Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1987, Side 11

Faxi - 01.01.1987, Side 11
Bjami Jónsson með Guðrtínu Khstó- fersdóttir — dótturdóttir sina í fang- inu. Jóhanna Jónsdóttir. Myndin tekin í 90 úra afmœli hennar. Magntís ,,frœndi“. Ég er ekki nógu kunnugur til að rekja ætt þessa að gagni, en bendi á nokkrar staðreyndir, ef verða mætti hvati til ættmenna að efla ættartengslin sem verða flestum til ánægjuauka, þegar grannt er skoðað. Bjarni var elstur barna Jóns á Þórkötlustöðum. Fjögur börn Þórkötlu dóttirhans eiga búsetu hér, í Reykjavík og í Hveragerði. Valgerður Bjarnadóttir lifir enn 90 ára og er nú á Garðvangi. Hún eignaðist 4 börn með manni sín- um, Guðmundi Elíassyni, og eru fjölmennar ættir þeirra, einkum hér á Suðurnesjum og Suðvestur- landi. Valdís Bjarnadóttir bjó í Reykja- vík og Sveinbjörg og Tómas í Vest- mannaeyjum. Næst elst barna Jóns var Guð- rún á ísólfsskála. Synir hennar voru Guðmundur Guðmundsson er bjó á ísólfsskála og átti hann sex börn með konu sinni Agnesi. Mörg þeirra eru búsett í Grinda- vík og Keflavík. Indriði, sonur Guðrúnar, bjó lengi í Hafnarfirði, síðar í Grindavík. Hann átti 9 börn sem flest eru búsett á Reykjavíkursvæðinu og hér suður með sjó. Út frá þeim bræðrum er fjölmennur stofn. Guðmundur, sonur Jóns, bjó á Klöpp í Þórkötlustaðarhverfi. Kona hans hét Margrét. Fimm börn þeirra voru vel þekktir Grindvíkingar, Valgerður í Ás- garði, Árni í Tfeigi og Marel voru öll barnmörg og eiga fjölda af- komenda á Suðumesjum, en Guðmundur og Einar sem báðir bjuggu í Þórkötlustaðarhverfi vom barnlausir. Valgerður Jónsdóttir giftist Páli Magnússyni formanni og útgerð- armanni og bjuggu þau í Akur- húsum í Grindavík. Þau eignuð- ust 6 börn og eru afkomendur þeirra margir og tengjast stórum ættum hér á Suðvesturlandi. Magnús Jónsson „Mangi frændi“ var ógiftur og barnlaus, en mjög barngóður getum við vottað sem áttum yngstu börnin í Vík, og þar varð hann heimilis- fastur til dánardægurs. Jóhanna Jónsdóttir fluttist með Brynjólfi manni sínum til Seyðis- fjarðar. Þau eignuðust 9 börn, nú flest dáin. Á mynd þessarí er Valgerður dóttir Bjama Jónssonar iMelbœ ásamt manni sinum Guðmundi Elíssyni og bömum þeirra, en þau em: ífremri röð, Bára, Sigurbergur og Kristín. Ólafur stendur bak við móðursína ogvið hlið hans er Ásta Ágtístsdóttir, en hún ólst upp hjá þeim hjónum frú 6 ára aldri er ínín missti módur sína, Guðrúnu Bjarnadóttur, sem var systir Valgerðar. áðurgift Vilhjálmi Jónssyniog hafði átt með honum 4 dœtur og 1 son, ogeruþau ðll með þeim á myndinni. Standandi — talið frá vinstri: Arnfríður Vilhjálmsdóttir, Jón Vilhjálmsson, Lilja Vilhjálmsdóttir, Jón Guðmundsson, Guðmunda Guðmundsdóttir, Magnúsina Vilhjálmsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Sólrún Guðmundsdóttir og ísólfur Guðmunds- son, sem býr íísólfsskála. Að framan frá vinstri: Jóhanna Vilhjálmsdóttir, hjónin Agnes og Guðmundur og Valgerður Guðmundsdóttir. Mynd þessi mun hafa verið tekin á sjötugsafmœli Agnesar. fVtXI 11

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.