Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 26

Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 26
OPIÐ HÚS HJÁ ÞROSKA HJÁLP Félagið Þroskahjálp á Suðumesjum hefur að undanfömu haldið marga fundi bæði fræðslufundi svo og skemmtifundi. Hafa þessir fundir verið sóttir af fötluðu fólki og aðstand- endum þeirra og einnig áhugafólki um málefni þessi. Nú hefur stjóm Þroskahjálpar ákveðið að hafa opið hús í húsnæði félagsins þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Opið hús er hugsað sem vettvangur kynn- ingar og stuðnings milli aðstandenda skjólstæðinga Þroskahjálpar. NÝR TFEKNIFRÆÐINGUR HJÁ KEFLAVÍKURBÆ Á tæknideild bæjarins er nú tekinn til starfa Jóhann Bergmann, verk- fræðingur. Jóhann er borinn og bam- fæddur Keflvíkingur, sonur hjónanna Halldóm Ámadóttur og Jóhanns Bergmann. Jóhann, sem er 40 ára gamall, lauk verkfræðiprófi árið 1972 frá Danmarks Tbkniske Höjskole í Kaupmannahöfn. Eftir að hann kom heim starfaði hann á Verkfræðistofu Þórhalls Jónssonar, en árið 1980 starfaði hann hjá Hraunvirki við virkj- un Hrauneyjarfossa. Frá árinu 1982 og þar til hann tók við sínu nýja starfi, þá veitti hann forstöðu hönnunardeild á skrifstofu bæjarverkfræðings Hafn- arfjarðar. Faxi býður Jóhann velkom- inn til starfa og óskar honum velfam- aðar. FRAMBOÐ TIL ALÞINGIS Stjómmálaflokkar eru nú sem óðast að tilkynna framboð vegna komandi kosninga til Alþingis. Hér á eftir birt- um við nöfn efstu manna á þeim list- um sem þegar hafa borist blaðinu. Alþýðuflokkurinn 1. Kjartan Jóhannsson, alþingis- maður. 2. Karl Steinar Guðnason, alþingis- maður. 3. Rannveig Guðmundsdóttir, bæj- arfulltrúi. 4. Guðmundur Oddsson, skóla- stjóri. 5. Elín Harðardóttir, matsveinn. 6. Ámi Hjörleifsson, rafvirki. 7. Gréta Aðalsteinsdóttir, hjúkmn- arfræðingur. 8. Kolbrún Tóbíasdóttir, húsmóðir. 9. Bjami Sæmundsson, pípulagn- ingarmaður. 10. Grétar Már Jónsson, skipstjóri. Alþýðubandalagið 1. GéirGunnarsson, alþingismaður. 2. Ólafur Ragnar Grímsson, pró- fessor. 3. Ásdís Skúladóttir, félagsmála- fulltrúi. 4. Bjargey Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri. 5. Jóhanna Axelsdóttir, kennari. 6. Hilmar Ingólfsson, skólastjóri. 7. Soffía Guðmundsdóttir, hjúkr- unarfræðingur. 8. Garðar Vilhjálmsson, flugaf- greiðslumaður. 9. Sigurður Á. Friðjónsson, rithöf- undur. 10. Sólveig Þórðardóttir, ljósmóðir. BYGGÐASAFNIÐ Við viljum minna á opnunartíma Byggðasafnsins á Vatnsnesi. Þar er opið alla sunnudaga á milli kl. 14—16. Einnig er hægt að hafa samband við safnvörð, Guðleif Sigutjónsson í síma 1555. Það er full ástæða fyrir almenn- ing að líta við á safninu öðru hvoru, enda er þar að finna margar minjar úr sögu bæjarins okkar. 31. ÁRSÞING ÍBK. Þing ÍBK fyrir árið 1986 var haldið á Glóðinni í nóvember s.L Þar voru fluttar skýrslur stjómar IBK og sér- ráða og lagðir fram reikningar. Fram kom, að starfið hefur verið mjög blómlegt og að fjárhagurinn er í góðu lagi. A þinginu var samþykkt tillaga frá ÍK um það, að ÍBK athugi möguleik- ana á byggingu nýs fþrótta- og æfinga- húss. Sett var á laggimar nefnd til að undirbúa málið og skal hún ljúka störfum fyrir næsta þing. Stjórn ÍBK hefur skipað í nefndina og sitja eftir- taldir menn í henni: Helgi Hólm, sem er formaður nefndarinnar, Ástráður Gunnarsson, Sigurður Steindórsson, Sigurbjöm Sigurðsson, Nikulás Brynj- ólfsson, Theódór Kjartansson, Hjört- ur Zakaríasson og Sigmar Bjömsson. Sveinn Bjömsson, forseti ÍSÍ, flutti þinginu kveðjur og þakkir fyrir gott starf á liðnum ámm. Einnig greindi hann l'rá tilkomu Lottósins, en til- gangurinn með því