Faxi - 01.01.1987, Qupperneq 8
RÓEVRÝ
vekur vomir
Það er ein af skyldum Rótarýiundæmisstjóra að
heimsækja alla klúbba umdæmisins a.m.k. einu
sinni á ári. Núverandi umdæmisstjóri, Arnbjöm
Kristinsson, var ásamt Ragnhildi konu sinni á
fundi í Rótarýklúbbi Keflavíkur, 6. nóv. s.l.
Eríndi sem Ambjöm flutti á fundinum var mjög
gott — fræðandi um markmið og leiðir að bættum
samskiptum manna — brú yfir að betra og fegurra
mannlífi — betri heimi.
Með leyfi umdæmisstjóra birtir Faxi hér úrdrátt
úr erindi hans.
Hjónin Ragnhildur og Arnbjörn Kristinsson.
Suðumes munu sá hluti íslands
sem tengdastur er útlöndum á öld
flugvéla og loftsiglinga. Þó dylst
engum að höfuðstaður þeirra,
Keflavík, sé rammíslenskur bær,
þrátt fyrir nábýli við herstöð og al-
þjóðaflugvöll. Atvinnulíf Keflvík-
inga ber þessu vitni, svo og skólar
og menning og ýmiskonar félags-
hyggja.
Óvíða mætist haf og land í þétt-
ari faðmlögum en í nágrenni
Keflavíkur. Og enn er sjósókn og
fiskvinnsla snar þáttur í lífi og
starfi fólksins hér eins og forðum
daga. Þess er oft getið í stökum og
kvæðum að Suðurnesjamenn séu
miklir sæfarar. Voldug er mynd
þessa í ljóði Amar Amarsonar um
Stjána bláa:
Sáu þeir á Suðurnesjum
segli búinn, lítinn knörr
yftr bratta bylgjuhryggi
bruna hratt sem flygi ör
— siglt var hátt og siglt var mik-
inn —
sögðust kenna Stjána för.
Gamall og nýr tími faðmast í
Keflavík líkt oghaf ogland. Ognú
á dögum vex bærinn og dafnar.
Fólkið gerir veg hans mikinn í
starfi og leik. Frægt er hvílíkir
íþróttamenn Keflvíkingar em. Á
því sviði skara þeir fram úr í
skemmtilegri og drengilegri
keppni líkt og sægarpamir fyrr-
um sem þreyttu róður eða óku
seglum.
Og á þessar slóðir er að leita
minninga úr baráttu þjóðarinnar
fyrir sjálfstæði og frelsi, þegar
loks rofaði til eftir svartnætti kúg-
unar og hörmunga. Hér suður
frá ólst upp snillingurinn Svein-
bjöm Egilsson, kennari og and-
legur leiðtogi Fjölnismanna og
annarra vorhuga, þegar bjarmi
nýrrar aldar flæddi um landið.
Sveinbjöm þýddi eigi aðeins
Hómerskviðumar á íslensku og
auðgaði þannig menningu okkar
að dýrustu gersemum heimsbók-
menntanna. Hann orti og þetta
yndislega gullkom:
Fljúga hvitu ftðriidin
fyrir utan glugga;
þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga.
Svo getur lítil vísa orðið stór í
meistarahöndum. Og íslendinga
sem nú byggja landið bíður vissu-
lega meira hlutskipti en að lofa
sömu fjöll og Sveinbjöm Egilsson
vegsamaði eða þylja sömu ljóð og
hann kvað.
Nútíminn þarf sinna muna með
eigi síður en fortíðin ef íslensk
framtíð á að koma til sögu. í þeim
efnum em Suðurnes virki. Þau
munu reynast vanda sínum vax-
in. Um það sannfærist hver einn
athugull og dómbær gestur sem
kemur hingað til Keflavíkur og
gengur úr skugga um mannlíf
ykkar, þrótt og dirfsku.
Félagar
Ræðum dálítið um Rótarý.
Eins og hús hvflir á gmnni, svo
byggist Rótarý á klúbbstarfsemi
og klúbbþjónustu.
Miklar trúnaðarkröfur em gerð-
ar til allra þeirra, sem ganga til
liðs við rótarýhreyfinguna.
