Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 29
greinum hér í Keflavík að halda
svonefndar uppskeruhátíðir, þeg-
ar keppni lýkur. Þar eru málin
gerð upp og þeim veittar viður-
kenningar, er skarað hafa fram úr
á ýmsan máta. Að þessu sinni
fengu eftirtaldir leikmenn viður-
kenningu:
Besti leikmaðurinn:
Mfl.
Sigurður Björgvinsson,
Freyr Sverrisson
Ólafía Bragadóttir.
Wt
Gísli H. Jóhannsson.
2. fl.
Fjóla Þorkelsdóttir,
Pétur Magnússon
Jóhann Júlíusson.
3. fl.
Garðar Jónasson,
Ásta Sölvadóttir.
4. fl.
Ásdís Þorgilsdóttir,
Ragnar Steinarsson.
5. fl.
Þorsteinn Kristinsson.
Mestar framfarir
Mfl.
Einvarður Jóhannsson.
Unnur Magnúsdóttir.
2. fl.
Sóley Svavarsdóttir,
Hermann Hermannsson.
3. fl.
Sigurður Hinriksson,
Harpa Ólafsdóttir.
4. fl.
Sunneva Sigurðardóttir,
Ólafur Bragason.
Leiktímabilið '86-87
Á yfirstandandi leiktímabili hef-
ur flokkum enn verið fjölgað og
taka nú alls 11 flokkar þátt í mót-
inu. Er það sérstaklega ánægju-
legt, að annar flokkanna er í 1. fl.
karla, en það eru þeir sem ekki
komast að hjá meistaraflokki og
eins þeir sem höfðu að mestu lagt
skóna á hilluna. Hér fá þessir
ffísku strákar enn tækifæri til að
sýna hvað enn býr í þeim. Þjálfar-
ar eru að nokru leyti þeir sömu og
í fyrra, en þeir sem hafa bæst við
eru:
Jón Kr. Magnússon 3. fl. karla,
Elvar Sigurðsson 4. fl. karla, Sig-
urður Björgvinsson 5. fl. karla og
Guðbjörg Finnsdóttir 4. fl.
kvenna.
Æfingasókn hefur verið góð en
verulega skortir á að áhorfendur
láti sjá sig á leikjunum. Vill Faxi
eindregið hvetja fólk til að koma í
íþróttahúsið og horfa á þegar
þessi lið keppa.
Leikur Mfl. gegn Fylki
Tíðindamaður Faxa mætti til
leiks sunnudaginn 10. janúar s.l.,
þegar meistaraflokkur var að
keppa við Fylki frá Reykjavík.
ÍBK var öllu betra liðið í þeirri við-
ureign. í hálfleik hafði ÍBK sjö
mörk yfir og þó Fylki tækist að-
eins að klóra í bakkann í síðari
hálfleik, þá var sigur aldrei í
hættu. Leiknum lauk með marka-
tölunni 28 gegn 19 ÍBK í vil.
í liði ÍBK eru margir góðir leik-
menn sem eiga örugglega eftir að
ná langt. í þessum leik var Björg-
vin Björgvinsson einna atkvæða-
mestur í markaskorun, einnig var„
Theódór sterkur, bæði í sókn og
vöm. Af ungu leikmönnunum má
nefna Einvarð, Ara og Guðjón.
Eftir þennan leik er ÍBK liðið með
9 stig og er um miðja deild. Er það
ágætur árangur. Faxi spáir því að
liðið verði farið að banka á dyr
fyrstu deildar eftir 2—3 ár.
Af öðmm flokkum er það að
frétta, að þar fer keppnin fram í
riðlum og stendur sú keppni yfir
fram undir lok febrúar. Það em þó
fyrst og ffemst stúlkumar sem
standa sig vel. Meistaraflokkur-
inn á m.a. möguleika á því að
komast í 1. deild og 3. og 4. fl.
standa sig vel.
3. flokkur med
Jóni Kr.
Magnússyni
þjálfara.
Allt þetta starf kostar
peninga
Fyrir nokkmm ámm átti hand-
knattleiksráð ætíð í erfiðleikum
fjárhagslega. í þeim efnum hefur
orðið mikil bragarbót. Það ráð
sem skilaði af sér á þingi ÍBK nú
í nóvember, skilaði algjörlega
hreinu borði. Þetta verður að telj-
ast mjög góður árangur og sýnir
hvað samstilltur hópur getur gert.
Eins og aðrar íþróttagreinar
sækir Handknattleiksráðið mjög
til ýmissa fyrirtækja og einstakl-
inga varðandi fjárstuðning. M.a.
hefur Sparisjóðurixm í Keflavík
auglýst á keppnisbúningum. Án
slíkrar aðstoðar væri íþróttastarf-
ið í Keflavík ekki jafh gott og raun
ber vitni.
HH.
FAXI 29