er m.a. að afla íjár til íþróttastarfsins í landinu. Ragnar Marinósson var í lok þings- ins endurkjörinn formaður. JÓN EYSTEINSSON, BÆJARFÓGETI, 50 ÁRA Þann 10. janúar sl. átti Jón Ey- steinsson fimmtíu ára afmæli. Jón er sonur Eysteins Jónssonar, fyrrver- andi ráðherra, og konu hans, Sólveig- ar Eyjólfsdóttur. Jón hóf fyrst störf hér í bæ árið 1965 og var hann þá full- trúi á skrifstofu bæjarfógeta. Árin 1966-69 var hann fulltrúi bæjarfó- geta í Kópavogi. Frá ’69 til 1. okt ’75 var hann fulltrúi bæjarfógeta í Kefia- vík. 1. október 1975 var hann síðan skipaður bæjarfógeti og sýslumaður hér syðra og hefur hann gegnt því starfi síðan. Faxi sendir ámaðaróskir til Jóns og fjölskyldu hans á þessum tímamótum. FÁLKAORÐAN Á SUÐURNES Forseti Islands veitti nýlega Jóni Bjamasyni í Vogum Fálkaorðuna fyrir störf hans að barnavemdarmálum. Jón er vel að þessum heiðri kominn og sendir Faxi honum bestu hamingju- óskir. FRÉTTATILKYNNING VERÐLAGSSTOFNUNAR Verðlag í Keflavík einna lægst. — Samkvæmt könnuninni var verðlag á höfuðborgarsvæðinu 0.8% hærra en í Keflavík. Verðlag á Suðumesj- um, annars staðar en í Keflavík, var 2,1% hærra en í Keflavík. — Ef leita á skýringa á hagstæðu verð- lagi í Keflavík vegur vafalaust þyngst mikil verðsamkeppni á milli verslana í Keflavík og einnig ná- lægðin við höfuðborgarsvæðið. Bilið á milli hverfaverslana og stór- markaða á höfuðborgarsvæðinu minnkar — Samkvæmt könnuninni var verðlag í hverfaverslunum á höfuðborgar- svæðinu 3% hærra en í stórmörkuð- um. Verðmunurinn hefur minnkað frá janúarkönnuninni en þá var verðlag í hverfaverslimum 4,2% hærra. — Meðalástæðnaþessaðdregiðhefur saman með hverfaverslunum og stórmörkuðum má telja hækkun álagningar hjá stórmörkuðum á yfirstandandi ári. NÝLENDUVÖRUR em þær vömr kallaðar, sem koma frá fjarlægum löndum, einkum hinum heitari. Upphafiega komu nýlendu- vömr frá nýlendum Rómverja við Miðjarðarhaf og Svartahaf. Þær vom afurðir og ávextir af jurtum, t.d. alls konar krydd, epli, sveskjur, rúsínur, síðar kaffx og te, sykur og kakó, sem fluttist þó ekki til Evrópu fyrr en löngu eftir fall Rómaveldis. Rómverjar urðu fy rir miklum menn- ingaráhrifum frá Grikkjum, sem enn sér stað. Til dæmis átti grísk tunga mörg orð, sem Rómvetjar tóku upp, og felldu síðar að latnesku máli. Eitt af þessum orðum var nafnorðið: Colo- nie, sem þýddi upphaflega landar- eign, nýbýli eða land, sem var brotið til ræktunar í fyrsta sinn. En, sem kunnugt er, áttu Rómverjar skattlönd allt umhverfis Miðjarðarhaf og austur fyrir Svartahaf, þaðan vestur um, gegnum Þýskaland, til Bretlands. Þar var nyrsti hluti hins víðlenda veldis. Smám saman fengu þessi lönd heiti sitt af þessu gríska orði, sem áður er vitnað til. Ítalía var heimalandið, ná- lægt miðsvæðis í heimsveldinu. Þang- að voru fluttar vörur frá nýlendunum. Þar sem Rómverjar höfðu víðast hvar ítök, breiddist nafnorðið colonie út um Evrópu, og festist í öðrum þjóð- tungum. Colonie barst einnig til Danmerkur, þó Róm- verjar réðu þar aldrei. Orðið barst þangaö, sennilega fyrir áhrif latnesks máls, sem kirkjan notaði. En Dan- mörk varð kristin nokkru fyrir árið 900. Danir tóku orðið upp í mál sitt, breyttu því og felldu að málkeríinu: Koloni. Er aldir liðu breiddist ný- lenduveldi Evrópumanna til fjarlæg- ari landa í austri og vestri. Þá færðist hið gamla latneska orð yfir á þær vör- ur, sem þaðan komu. Danir kölluðu þær: Kolonivarer. Kolonivarer berast til íslands Sennilega hafa íslendingar fljótlega kynnst hinu latneska orði, er kristni 26 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.