Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 3
40
ára afmæli
KEFLAVÍ KUR
Þann 1. apríl s.l. héldu Keflvíkingar hátíðlegt 40 ára afmœli bœjarins. Dagana á undan
hafði verið nokkur hláka og snjórinn sem hafði gert mörgum íbúum bœjarins gramt í geði
að undanförnu var smátt og smátt að hverfa. Þá hafði að vísu komið ýmislegt upp undan
snjónum sem síst aföllu var til þess fallið að fegra umhverfið. Höfðu því starfsmenn
bœjarins og íbúarnir tekið til hendinni við að þrífa og snyrta. Því var það mjög velkomið,
þegar aftur tók að snjóa nóttina fyrir afmœlið og þegar íbúarnir vöknuðu um morguninn
blasti við hið fegursta veður og fannhvít mjöllin sem lá yfir öllu gafbœnum hreinan og
fallegan blœ.
Eins og greint var frá í síðasta
blaði Faxa, þá var margt gert til að
minnast afmælisins. Verður nú hér
á eftir sagt frá því helsta sem á boð-
stólum var.
Listaverkasýning í
Fjölbraut
Þann 19. mars var opnuð í Fjöl-
brautaskólanum sýning á vegum
Listasafnsnefndar Keflavíkur. Til
sýnis voru 41 af þeim listaverkum
sem eru í eigu Keflavíkurbæjar. Þar
mátti sjá málverk eftir nokkra af
mestu meisturum landsins, s.s.
Kjarval, Ásgrím Jónsson, Erró,
Asmund Jónsson o.fl. Þá voru sýnd
verk 19 Keflavíkinga, bæði málverk
og höggmyndir. Þess utan var sýn-
ing á verkum bama úr Myllubakka-
skóla. Sýningin var listavel sett upp
og endurspeglaði þá listhefð sem
skapast hefur í bænum, sérstaklega
með tilkomu Baðstofunnar, fyrst
undir leiðsögn Erlings Jónssonar og
nú síðast undir handleiðslu Eiríks
Smith. Ekki verður hér farið nánar
út í að lýsa sýningunni, því þá hæfni
sem til þarf skortir þann er þetta rit-
ar. Samt má segja frá því, að mörg
verka heimamanna sómdu sér fylli-
lega meðal meistaranna. Var þetta
upphaf hátíðarhaldanna sérlega
glæsilegt og nefndinni til sóma.
Hátíðarfundur
bœjarstjórnar
Bæjarstjóm Keflavíkur kom
saman á Flughóteli til hátíðarfundar
klukkan tíu að morgni sjálfan af-
mælisdaginn. Aðeins eitt mál var á
dagskrá, að minnast afmælisins og
kjósa nýjan heiðursborgara. Forseti
bæjarstjómar, Anna Margrét Guð-
mundsdóttir, stýrði fundinum og
minntist afælisins. Ennfremur lagði
hún fram tillögu, um að Valtýr Guð-
jónsson, fyrrverandi bæjarstjóri
Keflavíkur, yrði kjörinn heiðurs-
borgari. Var Valtýr síðan kjörinn
annarheiðursborgari Keflavíkur. Sá
hinn fyrri er Ragnar Guðleifsson.
Fer hér á eftir ávarp og greinargerð
Margrétar, er hún flutti við þetta
tækifæri.
í dag em 40 ár liðin frá því að
Keflavík fékk kaupstaðarréttindi.
Lög um bæjarstjórn Keflavíkur vom
samþykkt á Alþingi íslendinga
þann 22. mars 1949 og tóku gildi 1.
apríl sama ár. Til bráðabirgða var
fyrst um sinn ákveðið að hrepps-
nefnd Keflavíkurhrepps færi með
stjóm kaupstaðarins eða þar til
sveitarstjómarkosningar hefðu far-
ið fram að ári liðnu. Hreppsnefnd
sú sem sat við völd þá var skipuð
þeim: Sæmundi G. Sveinssyni,
Ragnari Guðíeifssyni, Jóni Tómas-
syni, Valtý Guðjónssyni, Elíasi Þor-
steinssyni, Ólafi E. Einarssyni og
Valdimar Bjömssyni. Ragnar Guð-
leifsson gegndi starfi oddvita og
samkvæmt bráðabirgðalögum
skyldi oddviti gegna störfum bæjar-
stjóra. Fyrstu sveitarstjómarkosn-
ingar eftir gildistöku laganna fóm
hins vegar fram 29. janúar 1950.
Nýkjörin bæjarstjóm hélt sinn
fýrsta fund 22. feb. 1950. Fyrstu
bæjarstjómina skipuðu þeir Ragnar
Guðleifsson, Valtýr Guðjónsson,
Steindór Pétursson, Guðmundur
Guðmundsson, Jón Tómasson,
Ingimundur Jónsson og Ólafur
Þorsteinsson. Fyrsti bæjarstjóri
okkar Keflvíkinga var Ragnar Guð-
leifsson en Valtýr Guðjónsson var
fýrsti forseti bæjarstjómar svo og
formaður bæjarráðs.
Frá því að fyrst var kosið til bæjar-
stjómar árið 1950 hafa bæjarbúar
kosið 10 sinnum fulltrúa í bæjar-
stjóm. Þau 40 ár sem liðin em hafa
38 einstaklingar átt sæti í bæjar-
stjóm þar af 4 konur. Frá upphafi og
fram til kosninganna 1966 vom bæj-
arfulltrúar 7 en þá var þeim fjölgað
í 9 og hefur svo haldist fram til dags-
ins í dag. Mig langar til þess að geta
sérstaklega þeirra manna sem hvað
lengst hafa setið í bæjarstjóm fýrir
okkur Keflvíkinga en það em þeir:
Ragnar Guðleifsson, Valtýr Guð-
jónsson, Tómas Tómasson, Ólafur
Bjömsson og Hilmar Pétursson.
Þessir heiðursmenn hafa lagt sitt að
mörkum ásamt öðmm bæjarfull-
trúunum að gera bæinn okkar að
því sem hann er í dag — góður bær.
Á tímamótum sem þessum er
okkur hollt aö staldra við og líta um
öxl yfir farinn veg. Ýmislegt hefur á
dagana drifið þessi 40 ár sem of
langt mál væri að rekja hér í stuttu
ávarpi. Sögu bæjarins rifjar hver
bæjarbúi með sjálfum sér enda er
saga bæjarins umfram allt saga
mannlífs í bænum - saga þess fólks
sem bæinn hefur byggt - saga sjó-
manna og fiskverkunarfólksins -
saga þeirra er mddu brautina.
Stórstígar breytingar hafa átt sér
stað, Keflavík hefur gjörbreyst hvað
varðar atvinnuhætti og afkomu.
Þróunin hefur verið ör, uppbygg-
FAXI 79