Faxi - 01.01.1987, Síða 2
Er þörf fyrir , ,orð“ Guðs í dag?
Undanfarið ár hefur mikil trúar-
vakning farið um heiminn. Fólk
hefur snúið sér til Guðs af öllu
hjarta og fengið að upplifa að
Hann er lifandi og að Hann gerir
kraftaverk enn þann dag í dag.
Einkenni þessarar trúarvakning-
ar er að fólk eignast persónulegt
samfélag við Guð eða frelsast eins
og við köllum það og upplifir al-
gjöra byltingu í sínu lífi. Þessu
hefur einnig fylgt skím heilags
anda og fólk talar nýjum tungum
eins og á dögum frumkirkjunnar.
Samhliða þessari trúarvakningu
hefur Guð verið að endurreisa
frjálsa söfnuði. Það má segja að
þannig var Vegurinn kristið sam-
félag stofnaður 18. okt. 1982, eða
íyrir um fjórum ámm síðan. Hóp-
urinn sem þá bvrjaði var innan við
tuttugu manns, en telur nú um
250 manns.
Er þetta einhver ný trú spyrð þú
kannski, hvað þarf að gera til að
ganga í flokkinn?
Nei, þessi trú hefur verið boðuð
um allan heim í nærri tvö þúsund
ár og er hin sama innan hinna
ýmsu kirkjudeilda.
Og við göngum ekki í flokkinn
eins og félag, heldur komum við
saman sem kirkja Krists (Biblían
kennir að fólkið er kirkjan) 'til að
eiga samfélag við Jesúm Krist og
Guð sem okkar föður.
Og það er ástæðan fyrir því að
Guð reisir nýja söfnuði, að Hann
vill eiga fólk eða kirkju sem tilbið-
ur Hann og Hann einan en ekki
hefðir eða siðvenjur.
Aðeins þá verður kristindómur-
inn spennandi lífsmáti, þegar líf
Guð flæðir fram.
Þar sem hópur af fólki búsettur
í Keflavík hefur frá upphafi til-
heyrt þessu samfélagi, ,,Vegin-
um“ og síðan fleiri bæst við, og
hugsjón okkar er að boða öllum
mönnum fagnaðarerindið, þá var
ákveðið að bjTja líka starf í Kefla-
vík.
Við höfðum verið að svipast um
eftir húsnæði í nokkra mánuði
þegar þetta húsnæði, Grófin 6B,
kom upp í hendur okkar.
Laugardaginn 15. nóv. héldum
við síðan opnunarhátíð samfé-
lagsins í Keflavík.
Og það leiðir hugann að spurn-
ingunni sem við byrjuðum á.
Er þörf fyrir ,,Orð“ Guðs
í dag?
Ég hef ekki tíma. Ég þarf að sjá
fyrir fjölskyldu. Ég hef ekki tíma
fyrir ,,svoleiðis“. Ég þarf að
vinna. Ég hef mína bamatrú og ég
hef hana út af fyrir mig, og ég skal
sko láta þig vita það að ég er alveg
jafn trúaður og þú.
Við erum jú kristin þjóð, við
höldumjól. Afhverju er ykkar trú
endilega rétt, nú em svo mörg trú-
arbrögð?
Af hverju allir þessir sértrúar-
flokkar? einn skilur Biblíuna
svona og annar öðmvísi.
Skapaði Guð manninn, eða
skapaði maðurinn Guð?
Þetta sem hér er ritað er útdrátt-
ur úr viðbrögðum fólks, þegar ég
hef minnst á Guðs orð eða boðið
því á kristilegar samkomur.
Því spyr ég. Er þörf fyrir orð
Guðs í dag?
í fyrst lagi verðum við að gera
okkur grein fyrir því að orð Guðs
(Biblían) em orð sem Guð hefur
sjálfur talað, okkur til menntunar,
leiðréttinar, umvöndunar og til
fræðslu, þ.e. Guðs álit á málun-
um. Hann hefur sitt álit líka og í
Jasaja 45.19. þá segir Hann okkur
að Hann sé ekki að tala sitt orð út
í bláinn.
Og ég er sannfærður um að við
gætum sparað okkur bæði tíma og
alls konar erfiði og böl ef við bara
gæfum okkur tíma til að hlusta á
Guð. Þegar þú eða ég segjumst
ekki hafa tíma, þá emm við í raun
og vem að segja Guði að Hann
hafi ekkert vit á málunumm, við
getum alveg komist af án Hans.
