Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 15
tekist að bjarga drukknandi
áhöfnum. Sókrates hélt því fram,
að ranglátt væri að dæma heilan
hóp manna í einu lagi og skipti
ekld máli, hvort þeir væru sekir
eða saklausir.
Efnislega er samtalið hér að
framan tilbúningur að sjálfsögðu,
en samt ágætt dæmi til skýringar
á því hvers vegna þessi málsnjalli
og lágvaxni maður með töfraljóm-
ann á froskandlitinu markaði svo
merkileg tímamót í menningar-
sögu Vesturlanda. Hann hélt því
ffam, að við ættum ávallt að hlýða
rödd skynseminnar, því að allar
dyggðir væru fyrst og síðast fólgn-
ar í sigri skynseminnar yfir til-
finningunum.
Sókrates lagði ekki eingöngu
áherslu á siðrænt gildi heil-
steyptrar hugsunar, heldur varð
hann jafnframt fýrstur til að ríða á
vaðið og kenna þau fræði að
marki. Hann var höfundur þeirr-
ar kenningar, að sérhvert hugtak,
sem um væri að ræða, bæri að
skilgreina og skoða niður í kjöl-
inn. Honum lét að hefja mál sitt á
þessa leið: ,,Aður en við snúum
okkur að sjálfum umræðunum,
skulum við gera okkur ljóst, hvað
það er í raun og veru, sem við ætl-
um að tala um.“ Þetta sama hafði
vissulega verið sagt áður í einka-
samtölum, en Sólu'ates gerði það
að kennisetningu.
Fyrir daga Sókratesar höfðu
þrjár kynslóðir grískra heimspek-
inga rannsakað jörðina og stjörn-
urnar allt þetta stórmerka blóma-
skeið hyggjuvits og furðu miklla
fræðistarfa og þannig lagt hom-
steininn að þeirri lærdómsgrein,
sem við nefhum náttúmvísindi.
Sókrates fór einnig vísindalegar
leiðir í rannsóknum sínum á
„listinni að lifa“ í mannlegu sam-
félagi.
Þegar hann var uppi, teygði sig
glæstur heimur grískra borgríkja
og grískrar menningar umhverfis
botn Miðjarðarhafsins, fram með
ströndum Svartahafs og alla leið
að landamæmm Rússlands, og
gríski verslunarflotinn var einráð-
ur á öllu Miðjarðarhafi. Undir for-
ystu hinnar miklu verslunarborg-
ar, Aþenu, höfðu Grikkir um
þessar mundir unnið sigur á her-
sveitum persneska stórkonungs-
ins. Listamenn, skáld og heim-
spekingar, stúdentar, vísinda-
menn og kennarar streymdu nú til
Aþenu úr ölum áttum. Alla leið
frá Sikiley komu synir auðmanna
til þess að slást í för með Sókratesi
á gönguferðum hans og hlýða á
sérstæð rökfræði þessa spekings.
Og kennsla hans var ókeypis fýrir
alla. Hann heimtaði aldrei eyris
virði í laun af nokkmm manni.
Allir þeir stóm heimspekiskól-
ar, sem upphaflega risu af gmnni
í löndum Grikkja og síðar í Róma-
veldi, áttu rætur sínar að rekja til
hans. Platon var lærisveinn hans,
og Aristóteles var lærisveinn
Platons. Arfleifð Sókratesar hefur
flust frá kynslóð til kynslóðar allt
fram á okkar dag.
Kenningar Sókratesar hefðu
máski ekki haft jafn mikil áhrif á
umheiminn, ef reyndin hefði ekki
orðið sú, að hann varð að deyja
píslarvættisdauða vegna skoðana
sinna. Það kann að þykja undar-
legt tiltæki að dæma mann til
dauða fýrir þá sök eina, að hann
, ,barðis fýrir ótvíræðri skilgrein-
ingu hugtaka“. En það verður ef til
vill ekki svo óskiljanlegt, ef við
hugleiðum, hvemig fara mundi
fýrir mörgum hefðbundnum og
viðkvæmum skilningi, væm rök-
réttar afleiðingar hans dregnar
miskunnarlaust fram í dagsljósið
með aðferðum Sókratesar, svo
nýstárlegar sem þær vom á þeim
tíma. Þótt Sókrates væri einstak-
ur friðsemdarmaður í augum
ungra vina hans, hljóta þúsundir
gamalla og skorpinna skrögga og
jafnvel ábyrgðarfullra samfélags-
vemdara að hafa álitið hann
hættulegan friðarspilli og öfga-
mann. 'IVenns konar formlegar
ákrærur vom bomar fram gegn
honum: hann trúði ekki á guð-
ina, og hann ,,spillti æskulýðn-
um“.
