Faxi - 01.01.1987, Qupperneq 27
barst til íslands, árið 1000, og íslend-
ingar fóru að fara utan til náms. En
flestir íslendingar fóru þó á mis við
þær lystisemdir, sem nýlenduvörur
voru. Slíkar vörur bárust lítið til ís-
lands fyrr en eftir 1602, er einokun
Dana var lögleidd. Sykurs er ekki get-
ið hér fyrr en 1663, kaffls og tes ekki
fyrr en 1760. Sennilega hefur þó ým-
iskonar krydd borist hingað áður. Og
salt að sjálfsögðu, þó mest af fiski
væri þá hengt upp og hert. En Danir
komu íslendingum upp á lagið með að
salta flsk, um miðja 18. öld. (Sbr. Ein-
okunarsögu Jóns Aðils.) í kjölfar
þessa vamings kom danska orðið:
kolonivarer.
Upp frá þessu var orðið notað á ís-
landi, allt ffarn undir miðja 19. öld og
jafnvel lengur. Til dæmis í bókhaldi.
Orðið kemur fyrir í lítilli dansk-ís-
lenskri orðabók, sem Gunnlaugur
Oddsson, prestur í Reykjavík, gaf út
1819. Þar er orðið ekki þýtt bókstaf-
lega með íslensku orði, heldur gefin
upp merking hins latneska orðs.
Nýyrðið nýlenduvörur
I dansk-íslenskri orðabók Konráðs
Gíslasonar, sem gefin var út 1851, er í
Skúli Magnússon.
fyrsta sinn myndað nýyrði í stað hins
danska, kolonivarer, sem þá var not-
að hér. Sennilega er Konráð höfundur
þess, en hann var einn aðalfrumkvöð-
ull fslenskra málshreinsunarmanna á
19. öld. Einn aðaltilgangur bókarinn-
ar, var að eyða dönskum eða hálf-
dönskum orðum úr íslensku. Konráð
hefur því trúlega myndað mörg nýyrði
eða þýtt orð, sem féllu betur að ís-
lensku málkerfi. Vitanlega var Kon-
ráði kunnugt um nafnorðið nýlendi í
fomnorrænu máli. Frummerking
þess er hin sama og latneska orðsins
colonie. Það var því eðlilegt, að fyrri
Muti hins danska tökuorðs væri felld-
ur að norræna orðinu.
Ýmis öraefni
á meginlandi Evrópu em dregin af lat-
ueska orðinuj colonie. Þekktast er
sennilega borgamafnið Köln í Þýska-
landi. En Rómverjar stofhuðu borgina
árið 79 eftir Krist. Þar, við ána Rín,
mistu þeir virki og birgðastöð. í Eng-
landi, er t.d. borgin Colun og í Dan-
mörku er borgamafnið Kalundborg,
e-t.v. af sama stofni.
Skúli Magnússon
Haustönn FS slitið
Haustönn Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja var slitið við hátíðlega at-
höfn í Keflavíkurkirkju laugar-
daginn 20. des. s.l. Húsfyllir var
enda 60 manna hópur sem hlaut
brautskráningarskírteini.
Snorri Birgisson og Óskar Ing-
ólfsson fluttu hátíðleg tónverk.
Ræður og ávörp voru flutt að
vanda. Hinir brautskráðu voru af
eftirtöldum brautum.
13 skipstjórar
12 flugliðar
4 af iðnbrautum
5 af tveggja ára brautum.
26 stúdentar
Guðný Gunnarsdóttir, Guðrún son og Kolbrún Garðarsdóttir
Guðmundsdóttir, Hafliði Sæv irs- tóku við verðlaunum fyrir góðan
námsárangur en Hafliða voru
þökkuð heilladrjúg störf í þágu
nemendafélagsins.
Skólameistari, Hjálmar Árna-
son, ávarpaði brautskráða. Líkti
hann þeim við skipstjóra sem
héldu í sinn fyrsta róður og óskaði
þess að þeir kæmust heilir í höfn
að nýju.
í yfirlitsræðu Ingólfs Halldórs-
sonar, aðstoðarskólameistara,
kom fram að á önninni voru nem-
endur FS yfir 800 talsins í dag-
skóla, öldungadeild, starfsnámi
og námsflokkum. Merkasti áfangi
annarinnar var sá að undirritaður
hefur verið samningur um við-
byggingu bóknámshúss er leysir
brýnasta vanda skólans en hann
varð 10 ára 11. september s.l.
SKffGGMST UNPHZ
WÉFUZBOKPIP
Einn lidur í þeirri þjónustu Hampiðjunnar að miðla upplýsingum um eiginleika
og notkun veiðarfæra, er útvegun og dreifing myndbanda.
Nú þjóðum við fimm áhugaverð myndóönd á kostnaðarverði:
1. / TIUtAUNAlANKINm
2. FISKUKITKOLU
3. FISKAP MBP PKAGNÓT
4. POKSKANBT
5. TOGVUPAKFÆKIP
Nánari upplýsingar veitir söludeild Hampiðjunnar.
HAMPIÐJAN
Box 5136, 125 Reykjavík, sími 28533
FAXi 27