Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 23
Allt er nú sveipað kærleiks-
mætti Guðs á helgri hátíð. Það er
sem mörk hins tímanlega og ei-
lífa verði óljós. Við megum vera
þess fullviss að jólin sameina
okkur öll, lífs og liðin, í eilífu
kærleiksríki Guðs.
Guði séu þakkir fyrir það.
Olafur Oddur Jónsson
Með þessum orðum langar
okkur að minnast afa okkar,
Lárusar Eiðssonar.
Afi var okkur krökkunum allt-
al' meira en bara afi, því hann
var okkur bæði félagi og vinur.
Hann var mikill jafnlyndis-
maður og alltaf rólegur í fasi,
hjartahlýr var hann og skiln-
ingsríkur og ættum við við ein-
hver vandamál að glíma var
hann alltaf tilbúinn til þess að
hjálpa okkur við að leysa úr
þeim.
Afi var aiia tíð mikili náttúru-
unnandi og dýravinur og þau
eru ófá skiptin sem hann og
amma fóru með okkur krakk-
ana í ferðir út í náttúruna.
Heimili afa og ömmu hefur
alla tíð verið hlýlegt og fallegt og
ber góðu handbragði afa vitni.
Heimili þeirra er okkur alltaf
öllum opið og þar sem það er
staðsett nálægt skólanum kom-
um við oftast þar við á leiðinni
úr skóla og í.
Fjölskyldan hefur alla tíð verið
samheldin og áttu afi og amma
hvað mestan þátt í því vegna
þess hve þau létu sér annt um
velferð okkar.
Afi skilur mikið eftir sig, það
dýrmætasta af því er það sem
hann gaf okkur af sjálfum sér og
við munum alla tíð geyma í
hjörtumokkar.
Hann kom til móts við okkur
þegar við þurftum á að halda og
kenndi okkur að vera betri
manneskjur. Við söknum afa öil
en missir ömmu er hvað mestur,
við vitum að hann er í góðum
höndum Guðs.
Hver Z/ðin stuiid er lögð í sjóð
jafnt létt sem óblíð kjör.
hdt auðlegð þá ei hefta hug
né hindra þína för.
Hm hitt skal spurt — og um
það eitt,
hvað yzia sjóndeild fól,
því óska vorra endimark
er austan við morgunsól.
(Örn Arnarson).
Barnabörn.
Sjóslysaannáll KefLavíkur
FRAMHALD AF BLS. 20.
Flutningaskipið Titika á klöppunum neðan við Fiskiðjuna íKeflavík árið 1955.
um stjórn á lóðsbátnum, fór ásamt
fleirum, út í Titiku, og sótti ýmis-
legt, sem að notum mátti koma.
Lengi voru til á heimilum í Keflavík
kerog krukkurúrTitiku, sem notað-
ar voru undir kex, sykur og sitthvað
af þvi tagi. Jafnvel þurrkur (visku-
stykki) úr eldhúsi hins griska kokks,
mátti nota í ýmsum tilvikum.
Titika sigldi áður undir norskum
fána og hét þá Otto jarl. Heimahöfn
skipsins var þá í Þrándheimi. Skipið
var smíðað til farþega- og vöruflutn-
inga innanlands. Það var 717 lestir
að stærð. Kælitæki voru í lest skips-
ins.
Titika var skrásett í Puerto Rico í
Mið-Ameríku, en í grískri eigu. Hún
var nú í fyrstu ferð sinni undir hinu
nýja nafni.
Jafnframt var þetta fyrsta ferð
skipstjórans með skipið.
Fram í apríl 1956, lá Titika á
strandstað, en þá var hafist handa
um að þétta hana. Fimmtán menn í
Keflavík og Njarðvík höfðu keypt
skrokkinn fyrir 60 til 70 þúsund
krónur. Fylgdi sú kvöð, að þeir yrðu
að fara með skipið fyrir ákveðinn
dag, annars greiddu þeir dagsektir.
Var því unnið kappsamlega að þétt-
ingu skipsins. Tókst að koma skip-
inu á réttan kjöl og síðan var því
fleytt út á stórstraumsflóði siðari
hluta aprilmánaðar 1956. Varskipið
selt til útlanda i brotajárn.
