Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 24

Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 24
Vinur sjómannsins Frásögn þessi af Guðrúnu Walton Eiríksdóttur birtist 1980 í kristilegu ársriti er nefnist, ,Vinur sjómannsins“ og er lítið vikið frá þeirri frásögn hér. Þess má að lokum geta að allmargt ættfólk Guðrúnar er vel þekkt hér og í Reykjavík, t.d. var Stefán Sigurfínnsson, sem lengi stjómaði rekstri Eggerts Jónssonar í Innri-Njarðvík, hálfbróðir hennar. Stefán var giftur Jóhönnu Sigurðardóttur og áttu þau mörg böm og bamaböm, búsett í Reykjavík, Njarðvík, Keflavík og sjálfsagt víðar. Albróðir Guðrúnar, Jón Eiríksson, lifír enn, er 82 ára, bú- Danska sjómannatímaritið ,,Havnen“ gat þessarar merku konu með vinsamlegri minning- argrein og verður hér stuðst við þá ftásögn, auk heimilda sem höf- undur hefur aflað sér hjá bróður hennar. Það ber stundum við, þegar skip koma til Hull, að einhver af áhöfn- inni er tekinn og færður á lög- reglustöðina. Áður en hann er lát- inn laus, verður hann að mæta fyrir rétti, þar sem „friðardóm- ari“ dæmir hann í lága fjársekt. Eftir að hafa greitt hana, getur hann farið frjáls ferða sinna, reynslunni ríkari. Það hefur stundum komið fyrir, að morgni dags, að sést hefur er- lendur sjómaður koma fyrir dóm- ara í Hull, og við hlið hans hefur staðið fremur lágvaxin eldri kona, sem þrátt fyrir grá hár og blá augu geislaði af myndugleik, sem eftir- tekt vakti, bæði hjá hinum sak- boma manni og dómaranum. Með ákveðinni og þróttmikilli rödd talaði hún við hinn óham- ingjusama maxm, svo allir skildu — dómarinn líka — að hún gerði hlutaðeigandi ljóst, hve alvarlegt mál hans var. Málið sem hún tal- aði var íslenska, því konan var frú Guðrún Walton Eiríksdóttir. Hún var fædd í Leiru í Gullbringu- sýslu, 6. september 1900. Eftir að hafa notið menntunar í Kaup- mannahöfn, fór hún til Hull og giftist þar 1924 enskum sjómanni, Samúel Walton. Síðan bjó hún í sama húsinu í Worthing Street, þar til hún lést af heilablóðfalli 26. júlí 1980. Þótt Guðrún væri heimilisföst í Englandi mestan hluta ævinnar, varð hún þar ekki rótgróin, því hún var hreykin af að vera íslend- ingur. Það er ekki víst, að dómar- innhefði talið þær afsakanir gild- ar, sem sakborningurinn hafði ffam að færa gegnum túlkinn, ef hann hefði skilið íslensku, því að það var nær undantekningarlaus regla, að Guðrún stóð með lönd- um sínum hverjir sem málavextir voru, eða eins og hún sjálf komst að orði: , .Sérhver maður ætti að geta skilið, hvers vegna hann braut rúðuna. Hann var hræddur. Hann var hræddur um, að menn- imir, sem voru að koma, myndu ráðast á sig. Hvað átti hann að gera? Hann gat ekki talað málið, og á einhvem hátt varð hann að vekja eftirtekt, svo kallað yrði á lögreglu og honum kæmi hjálp.“ Sektin sem hann var dæmdur að greiða, 15 pund, var í hennar aug- um ekki réttlát hegning, heldur neyðarúrræði. En þannig vom Englendingar. Heimska fyrir ís- lendinga. Það þreyttist hún aldrei á að útskýra, ekki heldur í þorskastríðinu. Þegar undirbúinn var kirkjubasar, samkoma eða annað, sem Guðrún Walton tók þátt í, gat hún ávallt komið því að hve afstaða Englendinga gagnvart íslendingum væri óskiljanleg og framkoma þeirra fávísleg í þorskastríðinu. Hún var hreykin af þjóðemi sínu og notaði hvert tækifæri til að segja ffá því, að ís- land væri ffemst Norðurlanda, þar hefði best tekist að varðveita hið upphaflega norræna mál og væri það talað á íslandi enn í