Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1987, Síða 19

Faxi - 01.01.1987, Síða 19
Skúli Magnússon: Sjóslysaannáll Keflavíkur 18. hluti 1955 Þremur mönnum bjargað af trillu Þann 18. apríl 1955, bjargaöi v.b. Hilmir frá Keflavík, þremur mönn- um, af sökkvandi trillu í Garðssjó. Voru mennirnir á leið úr róðri til Keflavíkur, er sjór gekk yfir trilluna og braut hana. Gerðist þetta um kl. 3 e.h., um klukkustundar siglingu út af Garðskaga. Vindátt var suð- læg, suðaustan eða suðvestan, og rigning töluverð. Eftir áfallið gátu mennirnir haldið vélinni gangandi með hvíldarlausum austri. Eftir fjögurra tlma erfiði sáu þeir v.b. Hilmi og sigldu i veg fyrir hann. Mennirnir fóru síðan um borð í hann, en trillan sökk litlu siðar. Á trillunni voru: Benedikt Guð- mundsson og Pétur Guðmunds- son, báðir frá Keflavík, og Hörður Jóhannsson frá Borgarnesi. Hilmir fór með mennina til Reykjavíkur en þeim varð ekki meint af volkinu. (Mbl. 19.4. 1955: ,,3 mönnum bjargað“. Veðráttan. Aprfl 1955. Bls. 13). Fjögurra ára telpu bjargað frá drukknun Þann 18. eða 19. apríl 1955, féll fjögurra ára gömul telpa, Guðlaug Sigríður Kristjánsdóttir, fram af sjávarbakkanum við Duushúsin í Keflavík. Bakkinn þarna var nokkuð hár, hlaðinn úr höggnu grjóti. Guð- laug var að leika sér við jafnaldra sína er hún féll í sjóinn. Töluvert frá- kast var við bakkann, þar sem hún féll fram af, og bar hana brátt frá landi. Leikfélagi Guðlaugar hljóp þegar heim eftir hjálp. En faðir hans var ósyndur og fékk hann Jón Sig- tryggsson, tvítugan Dalviking, til aðstoðar. Jón stakk sér þegar til sunds, og náði Guðlaugu, sem þá var um 50 metra frá landi. Hún var meðvitundarlaus, enda voru þá liðnar um 15 minútur frá falli hennar i sjóinn. Er í land kom, hóf Jón lif- gunartilraumr á Guðlaugu, og u.þ.b., sem læknir kom, var hún vöknuð til lífs. Guðlaug bjó hjáforeldrum sínum, Ástu Bjarnadóttur og Kristjáni A. Helgasyni, en þau bjuggu þá í gamla Duushúsinu. (Mbl. 20.4. 1955: „Dalvíkingur bjargar telpu frá drukknun“) Eldur í v.b. Jóni Guðmundssyni Aðfaranótt 30. apríl 1955, er v.b. Jón Guðmundsson var við línulögn, kom upp eldur i eldunarplássi í lúk- ar. Varð eldurinn það mikill, að mat- sveinninn, sem var við vinnu i lúk- TÖKUM EKKI ÁHÆTTU! ÁVÖXTUM SPARIFÉ OKKAR í ÖRUGGUM HÖNDUM HEIMAMANNA. FAXI 19

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.