Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 15

Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 15
gerði hvarf gatan. Ég leitaði vítt og breitt um heiðina, neðan Reykja- nesbrautarinnar, en fann hana ekki. Ef til vill hef ég ekki leitað nógu neð- arlega en mér finnst líklegt að gatan hafi legið þvert yfir heiðina í stefnu á Vogastapa, þó svo að önnur hafi fylgt Strandarbyggðinni. Áður hafði ég fylgt gamalli götu úr Vogum og upp fyrir Presthóla, en þeir eru í heiðinni fyrir ofan Brunnastaða- hverfið, drjúgan spöl frá ströndinni. Gatan var mjög ógreinileg á köflum og ég sá vörðubrot á einstaka stað en við Presthóla týndi ég henni alveg. Það er sérstök tilfmning að ganga heiðina þrátt fyrir einhæfan gróður- inn og tilbreytingarlaust landslagið. Grjótið í Strandarheiðinni gerði mér þó gramt í geði sumarið sem ég gekk frá Straumsvík í Voga. Gijót hér, grjót þar, gijót hér um bil allstaðar, allt af svipaðri stærð, hvorki lítið eða stórt. Það er því engin furða þó gömlu götumar hverfi þegar enginn kastar lengur úr þeim grjótinu né hleður upp vörður. Beggja vegna vegarins, í svonefnd- um Skjaldarkotslágum, vom afgirt- ir túnskæklar á stærð við meðal ein- býlishúsalóð í Reykjavíkursvæðinu og gijóthrúgumar innan girðing- anna bám vott um þrautseigju og dugnað jarðlítilla Strandarbænda. Þama heyja Effi-Brunnastaðabræður enn í dag. Girðingamar stóðu vel uppi, háir staurar, lágir staurar, þykkir staurar og fjalir, allur efni- viður gjömýttur. Það sem stakk í augun á leiðinni um gamla veginn var allt draslið sem lá í hrúgum hingað og þangað, hjólastell af ýmsum gerðum, dekk, hlutar úr bflhræjum, innanstokks- niunir, blá bamastígvél o.fl. Sem betur fór lá snjór að mestu yfir en um sumartíð er þetta ljót sjón í ann- ars fallegu umhverfi. Ég þurfti að þræða fannimar því nokkuð víða var snjólaust og fór ég því í ótal krókaleiðum. Nú sá ég féttina mína á vinstri hönd. Þegar ég var bam var réttardagurinn mik- ill ævintýradagur og þó hef ég aldrei verið hrifin af skepnum. Maður sat á réttarveggnum með mjólk í flösku °g brauð í bréfþoka og horfði dauð- skelkaður niður á iðandi ullarkös- ina og háværa bænduma. í þá daga tók það daginn að rétta en nú er öllu lokið eftir 1—2 stundir. Þó koma rút- ur fullar af bömum af Suðumesjum °g frá Reykjavík til þess að skoða þessar, nú sjaldséðu skepnur, á Reykjanesskaganum sem kallast hindur. Vindinn hafði lægt og snjórinn hættur að rjúka og falla. Ég beygði af veginum fyrir ofan Hellur og þræddi brekkur á leiðinni niður á Strandarveginn. Nesbú með sínum nýmóðins byggingum og búrhænsn- um gnæfði yfir bæi og eyðikot. Séð heim ad Minna-Knarramesi. Kirkjuhvoll, fyrrverandi samkomu- hús hreppsins mátti muna sinn fífil fegri, næstum kominn að falli. Þeir dagar vom liðnir þegar Grindvík- ingar gerðu út her manns á böllinn í Kirkjuhvoli til þess að reyna að beija á Strandaringum svona af gömlum vana. Nú sá ég heim að Sjónarhóli, áður húsinu hans Magnúsar afa og Erlendsínu ömmu. Hlerar vom fyr- ir öllum gluggum og á veggjunum sáust upplitaðar málningaskellur. Túnhliðið stóð opiö og ég renndi mér í skjól á bak við gömlu hlöð- una, spennti af mér skíðin, dró hita- brúsann og nestisboxið upp úr pok- anum og hlammaði mér síðan ofan á bakpokann. Botninn á mér var víst orðinn nógu kaldur fyrir þó svo að ég settist ekki beint ofan í snjó- skaflinn! Og hvað