé boðinn í afmælis- veislu hjá einum vinnufélaganna, en hann ætti 60 ára afmæli þenn- an dag. Ég færðist undan þessu boði, þar sem ég var öllum ókunnugur, og þar að auki hafði ég aldrei verið neinn samkvæmis- maður, en mótmæli mín voru ekki tekin til greina. Nokkru eftir mat um kvöldið kom yfirmaður- inn og sagði mál að ganga til veisl- unnar, sem haldin skyldi í húsi þar spölkorn frá. En er þangað kom var mér tekið með kostum og kynjum. Svo að ég fór hjá mér. Mín gamla fylgikona, feimnin, sagði til sín, eins og fyrri daginn. Þarna voru hlaðin borð af mun- gát, bæði fast og fljótandi. Fljótt var mér fært glas fullt á barma og boðið að drekka mína lyst. Ég spurði um innihald. ,,Kók og Vodka,“ var svarað. ,,Nei, takk,“ svaraði ég, ,,en ef þú ættir kók myndi ég þiggja það.“. Konan sem færði mér drykkinn, var um miðj- an aldur, fögur og fyrirmannleg, en mikið var hún hissa þegar ég afþakkaði blönduna. Við vorum 2 sem ekki drukkum áfengi, kona um sjötugt og ég. Tóku nú veislu- gestir að þyrpast að mér og taka mig tali. Var auðheyrt að losna tók um málbeinið á mönnum eftir því sem lengra leið á kvöldið. Menn voru ákveðnir í því að fara að ráðum Jónasar og láta vínið andann hressa og gleðja, minnug- ir þess að: sú stund sem líður kemur aldrei aftur. Og leið nú tíminn í ljúfum glaumi. Þegar komið var lágnætti fóru menn að syngja, sumir heimtuðu að fá að syngja einsöng. Einn vildi t.d. fá að syngja Ökuljóð, sagðist syngja betur en ,, Stefán íslandi". Þá er menn tóku að slá slöku við söng- inn, var farið að segja sögur, og þá tók ég að leggja við hlustir. Af- mælisbarnið, sá 60 ára gamli, hafði búið í Breiðafjarðareyjunum á sínum duggarabrandsárum, og einmitt í þeirri eyju sem við fórum í land í, þegar við töpuðum veið- arfærunum okkar, og nú kom ráðningin alveg eins og á færi- bandi. Þeim eyjaskeggjum hafði blætt það í augum, þegar við veiddum sæmilega, og engin ráð átt betri, en að taka lóðina í land, því enginn fæst í landi. Við þessir 3 vissum strax, að ekki var um annað að ræða en lóðinni hefði verið stolið, en tæplega telst það drengilegt, því einhvers staðar stendur: Allir eiga sjófang saman. En ég lét kyrrt liggja í bili. Svo var M.S. HARPARE342 kom í síðustu viku ágústmánaðar með fullfermi af loðnu, 640 tonn, til Njarðvíkur. Aflanum er landað hjá Valfóður h/f og fór í meltu. Öll meltuframleiðsla Valfóðurs fer til Danmerkur og er tahn kjörfóður fyrir svín og önnur alidýr. Jón Eyfjörð er skipstjóri á m.s. Hörpu, en Miðnes h/f gerir skipið út. Mynd: Ljósmyndastofa Suðurnesja — Óskar. 242 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.