Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 34

Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 34
Framhald afbls. 97. SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM 1900—01 er vægi greina orðið eftir- farandi: Námsgreinar Efri deild stundir Neðri deild stundir Kver 3 3 Biblíusögur 3 3 Lestur 3 6 Skrift 3 6 Réttritun 3 Reikningur 6 6 Landaffæði 3 Náttúrusaga 3 3 Danska 3 Bindindisfræði 3 3 Samtals 33 30 1) í skýrslunni eru taldar upp námsgreinar í hvorri deild fyrir sig og er ekki minnst á náttúrusögu í neðri deild, heldur réttritim. Seinna í skýrslunni eru svo taldar upp kennslustundir í hverri grein og er þá talað um 3 stundir í náttúru- sögu, en engar í réttritun. 2) Sagt er í skýrslunni, að kennt hafi verið í 36 stundir á viku. Það kemur þó ekki heim og saman við töfluna, sem einnig er úr skýrsl- unni. Einnig segir í skýrslunni að kennt hafi verið í 5-6 stundir á dag, en það þarf að kenna í 6 stundir 6 daga vikunnar, til að fá út 36 stund- ir. Verið getur að báðum deildum hafi ekki ætíð verið kennt á sama tíma og kennarinn því verið í 36 stundir á viku. Hér er búið að fjölga kennslu- stundunum um 3 í hvorri deild frá því sem var 1897-98 og bæta við í neðri deild tveim greinum, náttúrusögu og bindindisfræðum. Vægi grein- anna hefur um leið raskast lítillega, reikningur í neðri deild er með 6 tíma í stað 9 áður; aðrar breytingar stafa af Qölgun kennslustundanna. Skólaárið 1901—02 htur taílan eins út fyrir efri deildina, en ekkert er minnst á vægi greina í neðri deild. Það er eingöngu sagt að sömu greinar séu í báðum deildum, nema danska er ekki í neðri deild. í skýrslunni er einnig talað um 36 kennslustundir og er vísað til athugasemda 2. við töfluna frá 1900-01. Á skýrslunni frá 1902—03 sést að sú breyting hefur orðið á, að bind- indisfræði falla burt og ekkert kem- ur í staðinn. Einnig er talað um það, að öll böm hafi tekið þátt í þeim greinum, sem kenndar vom. Þetta má skilja sem svo að danska hafi verið kennd í neðri deild og að í báð- um deildum hafi bömin notið 30 stimda kennslu yfir vikuna. í skýrslunni segir að kennt hafi verið í 5-6 stundir daglega. í þessari skýrslu er einnig talað um 36 kennslustundir, og vísast í það, sem sagt var um það hér að framan. Skólaárið 1903—04 er vægi grein- anna þannig: Námsgreinar Efri deild stundir Neðri deild stundir Kver 3 3 Biblíusögur 3 3 Lestur 3 6 Skrift 3 6 Réttritun 3 Reikningur 6 6 Landaffæði 3 Náttúrusaga 3 Danska 3 Alls 30 24 Hjá efri deild hefur ekkert breyst, en hins vegar hefur kennslustund- um í neðri deild fækkað um 6, eða í 24 stundir. íslenska, landafræði, náttúrufræði og danska hafa fallið þar út, en 3 stundir bæst við bæði lestur og skrift. Núna er kennt í 4-5 stundir á dag, í stað 5-6 stunda áður. í þessari skýrslu er í fyrsta skiptið getið um heildarfjölda bama á kennslusvæðinu á aldrinum 7-14 ára. Þennan vetur em þau 63, en skólann sækja hins vegar ekki nema 30 og em þau frá 24 heimil- um. Það er því innan við helmingur bamanna, sem sækir skólann. Kennslubœkur við skólann í elstu skýrslunni er ekki minnst á þann bókakost, sem notaður var við kennsluna. Næsta skýrsla (1889- 90) ber það með sér, að bókakostur hafi verið heldur rýr, enda hvorki verið mikið úrval af bókum, né heldur peningar til að kaupa þær. Þær bækur sem notaðar vom em: Kverið, Kvöldvökur dr. Hannesar (sem notaðar vom í lestri), og auk þess vom lesin í dönsku nokkur blöð úr danskri lestrarbók eftir Sveinbjöm Hallgrímsson. í öðmm greinum er ekki minnst á bókakost og fór kennslan í þeim ffam munn- lega. T.d. sagði kennarinn bömun- um réttritunarreglur, sem þau skrif- uðu upp og lærðu síðan utan að. Næsta ár (1890—91) er sagt að bömin hafi lesið eftirtaldar bækur: Kver Helga Hálfdánarsonar, Biblíu- sögur, í lestri Kvöldvökur og Sam- tíning Jóhannesar Sigfússonar, í Landafræði Ágrip Jóns Sigurðsson- ar auk þess sem landabréf vom not- uð í hveijum tíma, í