Faxi - 01.01.1987, Side 13
1. tbl. 1987 - 47. árg.
Útgefandi: Málftindafélagið Faxi, Keflavík.
Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 1114.
Blaðstjórn: Helgi Hólm, ritstjóri, Kristján A. Jónsson,
aðst. ritstj., Jón Tómasson, Ingólfur Falsson, Benedikt
Sigurðsson.
Hönnun, setning og umbrot:
Leturval sf.
Filmu- og plötugerð:
Myndróf.
Prentun:
Prentstofa G. Benediktssonar.
Helgi Hólm:
Jón Tómasson kvedur
sem ritstjóii Faxa
Ritstjóraskipti á Faxa
Með þessu blaði af Faxa hafa ritstjóraskipti átt sér stað hjá
Faxa. Jón Tómasson lætur nú af þeirri stöðu eftir að hafa verið
ritstjóri í hartnær sjö ár.
Störf Jóns fyrir Faxa hafa verið ákaflega farsæl. Undir hans
stjórn hefur blaðið vaxið og dafnað.
Hér fyrr á árum var Jón umsvifamikill ljósmyndari og bera
myndir hans með sér, að hann hefur næmt auga fyrir því sem
umhverfið hefur upp á að bjóða. Skrif Jóns í blaðið hafa verið
mikil. Hefur hann ætíð viljað gera lítið úr sínum hæfileikum til
að skrifa, en sannleikurinn er sá, að hann býr yfir hinum ágæt-
asta ritstíl. I skrifum hans kemur ætíð fram áhugi hans á því mál-
efni sem hann ritar um hverju sinni ásamt víðtækri þekkingu
hans.
Faxi mun áfram njóta krafta Jóns, því hann mun áfram eiga
sæti í blaðstjórn. Það er ómetanlegt fyrir okkur sem við taka að
geta notið reynslu hans og leiðsagnar.
Blaðstjórn Faxa færir Jóni Tómassyni bestu þakkir fyrir ómet-
anleg störf í þágu blaðsins.
Nýr ritstjóri
Við ritstjórn í Faxa tekur nú Helgi Hólm. Helgi er ekki ókunn-
ugur málefnum Faxa, því hann hefur setið í blaðstjórn Faxa í
mörg ár. Undanfarin ár hefur hann starfað sem framkvæmda-
stjóri Sambands ísl. bankamanna og hefur hann jafnframt rit-
stýrt Bankablaðinu.
Ritstjórar Faxa
Það á vel við nú við þessi tímamót að rifja upp, hverjir hafa verið
ritstjórar blaðsins frá því það hóf göngu sína fyrir hartnær fjöru-
tíu og sjö árum. Eftirtaldir menn hafa verið ritstjórar:
Kristinn Reyr, rithöfundur
Ólafur Skúlason, vígslubiskup
Hallgrímur Th. Björnsson, yfirk.
Magnús Gíslason, verslunarm.
Jón Tómasson, símstöðvarstjóri.
Frá sögu til framtíðar
Faxi er nú að hefja sinn 47. árgang. Aldur sinn ber blaðið furðu
vel og lætur ekki neinn bilbug á sér sjá. íbúar á Suðurnesjum
hafa dyggilega stutt við bakið á Faxa og voru t.d. 2930 eintökum
seid að meðaltali árið 1985. Ekki liggur enn fyrir uppgjör fyrir
síðasta ár, en góð sala var á blaðinu allt árið.
Blaðstjórn Faxa fylgir þeirri stefnu, að blaðið sé tengiliður
hverrar kynslóðar við þá sögu sem hér hefur orðið til. Fjölmargir
hafa lagt blaðinu lið í gegn um árin, og Faxi geymir drjúgan fróð-
leik til handa komandi kynslóðum.
En Faxi hefur einnigt lagt rækt við annað markmið. Það er að
kynna og fjalla um merk málefni sem eru á döfinni á hverjum
tíma. Nefna má orkumál, atvinnumál, sveitastjórnamál og skóla-
mál, svo eitthvað sé nefnt. Á þennan hátt tengir Faxi liðna tíð við
nútímann. Við teljum, að á slíkum grunni sé gott að býggja á far-
sæla framtíð.
Þorsteinn Marteinsson:
Bækur á jólaföstu
Á síðustu mánuðum ársins 1986 komu út nokkrar bækur sem
voru annaðhvort um Suðurnesjamenn, eða skrifaðar af Suður-
nesjamönnum. í jólablaði Faxa var getið um kver Kristins Reyr,
FIMM VALSAR, og hér á eftir verður getið annarra bóka.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Beggja skauta byr. Þetta er 27. bók Ingibjargar, hugljúf ástarsaga,
196 þlaðsíður. Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar.
Gylfi Gröndal.
Ævidagar Tómasar Þorvaldssonar. Bókin segir frá merkilegu lífs-
hlaupi Tómasar sem víða hefur komið við og prýða bókina yfir 100
myndir. Útgefandi er Setberg.
Árni og Lena Bergmann.
Blátt og rautt. Þau Árni og Lena segja frá æsku sinni, hún í Rúss-
landi og hann í Keflavík og á Laugarvatni. Þetta eru tvö hefti, alls 264
blaðsíður. Útgefandi er Mál og Menning.
Jón Steingrímsson.
Um höf til hafha segir frá sjóferðum og ævintýrum. Þetta er 2. bindi
og er útgefandi Vaka-Helgafell.
Sögufélag Suðurnesja.
Arbók Suðurnesja 1984—1985. Ritstjórar eru Jón Böðvarsson og
Ragnar Karlsson. Bókin er 170 blaðsíður að stærð.
Guðmundur A. Finnbogason.
Ágrip af sögu Innri-Njarðvíkurkirkju. Þetta er 40 blaðsíðna hefti
sem tekið var saman í tilefni af 100 ára afmæli kirkjunnar.
Náttúrufræðistofnun íslands og Staðarvalsnefnd.
Suðurnes, náttúrufar, minjar og landnýting. Kristbjörn Egilsson
ritstýrði, 82 blaðsíður.
FAXI 13