Fyrsta krafan er fundarsókn. Sá
maður sem ekki kemur til vinnu
sinnar, nýtist ekki á vinnustað. í
Rótarý nýtist heldur ekki sá
félagi, sem ekki kemur í klúbbinn
sinn.
Á hverjum fundi gefst tækifæri
til að auka kynni, - meira þó, -
rækta vináttu. Og í rótarýklúbbi
erum við leiddir til samvista við
menn, félaga, sem við ýmist
könnumst við eða þekkjum vei.
Nýtt rótarýár hófst um Jóns-
messuieyti á liðnu sumri. Við sem
að þessu sinni höfum valist til
forystu í rótarýklúbbi eða í um-
dæminu, viljum áreiðanlega að
„ársins okkar“ verði minnst sök-
um þess að eitthvað varanlegt
standi eftir, - hafi helst markað
áfanga í starfinu. Tilgangur orða
minna á þessum virðulega kvöld-
fundi í Rótarýklúbbi Keflavíkur
er öðru fremur að vekja, hvetja,
brýna okkur til umhugsunar um
innra og ytra starf: Hvernig á að
gera fundina áhugaverðari,
hvernig má lækna fundarsókna-
þreytu, lengd funda, fundarefni.
Er of dýrt að vera í Rótarý? Mæt-
ingarskylda, fjarvistir. Skortir
okkur kímni og ferskleika í fund-
arhaldið, — eða ættum við að taka
lagið öðru hverju?
Klúbbþjónusta þýðir að rótarý-
félaginn geri sitt besta til að styðja
við bakið á stjórnendum klúbbs-
ins, mæti fyrst og fremst á rótarý-
fundum, sinni félögum og gest-
um, takist á hendur nefndarstörf
og annað það, sem klúbbstjórn
kann að óska eftir. Sé umfram allt
jákvæður félagi.
Þegar nýir félagar eru teknir í
rótarýklúbb er það grundvallarat-
riði að þeim sé skilmerkilega gerð
grein fyrir ströngum skyldum um
fundarsókn vikulegir fúndir árið
um kring og 60% fundarsókn hið
minnsta. Það er alkunna að slak-
ur félagi, sem mætir illa á fundum
og gerir litlar tilraunir til að bæta
slíkt upp með fundarsókn annars-
staðar, er öðrum rótarýfélögum
oft til ama.
Ég tel að rótarýfundur eigi að
vera formlegur hvað varðar fund-
arsetningu, en jafnframt frjálsleg-
ur með glaðlegu yfirbragði, og að
venjulegur rótarýfundur standi
sem næst einni og hálfri klukku-
stund. Og hér erum við hressir
félagar — komin til hvers? — þess
að eiga hér saman gott kvöld,
gleðjast og fræðast, og væntanlega
einnig nú stíga á stokk og strengja
þess heit, að öll viljum við duga
vel rótarýhreyfingunni á starfsári
okkar. Komin til þess að leggja
Rótarý hug og sterka hönd.
Félagar í Rótarýklúbbi Keflavík-
ur. Ég flyt ykkur kveðjur MAT
CAPARAS forseta Rotary Inter-
national, en hann hefur valið
einkunnarorðin fyrir okkur í ár,
þessi: „Rotary Brings Hope“,
„Rótarý vekur vonir“.
Næst trúnni og frelsinu er senni-
lega vonin hugstæðust mönnum.
Hún vakir í hverju brjósti, —
skáldin og listamennirnir túlka
hana og boða:
Vonin hvetur veikan dug,
vonin letur allar sorgir,
vonin setur vœngi á jiug,
vonin getur unnið borgir.
Von nútímamannsins er einkum
bundin þrá eftir friði á jörðu.
Hann skelfist ógnarskuggann, er
leiðir af tækni og vísindum, sem
beitt er til vígbúnaðar og hernað-
ar.
Þrátt fyrir síaukna menntun,
fjölþætt samskipti þjóða og full-
vissu um glötunarstefnu hemað-
arandans, lifir mannkynið í ótta
við að tækniuppfinningamar verði
því að fjörtjóni.
Þessar áhyggjur, þessi ótti, kom
svo berlega í ljós hjá fólki um
heim allan meðan leiðtogar risa-