reikningi vom notaðar sænskar og danskar reikn- ingsbækur og í dönsku var notuð lesbók þeirra Jóns Þórarinssonar og Jóhannesar Sigfússonar. Þó bóka- kostur hafi aukist að mun, þá vom samt ekki til bækur í öllum greinum og kennarinn tekur það fram, að hann hafi þurft að bæta ýmsu við bækumar. Næstu 2 ár á eftir (1891-93) en þá er sami kennari við skólann og árið 1890-91, var bókakostur mjög svipaður. Skólaárið 1893-94 er komin bók í reikningi, eftirÞórð J. Thoroddsen, en kennarinn bætti við þegar þess þurfti. Annað er það sama. Skólaárið 1894-95 er minnst á að í skrift hafi verið notast við for- skriftarbók. Áður hafði fyrst og fremst verið notast við forskrift kennarans, að því undanskildu að veturinn 1891—92 er minnst á það að notaðar hafi verið útlenskar koparstungur. Árið sem Páll Hjalta- lín kenndi (1895-96), er lesin í nátt- úrusögu mannfræði og dýraffæði Páls Jónssonar, landaffæði eftir M. Hansen og í sögu ágrip eftir Pál Melsted. Aðrar bækur em þær sömu. í skýrslunni ffá skólaárinu 1896-97, þegar Jens og Júlíus kenna er ekkert minnst á bókakost. Skýrslan fyrir skólaárið 1897-98, þegar Helgi kennir er mjög góð. Á henni sést að í reikningi er komin ný kennslubók eftir sama mann gefin út í Reykjavík 1894, í náttúmffæði er einnig komin bók og er hún eftir Bjama Sæmundsson gefin út í Reykjavík 1896. í bindindisfræðsl- unni er stuðst við ffæðslukver um vínanda og tóbak, gefið út í Reykja- vík 1897. Aðrar bækur sem taldar em upp hafa verið notaðar áður. Skýrslur fyrir árin 1898—1900 finnast ekki svo við vitum ekki um bókakostinn þessi ár. Það er þó lík- legt að hann hafi ekki lagast, alla- vega situr allt við það sama skólaár- ið 1900-01. Þá em notaðar sömu bækur og áður hafa verið notaðar. 1901-02 em sömu bækumar og áður nema í reikningi þar er komin nýbókeftirM. HansenogE. Briem. Skólaárið 1902—03 hefur ekkert bætst við. Næsta skólaár 1903-04 hefur bætst við landafræði eftir M. Hansen og Þ. Friðriksson og í dönsku bók sem heitir 40 tímar í dönsku eftir Þ. Egilsson. Aðrar bækur sem em notaðar hafa verið notaðar áður. Kennsluáhöld Um önnur kennsluáhöld, en bæk- ur, var heldur lítið um á þessum ár- um. Veturinn 1889-90 á skólinn engin áhöld. Kennarinn á hins veg- ar eitthvað af land abréfumoghnött, sem hún (Guðlaug Arasen) notaði við kennsluna. 1890-91 er ástandið þannig: , .Áhöld á skólinn svo sem engin. 1 veggkort af Evrópu, 1 atlas, myndir af mannlegum líkama og eitt stórt borð, en ekkert sæti.“ Ekkert bætist svo við tækjakost- inn fyrr en skólaárið 1893-94, að skólanum hefur hlotnast skólatafla, borð og bekkir. Bekkimir vom bak- lausir og í slæmu ástandi. Næsta ár (1894-95) hefur bætst við hnöttur, sem kostaði 8 kr., upp- dráttur af íslandi á stokkum á 18 kr. og hnattkort á stokkum á 10 kr. Vom þessi áhöld keypt um sumarið 1894. Um kennsluáhöld er svo ekkert minnst á fyrr en skólaárið 1900-01. Það ár hafa bætst við myndir af hin- um ýmsu dýmm. Hins vegar er ekkert sagt um hnöttinn, sem var til áður. Þó er ekki rétt að ætla að hann hafi ekki verið til vegna þess að upp- talning á kennsluáhöldum er oft engin eðaþá ,,sjálfsögðum“ hlutum er sleppt í upptalningu. Áhöld em þau sömu þar til 1903-04, en þá er hnötturinn kom- inn í leitimar eða þá að nýr hnöttur hafi verið keyptur fyrir þann gamla. Skólahald samhliða föstu skólahaldi Um skólahald samhliða föstu skólahaldi em til litlar upplýsingar. Það fyrsta sem vitað er um, fyrir ut- an heimiliskennslu er fullorðins- fræðsla á vegum Vonarinnar nr. 15 sem er nafn á stúku stofnaðri 1885 í Keflavík. Þessi fullorðinsfræðsla hefst 1895 og er kennt á sunnudög- um frá 1-3 í Góðtemplarahúsinu. Kennslan átti að vera jafnt fyrir karla og konur, stúkumenn og aðra. Þar var kennd skrift, réttritun, reikningur og danska og eitthvað í sögu og landafræði. Hversu lengi þessi kennsla helst er ekki vitað, né heldur um ásókn- 110 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.