Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 32

Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 32
MINNING: Matthías Oddsson Móhúsum í Garði Ganghljóð klukku. Um gluggann opinn berst sjávardun. Nú er að kvöldi kominn þessi dagur annarsíðasti á ársins litforótta hring. Hannes Pétursson: Heimkynni við sjó. Aö kveldi 30. dags desembermán- aðar á liðnu ári lést í Landspítala, eftir fárra vikna sjúkrahúsvist Matthías Oddsson smiður og verk- stjóri ffá Móhúsum í Garði. Hann var fæddur 31. desember að Guð- laugsstöðum í Garði árið 1900 og hefði því orðið 88 ára gamall á gaml- ársdag, en klukkan kallaði einum degi fyrr. Foreldrar Matthíasar voru þau hjónin Guðbjörg Tómasdóttir er lést 1922 og Oddur Bjömsson en hann dó úr spönsku veikinni árið 1918, 46 ára að aldri. Þeim hjónum varð 7 bama auðið og eru 3 á lífi, Tóma- sína búsett í Garði, Sigurður í Sand- gerði og Magnús í Reykjavík. Látin systkini Matthíasar vom þau Anna Margrét d. 1916, Oddný d. 1951 og Guðlaugur útvegsbóndi og fiski- matsmaður að Efra-Hofi í Garði d. 1981. Oddur faðir Matthíasar fékkst við búskap og stundaði sjó en „svipull er sjávarafli" og vom því kjörin löngum kröpp! Árið 1903 fluttist fjölskyldan að Prestshúsum og þar átti Matthías heima uns hann fór 9 ára gamall til hjónanna Halldóm Tómasdóttur móðursystur sinnar og Jóhanns Jónssonar en þau bjuggu að Kluftum í Hmnamanna- hreppi. Matthías var hjá þeim til 16 ára aldurs en leitaði þá aftur á heimaslóðir suður í Garð. Matthías minntist oft á æskuárin austur í Hmna, honum var sveitin kær og engum duldist að þar hafði hann búið við hið besta atlæti og notið al- úðar móðursystur sinnar. Þar kom líka í ljós hversu óvenju hagvirkur Matthías var og aðeins 14 ára gamall reisti hann baðstofu að Kluftum sem stóð í marga áratugi. Þegar Matthías sneri aftur til heimkynna sinna við sjóinn suður í Garði bjó hann í fyrstu hjá foreldr- um sínum og vann að húsasmíðum um sumur en var á vertíð á vetmm. Fyrstu húsin byggði hann í félagi við aðra, í upphafi með Jóni Eiríkssyni smið í Nýjabæ og síðar með 'Ifyggva Matthíassyni smið að Skeggjastöð- um. En þar kom að Matthías varð fullnuma. Eðlislægur hagleikur og vandvirknin sem var hans aðal leiddi til þess að hann varð brátt eft- irsóttur og viðurkenndur öndvegis- smiður. Fram til 1942 reisti hann eða annaðist bvggingu fjölda húsa, stórra og smárra, einkum í Garði og Sandgerði en einnig víðar um land- ið. í Sandgerði var hann á vetrar- vertíð samfleytt frá 1919 'il 1942, lengst af sem landformaður. Frá 1933 var hann ámm saman landfor- maður á vélbátnum Ægi GK 8 en skipstjóri var Þórður Guðmunds- son frá Gerðum. Hófst þar samstarf Matthíasar og þeirra bræðranna Þórðar og Finnboga Guðmunds- sona en samvinna þeirra og vin- skapur entist í áratugi og reyndist þeim öllum til heilla. Hinn 23. nóvember 1929 kvæntist Matthías Guðrúnu Þorleifsdóttur Ingibergssonar, útvegsbónda að Hofi og konu hans Júlíönu Hreið- arsdóttur. