Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 22

Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 22
MINNING LÁRUS EIÐSSON húsgagnasmíðameistari Fæddur 29. ágúst 1918. Dáinn 16. des. 1986 Laugardaginn 27. desember var gerð frá Keflavíkurkirkju að viðstöddum miklu fjölmenni út- för Lárusar Eiðssonar. Lárus fæddist á Klungur- brekku á Skógarströnd þann 29. ágúst 1918. Foreldrar hans voru Eiður Sigurðsson, sjómaður, Sigurðssonar, bónda þar og kona hans Sigurrós Jóhannes- dóttir, Jónssonar, bónda á Hraunsmúla í Staðarsveit. — Systkinin voru 7 talsins og fimm þeirra lifa bróðir sinn. Lárus hélt alla tíð góðu sambandi við systkini sín og systkinaböm, þótt leiðir skildu. — Aðeins einn bróðir hans býr hér á Suðurnesj- um. Fimm ára að aldri fluttist hann ásamt foreldrum og systkinum í Stykkishólm, þar sem fjöl- skyldan dvaldi í tvö ár áður en hún fluttist til Hafnarfjarðar. Þar missti Lárus föður sinn að- eins 11 ára gamall. Hann lærði húsgagnasmíði, fyrst í Reykja- vík, en síðan hjá Astráði Proppé á Akranesi og lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum á Akranesi 1939. Þar eignaðist hann marga góða kunningja og vini. Frá Akranesi flutti hann 1943 hingað til Keflavíkur og þann 18. desember sama ár tók hann stærsta gæfuspor lífs síns er hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Ámadóttur, Magnússonar, bátasmiðs og konu hans Bjamhildar Hall- dórsdóttur. Þau kynntust í Reykjavík og hafa búið hér allan sinn búskap. Lárus stundaði húsa- og húsgagnasmíði hér í Keflavík og á Keflavíkurflug- velli, ýmist sjálfstætt eða hjá öðmm, meðal annars Guð- mundi Skúlasyni í ein 9 ár. Frá 1967 starfaði hann sem verk- stjóri hjá Vamarliðinu á Kefla- víkurflugvelli. Hann var um árabil í próf- nefnd húsgagnasmíða enda mikill hagleikssmiður, eins og rnunir eftir hann gefa glöggt til kynna. A yngri ámm starfaði hann í Iðnaðarmannafélagi Suð- urnesja, en félagsstörf áttu aldrei hug hans allan. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Rut, skrifstofu- maður, er elst, gift Brynjari Hanssyni, verslunarmanni, Bjarnhildur Helga, sem starfar við tryggingammboðið á skrif- stofu bæjarfógeta í Keflavík og Guðmundur, vaktstjóri í flug- þjónustudeild Vamarliðsins, kvæntur Jónu Hróbjartsdóttur, gjaldkera. Þau em öll búsett í Keflavík og af góðu kunn. Lámst rækti skyldur sínar við fjölskylduna eins og honum ein- um var lagið. Þau hjónin bjuggu 7 ár í Veghúsum eftir að Bjarn- hildur, móðir Guðrúnar dó og samband Lámsar við tengda- fólk sitt var alla tíð gott. Hann byggði síðan húsið í Vallartúni 3, þar sem þau hjónin bjuggu bömum sínum hlýlegt og mynd- arlegt heimili. Sigurrós móðir Lámsar bjó á heimilinu í mörg ár þar til hún lést 85 ára að aldri. í Vallartúni og víðar ber hand- verkið honum fagurt vitni. Þar er afar vel til alls vandað. Hann var sístarfandi, féll ekki verk úr hendi, og þau verkefni sem hann vann að tóku hug hans all- an. Frítíminn var nýttur til að hlúa að heimilinu og létta undir með bömunum ekki síst þegar þau tóku að byggja yfir sig. Þau hófu öll búskap í Vallartúni. Fyrir þá fómfýsi hefur hann þakkir ástvina sinna. Fjöl- skylduböndin em innileg og sterk og Láms átti sinn stóra þátt í að treysta þau með hugul- semi sinni og hjálpsemi sem var honum svo töm. í þeim efhum sem öðmm naut hann stuðnings konu sinnar. Hjónaband þeirra var farsælt og gott og þau reynd- ust hvort öðm traustir lífsföm- nautar. Það leið vart úr sá dagur að Láms liti ekki við hjá börnum sínum og samband þeirra feðga var alla tíð mjög náið. Barna- börnin em nú 7 talsins og eitt langafabarn. Láms var þeim góður afi og vakti yfir velferð þeirra ásamt konu sinni. Þau sakna nú vinar í stað og áttu erf- itt með að sætta sig við jólin án hans. í Vallartúni hefur alla tíð verið opið hús og barnabömin leitað mikið til ömmu og afa á leiðinni úr skóla. Sem nágranni hans reyndi ég hve Láms hafði vakandi auga fyrir því sem börnum gat stafað hætta af. Þá kom hann og benti á hvar hætt- an leyndist. Hann var einn af þeim sem vildi byrgja bmnninn og í þeim efnum sem öðrum var hann afar framsýnn. Iirus var traustur vinnufé- lagi. Gegnum tíðina leiðbeindi hann mörgum og hann var mannasættir þegar eitthvað bar á milli. Hann eignaðist góða vini og kunningja og var vel látinn hvar sem hann fór. Láms kunni manna best að skemmta sér. Hann var glaður á góðri stund og fáir stóðust honum snúning á dansgólfinu. Hann bar af sér góðan þokka, var dagfarsprúður og mislyndi þekktist ekki í fari hans. Lárus var mikill náttúruunn- andi og hafði unun af veiðiskap og útilífi. Hann þekkti öll kenni- leiti á bernskuslóðum fyrir ofan Hafnarijörð og víðar, en þangað fór hann löngum til veiða ásamt bróður sínum. Þau hjónin ferð- uðust vítt og breitt um landið og Skógarströndin og Snæfellsnes- ið var honum afar kært. Hann kenndi börnum sínum ungum að meta þá auðlegð sem landið hefur upp á að bjóða og fór jafn- an með þeim í fjöruferðir á sunnudögum, til þess að ljúka upp fyrir þeim undrum náttúr- unnar. Fáir leikmenn þekktu < betur flóru íslands og fuglalíf en hann. Lárus var ljóðelskur og kunni ógrynni af ljóðum. Fyrir þremur ámm fékk Lárus sitt fyrsta hjartaáfall. Þau veik- indi ágerðust þegar á leið, þótt hann næði sér all vel um tíma. Um svipað leyti og hann veiktist eignaðist hann sumarbústað ásamt Brynjari tengdasyni sín- um og þar átti hann margar ánægjustundir með Qölskyld- unni. í febrúar í fyrra lét hann af störfum eftir starfsaman ævi- dag. Ástvinir hans hefðu allir kosið að hann hefði getað notið ævikvöldsins lengur, en nú er hann allur, fyrr en nokkur hugði. Ég er þess fullviss að allt sem hann var fjölskyldu sinni verður henni styrkur og hvatn- ing. Alla tíð hvatti hann til dáða og hann hefði ekki viljað taka frá neinum gleði jólanna. Minning hans er björt og hann skilur mikið eftir er hann heldur á braut. Ég veit að það er ástvin- um öllum, eiginkonu, börnum og bamabömum huggun, að hann kveður nú umvafinn birtu helgrar hátíðar. Þau hjúkmðu honum sem einn maður af mik- illi nærgætni og vöktu yfir hon- um síðustu dægrin sem hann lifði. Þar átti Guðrún stærstan hlut. 22 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.