Faxi - 01.01.1987, Qupperneq 5
EÐVARÐ EÐVARÐSSON ÍÞRÓITAMAÐUR ÁRSINS1986
Það kom víst fáum á óvart, að Njarðvíkingurinn frœkni, Eðvarð Eðvarðsson, skyldi hljóta
sœmdarheitið íþróttamaður ársins 1986. I grein sem birtist iFaxa snemma á síðasta ári sagði
Eðvarðfrá þeim markmiðum sem hann hafði sett sér. Þá kom vel í Ijós, hve vel Eðvarð þekkir sín
eigin takmörk, og hve vel hann veit, hvað hann þarf að leggja af mörkum til að ná settu marki.
Faxi samgleðst Eðvarði og óskar honum og fjölskyldu hans til hamingju með þennan glœsilega
árangur. Jafnframt óskum við öðru sundfólki og stjórnendum í sunddeild UMFN sérstaklega til
hamingju. Enginn nœr árangri sem þessum efhann stendur einn og óstuddur. Það hefur Eðvarð
ekki verið. Friðrik Ólafsson, þjálfari sundfólksins í Njarðvík, á ekki lítinn hlut í þeim góða
árangri sem náðst hefur. Eðvarð segir reyndar sjálfur, að Friðrik eigi 50% af árangrinum.
Það er sérstaklega ánœgjulegt, þcgar afreksmenn sem verðafrœgir með þjóðum, eru jafnframt
sérstök prúðmenni og gefa með framkomu sinni allri þá fyrirmynd sem holit er öðrum að líkja
eftir. Slíkir menn auka áhuga ungmenna á hollri íþrótta og œskulýðsstarfi. Til hamingju Eðvarð.
— Til hamingju Suðurnesjamenn. Ljósm. Morgunblaðið.
HÓPUR FERMINGARSYSTKINA,
SEM FERMDUST í KEFLAVÍKURKKIRKJU VORIÐ 1951
Vorið 1951 bar hvítasunnudag upp á 13. maí. Þann sólbjarta vordag
fermdi sóknarpresturinn í Keflavík, séra Eiríkur S. Brynjólfsson, 45
ungmenni í Keflavíkurkirkju. Voru það 18 drengir og 27 stúlkur. Á liðnu
vori átti því þessi hópur 35 ára fermingarafmæli.
Af því tilefni var ákveðið að koma saman á Glóðinni 29. nóvember sl.
Þar var sannkallaður góðra vina fundur, enda tækifærið kærkomið, til
þess að minnast ,,æskunnar unaðsríku stunda" og styrkja og viðhalda
vináttutengslum.
Alls gátu 23 úr hópnum mætt til þessarar samverustundar og sem
vænta mátti var Heimir Stígsson boðaður á staðinn og tók hann mynd
þá sem hér fylgir með.
Fremsta röð frú vinstri: Halldóra Jóna Guðmundsdóttir, Sigríður Vilhorg Ólafs-
dóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Bergþóra Guðlaug Bergsteinsdóttir, Sigríður Jó-
hannsdóttir og lngibjötg Áróra Guðjónsdóttir. Miðröð: Hólmfríður Jónsdóttir,
Þóra Guðlaug Helgadóttir, Guðrún Björg Halldórsdóttir, Jóna Þuríður Ólafs-
dóttir, Jóhanna Ragna Magnúsdóttir, Jóhanna Jóna Guðnadóttir, íshildur Þrá
Einarsdóttir, Ingibjörg Sigurlaug Guðleifsdóttir, Helga Atladóttir og Guðný
Helga Ámadóttir. Aftasta röð: Þórhallur Guðmundsson, Ibitur Albertsson,
Ólafttr Ásbjöm Jónsson, Elías Nikolaisson, Stefán Ólafsson, Ámi Ólafsson og
Sverrír Elentínusson. Ljósm.: Heimir
FAXI 5