Og það er einmitt sorgarsaga
mannkynsins í dag. Heimur án
Guðs. Hvert sem litið er þá er ótti,
upplausn, stríð, hungur, verð-
bólga, sjúkdómar, hjónabönd í
upplausn, óæskileg börn aflífuð í
móðurkviði, karlmenn og kven-
fólk sem hafa óeðlilegar kynhvat-
ir, glæpir alls konar virðast færast
í vöxt og jafnvel náttúruöflin virð-
ast bifast. Hvað er að gerast? Get-
ur ekki maðurinn með alla sína
þekkingu og tækni útrýmt eða
losað sig við vandamál eins og
hatur, eigingimi eða bara hung-
ursneyð?
Eða getur það verið að maðurinn
með alla sína þekkingu sé að tor-
tíma sjálfum sér með sinni þekk-
ingu?
Eftir að hafa fylgst lítillega með
fréttaflutningi frá leiðtogafundi
stórveldanna á dögunum, þá
gerði ég mér það ljóst að kjarn-
orkuvopn eða gjöreyðingarvopn
em ekki okkar vandamál.
Það er mannvonskan og syndin
sem em okkar vandamál.
Þar getur Guð einn komið til
hjálpar. Jfekni eða mannleg þekk-
ing geta ekki gefið okkur kær-
leika, það getur Guð einn gert.
Aftur til Guðs orðs
Jesús Kristur sagði: ,,Gjörid
iðrun og trúið fagnaðarcrindinu
Að gjöra iðrun er að snúa við og
byrja að ganga í aðra átt. Og það er
okkar boðskapur í dag að við
þurfum að snúa augum okkar til
Guðs á ný. Þá leysast öll hin málin
sjálfkrafa. Sjáum hvað Guð sagði
við Israelsmenn forðum:
,,Efþér hlýðið skipunum mínum
trúlega, þeim er ég legg fyriryður
í dag: að elska Drottinn Guð yð-
ar, ogþjóna Honum af öllu hjarta
yðar ogallri sálu yðar, þámunég
gefa landi yðar regn á réttum
tíma haustregn og vorregn, svo
þú megir hirða korn þitt, aldin-
lögþinn ogolíu þína. Þd mun ég
láta gras spretta í högum þinum
handa skepnum þínum, svo þú
megir eta og saddur verða.
(5.Mósebók 11:13-15)
Hér sjáum við að lífsafkoma
ísraelsmanna byggðist á því að
þeir hlýddu Guði og elskuðu
Hann. Það var þá sem jörðin gaf
þeim ávöxt og regnið kom á rétt-
um tíma.
Og það sama gildir fyrir okkur
íslendinga í dag. Okkur vantar
ekki fleiri skip, okkur vantar
meiri fisk í sjóinn, og þar getur
Guð komið inn í myndina.
Sem sagt, hungrið hveriur
veðrið lagast, það rignir á réttum
tíma, og grasið sprettur og allt
flýtur í mjólk og hunangi.
Og ef við síðan að lokum, íhugum
orð Jesú í Markús 12:29-32.
Heyr ísrael! Drottinn Guð vor.
Hann einn er Drottinn. Og þú
skalt elska Drottin Guð þinn af
öliu hjarta þínu og af allri sálu
þinni, aföllum hugaþínum ogaf
öllum mœtti þfnum. Annað er
þetta: Þú skalt elska náunga þinn
eins og sjálfan þig. Ekkert annað
boðorð er þessum meira. Þá get-
um við séð hvernig hatur eigin-
girni og mannvonska öll yfirleitt
myndi hverfa, ef að kærleikur
Guðs festi rætur í hjarta manns-
ins. Og hvernig getur það gerst,
spyrð þú. Það byrjar hjá þér. Þú
gefur Jesú hjarta þitt og leyfir
Honum að fylla það af sínum kær-
leika. Síðan segir þú öðrum frá.
Þorri
Þorri, er kaldur klaka gaur
kastar hann snjó um landid víða
krapaélin um loftið líða,
Ijótur er hann, sá illi paur.
Drepur hann margan fleygan fugl,
sem fyrrum söng upp um fjöll og heiðar,
þá flugi hans voru götur greiðar.
Gladdi mig þá hans kvœða rugl.
Nú er hann fallinn lágt á láð.
Leiður þorri þeim sköpum veldur.
Öll guðs skepna hans illsku geldur,
engin finnast gegn honum ráð.
Veit ég þó, brátt að Þorri þver,
er þeyvindar vorsins blása af hafi
og sólin glóheita geisla-stafi
gleðjandi sendir um land og ver.
INGVAR AGNARSSON
2 FAXI