Faxi - 01.01.1987, Blaðsíða 3
Vilhjálmur Ketilsson, bæjarstjóri:
NÝ4RSHUGVEKJA
Flutt í Keflavíkurkirkju á nýársdag 1987
Góðir áheyrendur.
Við hver áramót sér maður sinn
eigin tíma hverfa hjá í hnotskurn.
Ýmsir atburðir eru minnisstæðari
en aðrir og er þá oft tilviljuninni
háð hvað geymist og hvað gleym-
ist. Mér finnst ekki ýkja mörg ár
síðan ég lék mér hér á lóðinni við
og umhverfis kirkjuna. Enda ekki
langt frá æskuheimili mínu að
fara og allir félagarnir áttu heima
á svæðinu, sem okkur fannst þá
miðdepill alheims. Allir meiri-
háttar atburðir sem áttu sér stað
úti í heimi voru oft á tíðum leiknir
hér á túninu. Þeir urðu svo raun-
verulegir í leiknum að við næst-
um trúðum því að þeir hefðu gerst
hér. Mér hefur því orðið hugsað til
þeirra sem svo mikil áhrif höfðu
oft á tíðum á gjörðir okkar allra
sem hópinn mynduðu. Við vorum
áhyggjulaus í lífi og starfi.
Mín kynslóð og allur jafnaldra-
hópurinn er einn fyrsti hópurinn í
íslensku þjóðfélagi sem býr við
mikið öryggi og velsæld. Lífs-
gæðakapphlaupið hefst á æskuár-
um þessarar kynslóðar og hún
viðheldur því enn, því hún þekkir
ekki annað. Það er stundum sagt
að lífsgæðin séu mæld í krónum
og m2. Hvert er maðurinn að fara?
spyrjið þið ykkur eflaust í hugan-
um, ekki þó út í pólitík. Nei ætl-
unin var sú að fara ekki lengra að
sinni, en fá einhverja til að hugsa
til baka, rifja upp liðna tíð. Hver
var ætlun okkar í æsku, hver
verður framtíð okkar? Ef að líkum
lætur mun þessi kynslóð fara að
taka völdin, hvort sem henni líkar
betur eða verr, og henni er eins
gott að fara að hugsa því aðrir gera
það ekki fyrir hana.
A aðfangadag jóla fór ég sem og
oft áður á þær slóðir sem rætur
mínar ná til, staðar sem ég er
bundinn sterkum tilfinninga-
böndum. Þennan dag var á þess-
um slóðum sterk vestanátt af hafi
og aldan gekk langt inn Kirkjuvog-
inn. Sjávarlöðrið gerði voginn við
visst sjónarhorn, sem land væri
snævi þakið. Þegar maður horfir
lengi í brimið og öldumar getur
maður öðlast sýn í annan heim.
Heim sem til hefur orðið við lestur
og munnmælasögur og sem inn-
greipst hefur í huga ungs sveins. í
þessari sýn sá ég fyrir mér ungan
dreng sem var að fara sinn fyrsta
róður sem fullgildur háseti á bát
föður síns. Þetta var á vertíðar-
Vilhjálmur Ketilsson
tíma en áður hafði hann fengið að
fara til sjós um sumartíma til
reynslu. Skólagangan var úti og
nú skyldi tekizt á við lífið eins og
það var. Það var hrollur í pilti þeg-
ar hann fór í köld og blaut skinn-
klæðin og hann hálfkúgaðist við
grútarlyktina af þeim. Að vissu
leyti voru þetta merk tímamót hjá
honum, hann var fullgildur í sam-
félaginu og það fyllti hann stolti.
Fleytunni var hrundið á flot og
farið með sjóferðarbæn, þegar
báturinn klauf fyrstu öldurnar í
flæðarmálinu. Síðan var sezt und-
ir árar og róið út á miðin þangað
sem björg var sótt í bú. Það var oft
erfitt að fást við veiðiskapinn þeg-
ar veður voru vond. Öðru hvoru
hjó hönd dauðans í hóp sjómanna
er stunduðu veiðar við klettótta
ströndina. En þetta ásamt öðru
erfiði fylgdi starfinu. Það var til að
mynda ekki tekið út með sældinni
að skipa aflanum út í stærri skip
sem lágu úti fyrir eða þegar salti
var skipað frá borði og út í bátana
og flutt í land. Þá þurfti oft krafta
til að bera þunga saltpokana á
bakinu og vaða með þá í land
rennandi blautur og kaldur. Þeir
hörðustu lifðu það af og höfðu í
sig og á. Það var ekki spurt um
hina. Á þennan hátt var unnið í
mörg ár. Mennirnir áttu sér
draum um sjávarþorp sem myndi
dafna og stækka og vildu veg þess
sem mestan. Enda stækkaði sjáv-
arþorpið óðum. Framundan voru
bjartari tímar þar sem vélbátar
fóru nú að gerast æ algengari.