Ekki vitum við nákvæmlega nú
til dags, hvað ákærendur Sókra-
tesar meintu, en hitt er fullvíst, að
ungu fólki þeirra tíma þótti vænt
um þennan gamla mann. Ferskar
hugmyndir hans höfðu sterkt að-
dráttarafl, og hvatningarræður
hans um gildi sjálfstæðrar hugs-
unar drógu æskuna að knjám
hans, en foreldramir óttuðust, að
unglingarnir drykkju þar í sig
byltingaráróður. Þessi skoðun
fékk meðal annars byr í seglin,
þegar einn lærisveina hans, ungi
skapmaðurinn, Alkibiades, gekk
í lið með fjandmönnunum í stríð-
inu við Spartverja. Sókrates átti
enga sök á því, en Aþenubúar,
sem nú bjuggu við margháttað
mótlæti, urðu að finna einhvem
syndasel.
Sókrates var leiddur fýrir al-
þýðudómstól skipaðan 501 kvið-
dómara og dæmdur til dauða með
aðeins 61 atkvæðis meirihluta. Ef
til vill hafa einungis fáir af við-
stöddum trúað því, að hann yrði í
raun og vem líflátinn. Hann hafði
lagalegan rétt til að biðja um mild-
ari refsingu og krefjast nýrrar at-
kvæðagreiðslu. Meira en 30 með-
limir dómsins hefðu án efa skipt
um skoðun, ef hann auðmjúkur
og knékrjúpandi hefði beðist
vægðar, eins og þá var siður. En
Sókrates vildi ekki víkja frá
gmndvallarkenningum sínum.
„Það er ein af óhagganlegum
skoðunum mínum,“ sagði hann
við nokkra lærisveina sína, er
heimsóttu hann í fangelsið og
reyndu að hvetja hann til að flýja,
, ,að lögin beri að hafa í heiðri. Sú
skylda hvílir á hverjum góðum
þjóðfélagsborgara, eins og ég hefi
svo oft sagt ykkur, að hann hlýði
lögum borgar sinnar. Ég hefi verið
dæmdur til dauða samkvæmt
gildandi lögum í Aþenu, og þá er
það rökrétt afleiðing af þeim
dómsúrskurði, að ég verði að
deyja.“
Æstum og angistarfullum vin-
um hans hlýtur að hafa mislíkað
slík rök.
, ,Er þetta ekki að teygja rökrétt-
ar afleiðingar helst til langt?“
spurðu þeir. En gamli maðurinn
lét ekki bifast.
Platon hefur lýst síðasta ævi-
kvöldi Sókratesar í samræðubók
sinni, Faidon. Sókrates eyddi
þessari hinstu nótt, eins og svo
mörgum áður, til þess að ræða
heimspekileg efni við unga vini
sína. Síðasta umræðuefnið var:
Er líf eftir dauðann? Spekingnum
bar að trúa því, en hann lét spurn-
ingunni ósvarað og hlustaði íhug-
ull á andmæli vina sinna. Sókra-
tes hugsaði skýrt og skipulega til
hinstu stundar og lét ekki tilfinn-
ingarnar ná tökum á huganum.
Hann ræddi óþvingaður um lík-
umar fýrir öðm lífi eftir dauðann,
þótt hann ætti að deyja að fáum
stundum liðnum.
Þegar stundin nálgaðist, söfn-
uðust vinimir umhverfis hann og
reyndu að vera þess albúnir að
horfa á ástfólginn lærimeistara
sinn tæma eiturbikarinn. Sókra-
tes sendi sjálfur eftir honum, í
sama mund og sólin hvarf að
fjallabaki í vestri. Er fangavörður-
inn kom með bikarinn, sagði
Sókrates með hægð og rósemi í
röddinni: „Þú veist allt um þessa
athöfn, og þú ættir að segja mér,
hvemig ég á að haga mér.“
„Drekktu fýrst jurtaeitrið, og
því næst skaltu rísa úr sætinu og
ganga um gólf, uns fætur þínir
byrja að lamast“, sagði fangavörð-
urinn. „Þá skaltu leggjast fýrir,
og lömunin mun halda áfram til
hjartans.“
Sókrates fór að þessum ráðum
með ískaldri ró. Hann gaf sér að-
eins tóm til að átelja vini sína fýrir
grátklökkva og kveinstafi, alveg
eins og það sem hann aðhefðist
væri ekki rétt og skylt. Síðasta
hugsun hans snérist um smá-
muni, sem hann hafði gleymt.
Hann lyfti ábreiðunni, sem huldi
andlit hans og sagði: „Kríton, við
skuldum Asklepíosi eirm fómar-
hana. Borgaðu honum þessa
skuld, og gleymdu því ekki.“
Þessu næst lokaði hann augun-
um og dró ábreiðuna yfir andlitið
á ný, og þegar Kríton spurði hann,
hvort hann hefði fleira að segja,
svaraði hann ekki.
„Þannig andaðist hann“, segir
Platon, sem lýsir banastund hans
með ógleymanlegum orðum.
„Hann — vinur okkar, sem var
ráðhollastur, bestur og vitrastur
allra þeirra manna, er við höfum
kynnst.“
Verslunin
NONNI & BOBBI
■ Hringbraut 92 - 230 Keflavík —1
Síllli 92-1580
VÖRUHÚS
FJÖLSKYLDUNNAR
HÓLMGARÐI
Þú verslar bæði stórt og smátt,
allt eftir þínum þörfum, en þú
verslar örugglega ódýrt.
Það sem upp á vantar, fæst við
hendina.
FAXI 15