Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1987, Side 31

Faxi - 01.01.1987, Side 31
framhald AF BLS. 3 Myndirnar hér á sfðunni eru úr Höfimm. Ljósm. Vfkurfréttir. uðu betur, gefa þeim þátt í lífi okkar sem var og fyrrum. Það fæst ekki allt með byggingu elli- heimila, þó þau hjálpi og séu nauðsynleg. Mín kynslóð stend- ur frammi fyrir því að e.t.v. á okk- ar gamals aldri verði öngþveiti vegna gamalmennamála. Við þurfum því að nýta tímann vel og breyta hugsunarhætti fólksins til hinna öldruðu. Síðast en ekki síst þarf unga fólkið að taka sér tak og þeir sem eru 20—30 ára og eldri ættu að setja markið hátt og miða við að eiga a.m.k. 3—4 börn, því þau eru lykillinn að framtíðinni. Ef til vill finnst ykkur nú tekið of djúpt í árinni að ræða um þetta hér en í bók bókanna segir í I. Móse- bók 1. kap. 18. „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öll- um dýrum sem hrærast á jörð- unni“. I upphafi máls míns vék ég að því að mín kynslóð væri e.t.v. sú fyrsta hér á landi sem byggi við verulega góðan kost ef svo mætti að orði komast. Hvernig tekst okkur síðan að skila börnunum okkar áleiðis í li'finu við enn betra viðurværi en við fengum? Hafa þau nægilega styrkan bakgrunn til að standa á eigin fótum og verða hæfir og nýtir þjóðfélags- þegnar? Hvernig verða síðan af- komendur þeirra, getum við treyst þeim fyrir okkur í ellinni? Viljum við kannske hafa þetta eins og það er hverju sinni og gera lítið sem ekkert í málinu því það er þægilegast? Það mætti af orð- um mínum draga þá ályktun að ég óttaðist ellina, en því fer fjarri. Það dýrmætasta sem við eigum í dag eru börnin, þau eru framtíð þjóðarinnar. Allar mannfjölda- spár í dag benda til þess að draga muni úr fæðingatíðni. Það hefur gerst hér í nokkur ár í röð og æ færri börn eru nú að meðaltali í árgangi. Á ráðstefnu sem ég sat nýverið var flutt mjög merkilegt erindi sem íjallaði m.a. um mann- fjölda á íslandi. Þar var rætt um viðhorf unga fólksins til framtíð- arinnar og þau spurð um barn- eignaáform og ijölskyldustærð. Sömuleiðis var rætt um breyting- ar á lífsháttum næstu áratugi. Þar kom í ljós að unga fólkið vill eign- ast 2 börn eða fleiri og það ætlar sér að stofna til hjúskapar eða sambúðar. Sem aftur bendir til þess að það leggi áherzlu á fjöl- skyldulíf og er það vel. En vanda- málin blasa alls staðar við hvort heldur í nútíð eða framtíð og þau sem sérstaklega var minnst á voru íjármálin almennt, húsnæðis- vandamál, vinnuálag og fíkniefni sé miðað við daginn í dag. Ef litið er til framtíðarinnar, ársins 2020, var það álit unga fólksins að vandamálin yrðu fíkniefni, glæp ir, fjármálin, atvinnuleysi og upp- lausn fjölskyldunnar. Og lífs- gæðakapphlaupið verði enn við lýði. í bók nokkurri sem óþekkt- ur höfundur er að segir: „Þegar listamaður málar mynd, getur hann aldrei birt sjálfan raunveru- leikann á léreftinu, heldur aðeins eftirmynd af því sem er innra með honum sjálfum. Raunverulega myndin er á andlegu tilverusviði og hefur sannari tilveru en á lér- eftinu. Myndin, sem þar er, hin sanna mynd, verður alltaf til, en léreftið og litirnir ekki. Ekkert skáld getur gefið sitt sanna ljóð. Listaskáldið gjörir svo vel sem það getur, til að túlka fegurð og líf ljóðsins, en jafnvel þegar best tekst til, verður verkið þó langt frá hugsjóninni.“ Er þetta ekki eins 'með okkur í daglega lífinu, við sjáum hlutina ganga upp fyrir hugskotssjónum okkar, en þeir takast aldrei eins vel í raunveru- leikanum. Á þessum nýársdegi sem og endranær er margs að minnast. Þegar frá eru skildar persónuleg- ar minningar hvers og eins mun mörgum bæjarbúum eflaust ofar- lega í huga bæjarstjórnarkosning- arnar á sl. sumri. í kjölfar þeirra fylgdi ný bæjarstjórn til næstu fjögurra ára. Það eitt að kosningar fóru fram minnir okkur á hvað lýðræðisþjóðfélag er og til hvaða ábyrgðar menn eru kallaðir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir sem bæjarstjórn skipa munu bera hag bæjarfélagsins fyrir brjósti í öllum málum. Góðir kirkjugestir nú er mál að linni, ég hef lítt minnst á trúarlífið sem á þó að vera einn af horn- steinum fjölskyldunnar. Leitið og þér munuð finna stendur í Biblí- unni. Þegar þú vaknar að morgni dags, lítur þú út og sérð að veður er kalt. Því þú bæði sérð og finnur kuldann. Þú verður að sjá áður en þú finnur til, hvort heldur er um að ræða rétt eða rangt. Það er lög- mál. En við skulum blátt áfram snúa þessu við. Þú horfir inn á við og sérð Guð og ekkert annað. Þú munt finna til Guðs og skilja hann. Hversu veik sem tilraun okkar er í þessa átt hlýtur hún óhjákvæmilega að bera árangur. Góðir kirkjugestir, ég óska ykk- ur gleðilegs árs, megi heill og hamingja og Guðs blessun fylgja okkur öllum á nýárinu. (Vilhjálmur Ketilsson). FAXI 31

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.