Menn eignuðust stærri og meiri
skip og sjávarplássið varð nú með
því mesta, þrátt fyrir að höfuðból-
ið væri ekki nema svipur hjá sjón
frá því sem áður var. Þegar tími
höfuðbóls staðarins var mestur
bjuggu þar yfir 70 manns háver-
tíðina. Þarna var því oft miðað við
það sem höfuðbólið hafði áður
verið.
Vélbátarnir breyttu þessu öllu,
lífið færðist æ meira frá þessum
ffiðsæla stað og fólkið fluttist í
þéttbýlli kjarnana ekki langt frá
þorpinu, þar sem hafnaraðstaða
og öll aðföng voru betri. Stríðið
kom og hafði sín áhrif og setti
mark á byggðina. íbúum fór nú
fækkandi og þeir sem ekki fóru í
stærri byggðarlögin þegar stóru
vélbátarnir fóru að koma voru nú
einir eftir. Þeir héldu áfram þeim
störfum sem þeir lærðu sem ungir
menn, sjómennsku. Bátamir
þeirra voru lítið eitt stærri en þeir
sem upphaflega var róið á, en
munurinn var sá að nú voru mun
færri menn á. Karlamir réru 2—3
á bát en áður voru þeir allt frá 4 og
upp í 19 á teinæringum. Konurn-
ar héldu sínum störfum óbreyttum,
börnin voru frjáls en höfðu sínar
skyldur á heimilinu. Aflinn var
áfram unninn á hefðbundinn
hátt, saltaður, hertur og síðar
meir frystur. Allir hjálpuðust að
því að gera að aflanum.
Árin liðu, þeir öldmðu létust,
unga fólkið fluttist í burtu þegar
það komst af unglingsaldri.
Kjarninn var eftir og á honum
byggði staðurinn. Stríðið hafði
breytt allri myndinni. Æ færri
ílentust á staðnum og þeir sem
einu sinni voru ungir urðu mið-
aldra og þeir miðaldra aldraðir.
Þeir sem eftir vom bjuggu samt
heima við. Því höfðu allir vanist
frá æsku að gamla fólkið var
heima, nema það sem var mjög
veikburða og þurfti að flytja í
sjúkrahús, en allir rólfærir heima.
Ég hrökk eiginlega við þegar ég
gerði mér grein fyrir því að ég sat
við eldhúsborðið hjá afa mínum á
staðnum umrædda og starði út
um eldhúsgluggann og sá hug-
renningar fara hjá í skafrenningn-
um úti við. Gæti hann hafa verið
hluti af ímyndinni sem ég sá fyrir
mér? Hvort sem það hefur verið
hann eða einhver annar breytir
það engu um staðinn sem var.
Forfeður okkar áttu sér allir
draum um framtíðina, en hvort
draumar og veruleiki fari alltaf
saman skal ósagt látið.
Ungu fólki gelst yfirleitt ekki
mikill tími til hugleiðinga, eldra
fólk sem sezt hefur í helgan stein
hefur þennan tíma, það getur rifj-
að upp sögu sína og sér ýmislegt í
nýju ljósi þegar það flettir í bók
minninga sinna. Vonandi gefst
okkur tími til að sinna þeim öldr-
FRAMHALD Á BLS. 31
A
. forsíðu 7. tbl. Faxa birtist lit-
mynd af Reykjavík í tilefni af 200 ára afmœli
borgarinnar. Nýlega barst ritstjóra Faxa bréf
frá Davíð Oddssyni og fer bréfið hér á eftir.
REYKJAVÍK 1786 1986
7)
BORCARSTJÓRINN í REYKJAVÍK
Reykjavík, 1. desember 1986.
DO/ht
Hr. ritstjóri Jón Tómasson,
Tímaritinu Faxa,
Hafnargötu 79,
Kcflavík.
Eg vil leyfa mér aó færa ritstjórn blaósins þakkir fyrir þá vinsemd
og þann hlýhug aó láta fagra mynd af höfuðborg okkar allra, Reykjavík,
prýóa forsíóu 7. tölublaós 46. árgangs blaósins.
Með bestu kveðjum.
Davíó Oddsson.