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau Guðrún og Matthías í Hafnarfirði en haustið 1931 lauk Matthías byggingu íbúðarhúss að Móhúsum þar sem þau bjuggu æ síðan. Sonur þeirra er Þorleifur Júlíus tannlæknir f. 7. ágúst 1931. Þorleifur kvæntist Evamarie Bauer, sem einnig er tannlæknir. Þau eign- uðust 3 syni: Matthías Aurel og Bjöm Gunnar sem báðir em í námi og yngstur er Andri, sem lauK stúd- entsprófi s.l. vor. Þau slitu samvist- ir. Fósturdóttir Guðrúnar og Matthíasar frá árinu 1954 er Guð- rún Guðmundsdóttir verslunar- stjóri f. 24. apríl 1948. Eiginmaður hennar er Robert D’AtíIbrio tölvu- fræðingur og em þau búsett í New Jersey í Bandaríkjunum. Árið 1942 annaðist Matthías byggingu Hraðfrystihúss Gerða- bátanna og í kjölfar þessa urðu þáttaskil í Kfi hans, því að hann tók að sér verkstjóm í hraðfrystihúsinu þegar það tók til starfa 18. mars 1943 og gegndi því starfi til ársloka 1972. Hraðfrystihúsið var um áratuga skeið eitt helsta at- vinnufyrirtæki á staðnum og eins og að líkum lætur sótti fjöldi Garðbúa og aðkomumanna vinnu sína þangað. Matthías var myndugur og vin- sæll verkstjóri. Eftir að hann lét af verkstjórastarfinu vann hann við ýmiss konar trésmíðar og húsbygg- ingar því hann var við ágæta líkam- lega heilsu allt fram á síðustu ár og ekki förlaðist honum andlegt at- gervi fyrr en á dánarbeði. Matthías sem fæddist í lok alda- mótaársins var af þeirri kynslóð sem sá mestar breytingar verða á íslensku þjóðlífi. Hann var sjálfur framsækinn og vann ötullega að þeim endurbótum sem urðu á sjáv- arháttum og vinnslu sjávarafla. Atorka, höfðingsskapur og nokk- urt stórlyndi einkenndi löngum syni þeirra Odds og Guðbjargar. Matthías varð snemma vel bjarg- álna og lagði mörgum lið en vildi síður að hátt færi. Gestrisni þeirra hjóna Guðrúnar og Matthíasar er við brugðið. Á yngri árum var Matthías fljóthuga, djarflyndur og með afbrigðum svefnléttur, oftast var hann fyrstur á vinnustað og síð- istur heim. Öllum sem þekktu Matthías var ljóst að innst í brjósti bjó alvara en græskulaus gamanyrði og sögur féllu oft af vörum og fjölda af fynd- num ferskeytlum hafði hann á hrað- bergi. Árið 1929 á silfurbrúðkaupsdegi tengdaforeldra sinna, þeirra Júlí- önu og Þorleifs, færði Matthías þeim veggklukku að gjöf. Þessi klukka tifar nú á vegg yfir þeim sem þessar línur festir á blað en síðustu orðaskifti undirritaðs við Matthías voru einmitt um þessa klukku: ,,Mér þótti klukkuslátturinn alltaf svo fallegur", sagði hann. Gamla klukkan hefur nú hljómað honum í hinsta sinn. Matthías var sáttur við samtíð sína og unni heimabyggð sinni við hafið. Undir lokin sá hann með full- kominni hugarró hvað verða vildi og sálarfriður nans var algjör þegar dauðinn kvaddi dyra annan síðasta dag ársins, daginn fyrir 88. afmæli hans á gamlársdag. Að Matthíasi gengnum verða orð skáldsins enn áleitnari: Garðskagaviti genginn til náða. Það morgnar. Veiðibjallan sveimar í söltum storminum. Vokir. Skimar. Vœngbafið er mikið. Hannes Pétursson: Heimkynni viö sjó. Blessun fylgi eiginkonu Matthías- ar, syni hans, sonarsonum, fóstur- dóttur, ættingjum og vinum öilum. Kári Sigurbergsson. 108 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.