Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 12
RAUÐSKINNA HIN NÝRRI — SR. JÓN THORARENSEN
SUÐURNESMANNÁLL
eftir Sigurð B. Sívertsen prest á Útskálum
v
1762 var skoðanagjörð haldin á
Útskálastað.
1766 dó Andrés Sigurðsson á
Flankastöðum, meðhjálpari prests
og merkismaður, 58 ára gamall.
Hann var giftur Sesselju Nikulás-
dóttur. t’eirra dóttir var Guðlaug,
sem átti síra Bjöm Vigfússon í
Garði. Ein systir hennar var
Margrét, sem átti Jón bónda á Jám-
gerðarstöðum, föður Jóns Danne-
brogsmanns.
Þetta ár deyði Þorsteinn Hákonar-
son í Njarðvík, sem verið hafði lög-
sagnari eða héraðsdómari í Gull-
bringusýslu um fjögur ár. Hét kona
hans Guðlaug Bjömsdóttir. Ingi-
björg, dóttir þeirra, giftist síra Jóni,
sem seinna varð prestur í Hvalsnes-
þingum, og síðast á Landi, föður-
bróðir Steingríms biskups, en Þor-
steinn var bróðir V ilhjálms í Kotvogi
og hafði verið alinn upp og komið til
mennta af Eiríki Þórhallasyni og
móðurmóður sinni, Margréti Guð-
mundsdóttur, konu hans, en móðir
hans hét Ingibjörg Guðmundsdótt-
ir, kona Hákonar í Kirkjuvogi, sem
þar dó hjá Vilhjálmi 1771.
1767 dmkknuðu í sjó á tveim dög-
um á Suðurlandi, (ég veit ei hvar)
fleiri en 80 menn.
1768 deyði Kort á Kirkjubóli.
1769 deyði síra Þorgeir í Fuglavík,
47 ára gamall, og hafði legið nokkur
ár í hálfvisnu. Dóttir hans, Valgerð-
ur, giftist Andrési í Króki, syni síra
Egils á Útskálum, bróður Rósu, er
átti síra Guðmund prest Böðvarsson
á Kálfatjöm. Fyrri maður Valgerðar
var Sæmundur hreppstjóri Berg-
þórsson á Rafnkelsstöðum, sem
deyði úr holdsveiki, og þeirra sonur
var Jón Sæmundsson, sem
dmkknaði í Króksósi.
1770. 16. mars varð skipstapi á
Merkinessundi. Sexæringur fórst
með 6 mönnum. Formaðurinn hét
Nikulás, austan úr Flóa. Hann
komst af ásamt nokkmm öðmm.
Þetta ár gekk kláðasýkin og var
innflutt, endaði eftir nokkur ár með
niðurskurði. Drukknaði einn mað-
ur af báti í Innri-Njarðvík. Þá urðu
10 eða 12 hundmð hlutir í Njarðvík-
um.
1776. Skipstapi í Höfnum og
Njarðvíkum í aprílmánuði. For-
maðurinn, sem dmkknaði af
Hafnaskipinu, var Þórarinn Þórar-
insson, bróðir Orms á Hafnareyri.
1780. Skipstapi í Höfnum. F'or-
maðurinn, Jón Jónsson, var inn-
lendur, en skipið átti Vilhjálmur
88 FAXI