Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 20
Til er mjög góð lýsing á húsi þessu
og mat frá 9. sept. 1895. Hefur
Magnús látið gera það, í því skini að
fá lán hjá Landsbankanum upp á
3.500 kr., með veði í húsinu. Einnig
er til veðbókarvottorð fyrir eignina,
frá 2. sept. 1895, og er það fengið í
sama tilgangi. Lýsingin fer hér á
eftir:
„Samkvæmt útnefningu Sýslu-
mannsins í Kjósar- og Gull-
bringusýslu dags. 2. september
þ.a. höfum við undirskrifaðir
gjört nákvæmt yfirlit og þar eptir
virðingargjörð á húseign Magn-
úsar Zakaríassonar Verslunar-
manns í Keflavík sem er eins og
hjer segir. Iveruhús 12 ál lengd
10 al breidd með kjallara undir
hálfu húsinu sementadur utan
oginnan. 3)4 ál undir lopti alinn-
rettað uppí og niðrí og bigt úr
Svenskum viði. 2 stófur niðrí og
5 Yi ál á hvem veg hæð undir lopt
4 álin forstofa með klæðaskáp og
götudyr á gabli kokkhús ók al
lengd 4 al breidd og Eldavjel
með leirrörum steift utanum
með múrsteini og kalkí mat-
reiðsluhús 2)4 al 4 al vídd með 2
skápum og 4 híllum uppi á lopti
2 herbergi 5 al lengd 4 al vídd
hitt 4 al 1. 4 al v. 2 smá kames
innrettuð og 2 geimslukómpur
og 2 obnar fylga. Niðri stór og
vandadur annar uppi á lopti.
Húsið er klætt utan með 1)4 tm
Svenskum borðum og lístað og
gablar eins, svo kemur pappi
utan á binding tvöfalt afsvalt
senadur svo innan á binding
panel svo pappi þar innan. Þak-
ið skorsuð úr tommuborðum og
jámklæðt og herbergin uppí inn-
rettuð uppa sama máta og niðri
skúr fylgir 3 al 1.3 al v. Klæddur
með plægdum klædningsbord-
um með jámþaki. Fjarlægd ffa
næstu húsum 30 al nú að öllu
þessu nákvæmlega athugðu að
húsið er níbigt alt úr nýum viði
og í alla stadi vandað og vel til
þess lagt. Stendur á góðri lód í
Keflavík lódin er 50 al lengd og
34 al breidd. Að þessu öllu
nakvæmlega athúgudu að húsið
hefur góda lód stendur á hagan-
legu plássi bigt úr níum vidi og
í allastadi vel unnið og vel til
þess lagt þá metum við ofan-
skrifada húseign með adur
skrifudum kostum á 6000,
Sexþúsund krónur.
Virdingargjörð þessa höfum við
gjört eptir bestu þekkingu og
samvisku og emm reidubúnír að
staðfesta með eidi ef krafist
verdur.
St í Keflavík 9 Septembr 1895
Einar Jónsson
Tfeitur Pjetursson“.
Á neðri hæð þessa húss var skól-
inn síðan til húsa, en uppi var útbú-
in íbúð. Ekki hefur tekist að fá upp-
lýst hvenær hætt var að kenna í
þessu húsi, en þó er ljóst að það var
eftir 1911. Það ár var hins vegar tek-
ið í notkun fyrir skólann nýtt og
stórglæsilegt steinhús. Það hús er á
homi Skólavegar og Suðurgötu og
er enn þá kennt þar.
Meðan skólinn var við Íshússtíg,
var einu sinni gert hlé á kennslunni
þar. Þetta var haustið 1902, en þá
var Skólinn, en svo var húsið jafnan
nefnt, notað vegna skarlatsóttar
sem gekk í Keflavík. Á meðan var
kennt í G.T.-húsinu, sem áður var
kennt í.
Fast skólahald í Keflavík
1889-1904
Fast skólahald hefur verið í Kefla-
vík ffá 1889 og er ætlunin að gera
því nokkur skil hér á eftir, ffam til
ársins 1904.
Skólaárið 1889—90 vom eftirtald-
ar greinar kenndar: kver, biblíu-
sögur, lestur, skrift, réttritum.,
reikningur, landaffæði, náttúm-
fræði og danska. Þessar greinar em
kenndar allt til 1904. Auk þessa em
eftirtaldar greinar kenndar: saga,
árin 1895—96 og 1896—97 (seinni
veturinn með biblíusögum); sálm-
ar veturinn 1893-94, en ekki til
prófs; og bindindisffæði, árin
1897-98, 1901-01, 1901-02, en
ekki til prófs.
1889—90 var kennt ffá 10—15 dag-
lega, líklega 6 daga vikunnar. Sagt
er ffá því að skipt hafi verið í tvær
deildir, en ekkert nánar er vikið að
þessari deildarskiptingu. Um
kennslustundafjölda eða vægi
1) í sumum skýrslum er talað um íslensku, en
ekki minnst á réttritun og mun um eina og
sömu grein vera að ræða.
96 FAXI