dag, h'tið breytt. Óskaði einhver að ræða við hana og þá sérstaklega um ísland, varð hann ekki fyrir vonbrigðum. Hún var ávallt til- búin. En jafnframt því sem hún var bundin íslandi af lífi og sál, hafði hún mikinn áhuga fyrir því að kynnast umheiminum. Guðrún Walton var nokkur ár húsmóðir í dönsku sjómanna- kirkjunni í Hull. Það var þegar Osvald Mouritzen var þar prestur og þegar hann fór til Baltimore, til þess að vera prestur við sjó- mannakirkjuna þar, fór Guðrún settur í Reykjavfk, giftur Ingibjörgu Gísladóttur og eiga þau 3 böm. Hann var kunnur loftskeytamaður og síðast eftirlits- maður hjá Landssíma íslands, ágætur tæknimaður og smiður góður. Sonur Jóns er Sigurður, eigandi fyrirtækisins Sónar hf. í Keflavík. Kona Sigurðar er Þóra T. Ragnarsdóttir og eiga þau 4 böm. Guðbjörg, systir Guðrúnar, er einnig lifandi og búsett í Reykjavík, gift Markúsi Isleifssyni, byggingameistara og eiga þau 3 böm. Þá var Guðrún 'Ibrfadóttir, kona Guðjóns Jóns- sonar, skipasmiðs á Framnesi, föðursystir Guðrúnar Walton. Guðnín Walton. með honum og var húsmóðir þar í tvö ár. Hverfið sem sjómanna- kirkjan var staðsett í, var ekki hið öruggasta, árásir og innbrot næst- um daglegur viðburður, en allt þetta skaut frú Guðrúnu ekki skelk í bringu. Hún eignaðist marga góða vini í nágrenni kirkj- unnar. Þegar Guðrún var í Baltimore notaði hún tækifærið og ferðaðist með áætlunarbflum víða um Ameríku. Þegar hún var í Hull var hún starfandi í Norrænu söfnuðunum og sótti þar vel kirkjur og sam- komur. Böm hennar vom skírð í sjómannakirkjunni. Hugur Guð- rúnar var skír allt til enda og þótt hún væri stundum lasin, síðustu árin, var hún tilbúin að gefa ná- grönnum sínum góð ráð, á nótt sem degi. Síðasta embættisverk Kristjáns Eldjáms sem forseta íslands var að veita ffú Guðrúnu íslenzku Fálkaorðuna, en því miður sá hún hanan aldrei. Hún lést áður en orðan komst í hendur hennar. Séra Osvald Mouritzen kom frá Kaupmannahöfn til Hull og jarð- söng hana. Hann hafði lengi verið prestur hennar og vinur. Guðrún Jónína Lilja, eins og hún hét fullu nafni, var dóttir Eiríks Tbrfasonar, hreppstjóra í Bakkakoti í Leiru og konu hans Sigríðar Stefánsdóttur. Hún var elst þeirra þriggja systkina, sem upp komust og var látin heita eftir þremur eldri systrum sínum sem dóu ungar úr barnaveiki eða misl- ingum. Eins og fyrr er getið giftist Guð- rún enskum sjómanni, Samúel Walton, þau áttu tvo syni. Hétu þeir Eiríkur og Reymond. Sá síð- amefndi dó af hundsbiti á stríðs- ámnum. Þoldi ekki sprautuna, sem átti að lækna hann í sjúkra- húsinu. Eiríkur rekur fyrirtæki í Englandi, sem sér um teikningar og skipulagningu mannvirkja og hefur jafnframt eftirlit með fram- kvæmdum bygginganna. Guðrún missti mann sinn fyrir um það bil 20 ámm og var hann ásamt syni þeirra jarðsettur í kirkjugarði í Hull. En borgarstjómin þar lét fyrir skömmu jafna út þann kirkjugarð og gera hann að al- menningsgarði, svo ekki má jarða þar ffamar. Út af þessu spunnust deilur og málaferli, sem ekki verður frekar rætt hér. En rneðal annars af þessum ástæðum var aska Guðrúnar flutt hingað heim og jarðsett í leiði foreldra hennar í kirkjugarðinum að Útskálum í Garði. Fór þar fram virðuleg minningarathöfn að viðstöddum nánustu ættingum, hinn 6. sept- ember 1980, en þá hefði Guðrún orðið áttræð. Margir sjómenn og aðrir, sem nutu aðstoðar hennar, munu nú minnast hennar með þakklæti og virðingu. S.G. 24 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.