Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 30

Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 30
MINNING A Ami Guðjón Magnússon vélstjóri, Ttmgu Grindavík FÆDDUR 3. NOVEMBER 1914 DÁINN 18. JANÚAR 1987 Sunnudaginn 18. janúar barst mér sú sorgarfregn að æskuvin- ur minn Arni G. Magnússon hefði orðið bráðkvaddur þá um nóttina. Kransæðarnar voru búnar að hrjá hann í mörg ár. Andlátið kom því vandamönnum og vin- um vart að óvörum, en þegar umskiptin verða með svo skjót- um hætti, sem hér var raun á, þá verða menn fyrst agndofa. Áma og Guðrúnu konu hans hafði verið boðið til þátttöku í sameiginlegum fundi björgun- arsveita Slysavarnafélags Is- lands á Suðurnesjum, er björg- unarsveit Þorbjamar stóð fyrir í samkomuhúsinu Festi í Grinda- vík. Þar voru þau hjónin heiðruð fyrir mikið og gott starf í þágu slysavama. Hann var félagi í þeirri sveit frá unglingsárum. Gjaldkeri hennar í 40 ár og álíka lengi skytta björgunarsveitar- innar. Hann var því oft í sviðs- Ijósinu þegar sveitin vann sín landskunnu afrek. Meðan að samkvæmið stóð magnaðist veður, en veðurofsi er eitt það erfiðasta sem kransæða- sjúkir þurfa að ganga gegn. Að vísu var ekki langt í bílinn, sem stóð við húsvegginn og þangað komust þau hjónin, en það varð Áma um megn, stormur nætur- innar hafði yfirbugað lífsþrótt hans, hann var varla sestur und- ir stýri er dauðann bar að. Hvemig má það vera að svo stutt sé milli fagnaðar og frá- falls? Spurningar um eilífðar- mál og vegi almættisins em margar sem seint verður að fullu svarað. Ámi var fæddur 3. nóvember 1914 að Húsatóftum í Grinda- vík, sonur hjónanna Kristínar Gísladóttur, ættaðri af Álftanesi og Magnúsar Ámasonar, for- manns í Grindavík, en hann dmkknaði ásamt tveimur bræðmm sínum og átta öðmm skipverjum í aprfl 1915, tæpu hálfu ári eftir að Ámi fæddist. Ámi Jónsson á Vindheimum stóð á íjörukambinum og horfði á bát sona sinna hlekkjast á út af Gerðistöngum og hverfa í djúp- ið. Karlmennið þjóðkunna, bændáhöfðinginn frá Krísuvík, þá búsettur í Grindavík, var ekki að flíka hugarkvöl sinni þótt hann ætti ,,þann aprfldag þrjá syni í sjó“. En kannske hefur brimið út af Gerðistöngum og það djúpa hvollvekjandi brim- hljóð, sem þaðan barst stöðugt að eyrum gamla mannsins átt drjúgan þátt í því að hann flutti þremur ámm síðar á Gríms- staðaholtið við Reykjavík, átti þar eldsmiðju og hrognkelsa- veiðiútgerð, sem sonarsonurinn og nafninn fékk að taka þátt í meðan hann var enn í bernsku. Hann var nokkur sumur hjá afa sínum og átti þaðan góðar minn- ingar. Kristín móðir Árna hélt áfram búskap, réði til sín ráðsmann, Guðmund yngri Jónsson frá Hópi og giftist honum eftir nokkur ár. Hann gekk Áma í föðurstað og eignaðist tvö börn með Kristínu, þau Magnús og Guðfmnu. Guðmundur dó úr lungnabólgu eftir fárra ára sam- búð. Kristín hélt þó áfram bú- skap af miklum dugnaði, við erfiðar aðstæður, í nokkur ár. Þegar Ámi var 12 ára flutti hún með bömin austur í Járngerða- staðahverfi. Bæði var það vegna skólagöngu barnanna og svo var þar meiri von um vinnu, sem hentaði hennar aðstæðum. Árni var þá farinn að geta unnið við fiskverkun og línuvinnu, sem var eitt af fyrstu verkefnum drengja í sjávarplássum á þeim ámm. Af ómældu vinnuálagi, dugnaði og hagsýni tókst Krist- ínu að koma upp litlu húsi, er hún nefndi Hellur. Árni var traustur og tápmikill drengur. Skömmu eftir ferm- ingu var hann því kominn í gott skipsrúm hjá Guðjóni Klemens- syni og var með honum í nokkr- ar vertíðir. Á öðmm árstímum var hann við sjómennsku á ýms- um stöðum á landinu. TVítugur fór hann í mótorvélstjóranám, sem Fiskifélag íslands stóð fyrir í Reykjavík. Eftir það var hann vélstjóri á fiskiskipum þar til að hann réðst til Hraðfrystihúss Grindavíkur. Þar var hann fyrsti vélstjóri í 42 ár. Af kynnum mínum við Áma er mér ljóst, að þessu starfi hafi hann ætíð sinnt af öryggi og trú- mennsku. Þá skoðun staðfesti Þórhallur Einarsson, samstarfs- maður hans við vélgæslu í 13 ár. Þórhallur taldi hann „úrvals vélstjóra og úrvalsmann“. Undir þessi ummæli trúi ég að allir geti tekið sem einhver samskipti höfðu við Árna. Hvað er betra leiðarljós um ókunna stigu til æðra tilverusviðs? Ámi hóf búskap í Keflavík 1942 með Guðrúnu Jónsdóttur, ágætri konu ættaðri norðan frá Steingrímsfirði. Þau giftu sig svo 18. desember 1943 og fluttu þá inn í nýtt hús er þau höfðu byggt í Grindavík og nefndu það Túngu og hafa æ síðan verið kennd við TUngu. Guðrún var áður gift Guð- mundi Guðmundssyni, skip- stjóra, sem dmkknaði í mars 1938, er Fossnes fórst við Fær- eyjar. Þau höfðu eignast eina dóttur, Ernu, og gekk Árni henni í föðurstað og varð afar kært milli þeirra, en ekki eign- uðust þau Guðrún bam saman. Það varð því sár söknuðu á heimili þeirra er Erna féll frá aðeins þrátíu og eins árs gömul. Hjónaband Guðrúnar og Árna hefur alla tíð verið með ágæt- um. Þau áttu svo margt sam- eiginlegt — áttu margar ánægjustundir við friðsælar lax- veiðislóðir. Fegurstu staðir landsins skoðaðir og ljósmynd- aðir af smekkvísi, en sennilega var sameiginlegur áhugi þeirra á slysavarnamálum þyngstur á metum hjá þeim, en að þeim málum unnu þau bæði í forystu- sveitum í marga áratugi, í slysavarnadeildunum Þorbirni og Þorkötlu. Heimili þeirra — TUnga - bar því einnig vott, bæði úti og inni, að þar vom samtaka, smekkvísir húsráð- endur að verki. Árna þakka ég tryggð og vin- áttu allt frá æskudögum og ótal ánægjulegar samverustundir sem aldrei brá skugga á. Hann setti svip á fæðingarbæ okkar — Grindavík - og mun lengi verða minnst og saknað af samstarfs- mönnum. Guðrúnu verður ljúf minning styrkur í sorg. Henni, systkinum hans og öðrum ætt- ingjum sendum við hjónin inni- legar samúðarkveðjur. Ragna og Jón Tómasson. 30 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.