Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 30

Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 30
góöan endi, að Mariane Danielsen sigli áður en langt um líðúr fullfermd um hið bláa haf. Aíariane Danielsen Eins og kunnugt er, þá strandaði danska flutningaskipið Mariane Danielsen í vetur skammt utan við innsiglinguna í Grindavík. Skipið var á leið úr Grindavíkurhöfn og öllum að óvörum beygði skipið skyndilega upp í land og tók niðri stuttu síöar. Ekki urðu nein meiðsl á skipsverjum, en skipið sat gikkfast. Mun skiptstjórinn hafa verið ölvaður og þvi fór sem fór. Tkyggingafélag skipsins taldi litlar líkur á því, að hægt væri að bjarga skipinu, og því fór svo að Guðlaugur Guðmundsson, verktaki í Vogunum, keypti skipið á danskar kr. 1.000., eða liðlega 7 þúsund íslenskar. Hefur varla í annan tíma slíkur farkostur farið fyrir minna fé. Þrátt fyrir margar hrakspár tókst Guðlaugi og hans mönnum að ná skipinu á flot og var það dregið tii hafnar í Njarðvík. Er þaö ætlun Guðlaugs, að skipið verði þétt og síðan dregið til Póllands, þar sem gert verður við það. Er ekki ólík- legt, að þetta björgunarafrek fái það Dagana sem björgun skipsins jör fram var sérstuklegu störstreymt. I’essi mynd er tekin vid Kefiavíkurhöfn á sama tíma. Þarna er verid a<) hífa a/la úr Irilluhút upp á vörubílinn. Svo mikit) var flööid, a<) þa<) flœöir yfir bryggjuna sem vörublllinn stendur á. V Séra Óla/ur Skúlason kjörinn nœsti biskup yfir íslandi Nú í sumar lætur herra Pétur Sigur- geirsson af biskupsdómi fyrir aldurs sakir. Nýverið fór fram kjör eftir- manns hans og fékk séra Ólafur Skúlason, dómprófastur og vígslu- biskup, yfirburða fylgi kjörmanna. Hinn nýkjömi biskup er sem kunnugt er uppalinn hér í Keflavík, sonur þeirra merku sæmdarhjóna Sigríðar heitinnar Agústsdóttur frá Birtinga- holti og Skúla Oddleifssonar, braut- ryðjanda í umsjónamannsstarfi við « bamaskólann í Keflavík, sem andað- ist í hárri elli í byrjun þessa árs. Oryggisbók -Trompbók SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK Suðurgötu 6, sími 92-15800 Njarðvík, Grundarvegi 23, sími 92-14800 106 FAXI j

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.