Annálshöfund minnir að starfs-
menn ESSO á Keflavíkurflugvelli
hafi keypt Titiku. Fróðlegt væri að
heyra nánar um það frá einhverjum
sem þessar iinur les. Annar björg-
unarbáturinn af skipinu varð hér eft-
ir. Ef til vill var það hann, sem áhöfn-
in bjargaði sér á. Hinir nýju eigend-
ur breyttu bátnum, settu á hann að
framan einskonar hvalbak, en ekk-
ert stýrishús. Réru þeir á bátnum
um nokkurt skeið. Síðast komst
björgunarbáturinn af Titiku í eigu
þeirra Reynis Svavarssonar og
Heimis Jóhannssonar. Settu þeir
hús á bátinn að framan. Geymdu
þeir hann í Stokkavörinni. Það var á
árunum 1967—69. Þá voru dagar
vararinnar senn taldir. Hún var fyllt
upp 1970—71.
Þeir Reynir og Heimir gáfu bátn-
um nafnið HÝR. En þar sem hann
stóð í Stokkavörinni, í alfaraleið, þar
sem margir áttu leið um, fannst ein-
hverjum gárunga tilvalið að setja Ó
fyrir framan nafnið. Hét báturinn þá:
ÓHÝR. Að þessu hlógu strákarnir,
sem þá mældu Hafnargötuna, og
komu stundum við i Stokkavörinni,
ef menn voru þar að drytta að
trillum.
(í öllum dagblöðunum 1. og 2.11.
1955 eru fréttir um strand Titiku.
Frétt í Faxa, nóv. 1955, bls. 80.
Frétt í Tímanum 24. apríl 1956 um
björgun skipsins.
Fréttir í febr.bl. Faxa og í Flæðarmáli
Faxa, apríl—maí-blaði 1956.
Veðráttan. Nóvember 1955. Bls. 41).
Aðstoð eftirlitsskipa við
báta frá Keflavík
Eftirlitsskip Landhelgisgæslunn-
ar veittu 12 keflvískum bátum að-
stoð árið 1955, aðallega á Faxaflóa.
(Árbók SVFÍ 1955-6, bls. 92-94).
Maður týnist í
Keflavík — finnst
rekinn við Gróttu.
íjanúar 1956, var saknað manns,
Brynjólfs Guðmundssonar, sem bjó
í Njarðvík. Hann sást síðast í Kefla-
vik, sunnudaginn 15. janúar, um kl.
sex síðdegis. Var auglýst eftir hon-
um í blöðum og útvarpi, án árang-
urs. En talið var, að Brynjólfur hafi
horfið í Keflavík. Föstudaginn 2.
mars, fannst lik hans rekið við
Gróttu á Seltjarnarnesi. Engin skýr-
ing virtist fyrir hendi á dauða
mannsins. Brynjólfur hefur trúlega
unnið á Keflavíkurflugvelli, verið
hér aðkomumaður. En á þessum
árum voru þeir margir hér, sem
unnu við framkvæmdir á flugvellin-
um. Þessa er þó ekki getið í fréttum
en er tilgáta annálshöfundar.
(Mbl. 15. febrúar 1956: ,,Upplýsing-
ar óskast um týndan mann“
Mbl. 4. mars 1956: Lík flnnst sjó-
rekið“. Stutt frétt á forsíðu.)
1956
Tveir ungir Kefl-
víkingar drukkna
Mánudaginn 29. janúar 1956,
hurfu tveir ungir menn frá Keflavík.
Sáust þeir síðast aðfaranótt mánu-
dagsins. Þeir hétu Jón Erlendsson,
26 ára, og Jón Ólafsson, 21 árs.
Voru þeir bræðrasynir. Hófst fljót-
iega mikil leit að mönnunum á sjó
Jón Ólafsso n.
og af landi. En hún varð árangurs-
laus. Eftir tilvísun sporhunds var
slóð mannanna rakin til sjávar. Talið
var að mennirnir hafi tekið pramma
eða smábát og ætlað að róa út [ er-
lent skip, sem lá skammt utan við
Keflavík. Veður var afleitt um þetta
leyti, vindursunnan eða suðvestan-
stæður og mikil rigning. Til þeirra
félaga spurðist aldrei framar og var
talið að þá liafi borið af leið og þeir
drukknað.
Jón Erlendsson var kvæntur og
átti tvö börn, Jón Ólafsson, var ókv.
og bl„ en átti foreldra á lífi.
(Fréttir í öllum dagblöðunum 1. og 2.
febr. 1956.
Frétt í Flæðarmáli Faxa, febr. 1956.
Árbók SVFÍ 1958, bls. 86.
Veðráttan. Janúar 1956. Bls. 1).
Framhald í næsta blaði
FAXI 23