sá ég svo frá sæti mínu undir hlöðuveggnum? Ég sá Ásláks- staði sem einhvem tímann höfðu átt betri daga, þar sem bræðumir Fiddi og Lúlli una sér ennþá og gera trú- lega á meðan þeir hafa heilsu til. Ég sá Móakotið og þijú hross sem hímdu þar norðan undir vegg og ég sá Nýjabæinn. Húsin virtust komin að hmni, veggir skakkir og skældir og bámjámsbót við bámjámsbót á Nýjabænum. Ég sá Narfakotið sem nú er sumarhús og blettinn þar sem Halldórsstaðimir stóðu áður en húsin vom jöfnuð við jörðu. Atla- gerðistangavitinn kúrði á sínum stað við fjömborð, lágreistur en rammgerður. Ég dáðist að gömlu gijótgörðun- um sem enn vama sjónum ffá því að æða yfir túnbleðlana, en grjót hefur aldrei skort á Ströndinni. Hve mörg handtök og hve mörg dags- verk skyldu liggja að baki þessum görðum? Þama kom hann Fiddi yfir túnið með fötu í hendinni. Hann gekk að Nýjabænum, tók spýtu frá kofa- dyrunum, opnaði og gekk svo fram fyrir bæinn og stillti tveimur plast- fötum til þerris mót vindinum. Eftir langa stund komu nokkrar skítugar rolluskjátur í rólegheitum út úr kof- anum, hímdu góða stund fyrir framan dymar og gláptu á veröldina eins og sauðir. Ég hugsaði: Óttalegir aular em þetta að taka ekki á rás út í frelsið og góða veðrið eftir að hafa hýrt í þessu kofaræksni ég veit ekki hvað lengi. Tfeið mitt kólnaði í mál- inu á meðan ég beið þess að eitthvað gerðist. Loks kom Fiddi og stuggaði rollunum með handasmellum og hói í hvarf niður fýrir hólinn en ég lauk við að drekka ískalt teið. Nú var kl. langt gengin í eitt og næsti áfangastaður var Minna- Knarrames því ég ætlaði að heim- sækja Möggu, þá hörkukerlingu. Sjónarhólstjömin var ísilögð en ekki gat ég rennt mér beint að Knarramesinu því girðingar vom um allt. Mamma mín hafði brýnt það fyrir okkur krökkunum í æsku að riðlast aldrei yfir girðingar og það hef ég forðast að mestu leyti, - alla- vega ef líkur em á því að einhver sjái til mín! Því lá leiðin upp á veg og fram hjá Hellum. Ég klemmdi á mér þumalfingurinn um leið og ég lok- aði á eftir mér fi'na jámhliðinu hennar Möggu og gekk svo niður heimskeyrsluna og í hlað. Ég hikaði og horfði á háreistan stafninn. Hús- ið var hvítmálað og vel hirt eins og annað umhverfis. Það vom hlerar fyrir gluggunum á loftinu. Ég tók sjálfa mig á eintal: Ertu nú viss um að Magga sé hérna ennþá? Getur ekki verið að hún sé flutt burt til bamanna eða jafnvel komin á elli- heimili? Ég hef víst ekki spurst fýrir um hana lengi. Allavega veit ég að hún er ekki dauð kerlingin. Ég grandskoðaði tröppumar og umhverfið. Ógreinileg spor lágu upp túnið, ef til vill ffá í gær, eða í morgun. lYöppurnar vom ósporað- ar en hurðin hafði greinilega verið opnuð einhvem tímann um morg- unin. Ég losaði af mér skíðin, tók ofan húfuna svo hún bæri kennsl á mig, hljóp upp tröppumar og barði á hurðina. Magga kom til dyranna og mér fannst eins og vottað fyrir tortryggni í svipnum. Ég heilsaði brosandi og kynnti mig, svona til vonar og vara og sagði: „Mér datt í hug að líta inn, rétt svona í leiðinni.“ Gamla röggsemin hjá Möggu tók af skarið., .Gjörðu svo vel. Ég get varla boðið þér inn. Finnurðu ekki ein- hveija andsk.... fýlu héma. Var að elda saltfisk sem hann Dói minn gaf mér og það var svoddan bölvuð ólykt af honum en ég át hann nú samt og vaió ekki meint af.“ Þama var Magga FAXI 91

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.