Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1987, Side 14

Faxi - 01.01.1987, Side 14
MAÐURINN SEM TRUÐIA SKYNSEMINA — fróðleg grein um einn mesta speking fornalaar, eftir Max Eastman Hann hafði sérkennilega ásýnd - hátt og hvelft enni, sem hvarf í nakinn skallann, snubbótt kart- öflunef og sítt og hrokkið alskegg í nokkurri mótsetningu við djörf og gáfuleg leiftur augnanna. Þetta útlit mannsins var jafnan vinsæll skotspónn í græskulausu gamni vina hans og kunningja, og sjálfur varð hann fyrstur til að henda gaman að því. Hann var fátækur og hálfgerður slæpingi, - mynd- höggvari að iðn, en heldur af lak- ara taginu. Ekki vann hann hand- tak umfram brýnustu þarfir, svo að hann gæti fætt og klætt konu sína og þrjá syni. Hans uppá- haldsíþrótt var að tala. Og þar eð húsfreyja hans var þrasgjöm kona, sem notaði tungu sína eins og geðvondur ekill svipuna, forð- aðist hann að vera heima meira en nauðsyn krafði. Hann hafði það fyrir reglu að rísa úr rekkju, áður en dagur rann, borðaði morgunverð í hasti, tvær brauðsneiðar vættar í víni, smeygði sér í treygju og steypti að síðustu yfir sig kufli úr grófu efni. Þannig búinn hraðaði hann för sinni í leit að markaðstorgi eða hofi, heimili einhvers kunningja, baðhúsi eða þá bara einhveiju götuhomi, þar sem hann gat hitt menn að máli og komið rökræð- um af stað. Öll heimaborg hans logaði af rökræðuástríðu. Borgin var Aþena, og maðurinn, sem hér er talað um, var Sókrates. Ekki var útlit hans eitt sérkenni- legt heldur einnig hættir hans og hugmyndir, sem hann hélt fast við með ljúfmannlegri þijósku. Ein- hveiju sinni hafði einn vina hans spurt véfréttina í Delfí, hver væri vitrastur manna í Aþenu. Öllum til undrunar hafði hofmærin þá nefnt nafn þessa iðjuleysingja — nafh Sókratesar. Sjálfur hafði hann hins vegar eftirfarandi skýringu á reiðum höndum:, .Véfréttin hefur útnefht mig vitrasta manninn í Aþenu, af því að ég er sá eini, sem veit, að hann veit ekkert.“ Þessi klóka og laundijúga auð- mýkt færði honum yfirburðasigur í hverri rökræðu. Hann varð í raun og vem eins konar hrísvönd- ur á kunningja sína jafnt og ókunnuga. Aðferð hans var sú, að lýsa fyrst yfir eigin vanþekkingu, láta síðan hverja spuminguna reka aðra og lokka þannig menn til að gera furðulegustu játningar, eins og slóttugur saksóknari væri þama að verki. Sókrates var postuli rökréttrar hugsunar. Hann gekk um strætin í Aþenu og prédikaði rökvísi, á sama hátt og Jesús ferðaðist um Palestínu 400 ámm síðar og boð- aði kærleikann. Og nákvæmlega eins og meistarinn frá Nasaret, án þess að skrifa eitt einasta oið, náði hann sterkari tökum á hugum fólksins en þótt hann hefði samið bækur í fullan skáp. Hann gat gengið beint framan að fyrirmennum staðarins, vikið sér auðmjúkur að mestu mælsku- snillingum eða hverjum sem var og spurt, hvort þeir vissu í raun og vem, um hvað þeir væm að tala. Komið gat það t.d. fyrir, að hátt- settur stjómmálamaður væri að flytja ræðu og lyki orðum sínum með ættjarðarhjali um hugrekki og um heiður þann og hamingju, sem fólgin væri í því að fá að deyja fyrir fóstuijörðina. Þá hafði ræðu- maður varla sleppt síðasta orð- inu, fýrr en Sókrates stóð frammi fyrir honum og sagði:, .Fyrirgefið tramhleypni mína, en mig langar gjaman að vita nákvæmlega hvað þér meinið með orðinu hug- rekki.“ „Hugrekki er að standa stað- fastur á sínum verði á hættunnar stund,“ var kannske svarað í styttingi. En Sókrates lét ekki slá sig út af íaginu. ,,En hugsum okkur þær aðstæður, að besta úrræðið væri í því fólgið að láta undan síga?“ ,,í slíku tilfelli. . . já, þá lítur dæmið öðmvísi út. í slíku tilfelli ætti maður auðvitað ekki að standa kyrr.“ „Samkvæmt því virðist þá hug- rekki hvorki fólgið í því að standa staðfastur á verðinum né heldur felst það í því að láta undan síga eða flýja. Hvemig munduð þér þá vilja skilgreina hugrekkið." ,, Mælskusnillingurinn hmkk- aði ennið þungt hugsandi: „Nú hafið þér komið mér í vanda. Ég held ég kunni tæpast svar við þessari spumingu“. „Það kann ég ekki heldur“, svaraði þá Sókrates. „En mér þætti gaman að vita, hvort það er svo ýkja mikill mimur á því að vera hugrakkur og að nota skyn- semi sína, það er að segja að gera það, sem er skynsamlegt hverju sinni án tillits til hættunnar.“ „Þetta virðist gáfulegri álykt- im“, kallaði þá máske einhver úr hópnum, og röddin varð til þess, að Sókrates snéri máli sínu að þeim, sem hafði talað. „Getum við þá orðið sammála um, - auðvitað í tilraunaskyni, því hér er um mjög vandasama spumingu að ræða, - að hug- rekki sé ekkert annað en góð og óhagganleg dómgreind? Og enn- fremur að andstæðan í þessu sambandi sé sú að láta tilfinning- amar ná yfirhöndinni, svo að skynsemin verði að þoka? Erum við sammála?“ Af persónulegri reynslu kunni Sókrates ágæt skil á hugrekkinu, og áheyrendur hans vissu, að hann þekkti hugdirfskuna niður í kjölinn, því að líkamshreysti hans og óbilandi kjarkur í Pelopsskaga- stríðinu urðu fræg og í frásögur færð. Og ekki síður var honum gefinn andlegur styrkur og sið- ferðisþrek í ríkum mæli. Það var á allra vitorði, að hann einn hélt jafnvægi, þegar almenn tmflun greip um sig eftir sjóorustuna við Arginúsisku eyjamar og átta sjó- liðsforingjar í Aþenu vom dæmd- ir til dauða íyrir þá sök að hafa lát- ið undir höfuð leggjast eða mis- 14 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.